Haustlægðir…

…geta geysað innan hús og utan, og einmitt núna er ég í svona nettri haustlægð.

Ég er búin að vera að skoða gamla pósta fyrri ára – og sé að þetta virðist koma á þessum tíma á hverju ári.  Þetta er eitthvað svona eftir að sumri lýkur, og áður en jólagleðin tekur völd, þá er maður í svona limbó-i…

21-www.skreytumhus.is-008 (FILEminimizer)

…maður er svona hálftómur (eins og sæta nammikrukkan mín sem ég fann í Rúmfó um daginn) – og kannski þarf maður bara að finna sér innblástur til þess að komast af stað…

22-www.skreytumhus.is-009 (FILEminimizer)

…svo er það kannski líka að bloggið á afmæli í sept/okt, þannig að ég fer alltaf að stokka upp í huganum – hvað ég hef gert, hvað ég á eftir að gera, og hvað ætti að koma næst/eða ekki koma næst.  Stundum fer ég líka í svona hvernær er nóg komið-pælingar og þar fram eftir götum…

23-www.skreytumhus.is-010 (FILEminimizer)

…stundum þarf maður líka bara að gefa sér tíma til þess að stoppa aðeins og staldra við…

24-www.skreytumhus.is-011 (FILEminimizer)

…sitja bara eins og hann Stormur og hlusta og bíða eftir einhverjum…

27-www.skreytumhus.is-014 (FILEminimizer)

…þrátt fyrir að sumir séu víst farnir og snúi ekki aftur.

Fékk þessa fallegu festi senda núna um daginn.  En ljóðið í henni setti ég í færslu um hann Raffa okkar fyrr í sumar (sjá hér)

30-www.skreytumhus.is-017 (FILEminimizer)

…og hún Ragnhildur hafði samband við mig og bað um leyfi til þess að nota ljóðið í menin sín…

32-www.skreytumhus.is-019 (FILEminimizer)

…sem ég veitti auðvitað – enda bara yndislegt ef að aðrir ná að tengja við það sem að maður skrifar og finnur ❤

31-www.skreytumhus.is-018 (FILEminimizer)

…stundum langar mig einmitt að skrifa um hann Raffa, en hef staðið mig að því að hika við það – af því að ég vil ekki að “þið” fáið leið á að ég sé að “kvarta og kveina”, og síst af öllu vil ég að einhver haldi að maður sé að “nota” sorgina.

En ég ætla að sleppa því að hugsa þannig, því að ég held að ef ég fari að ritskoða mig um of – þá missi þetta allt marks…

34-www.skreytumhus.is-021 (FILEminimizer)

…og ég reyni að vera ekki um of þannig að glasið sé hálftómt, kýs frekar að horfa á það sem hálffullt.  Þannig að ef ég á ekki nammi í krukkuna, þá fyllir maður hana bara með einhverju öðru…

35-www.skreytumhus.is-022 (FILEminimizer)

…er það ekki bara ágæt lífsspeki – svona inn á milli!

36-www.skreytumhus.is-023 (FILEminimizer)

Annars segi ég bara eigið þið góðan dag, og vinnuviku almennt ❤

29-www.skreytumhus.is-016 (FILEminimizer)

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Haustlægðir…

  1. Margrét Helga
    29.09.2015 at 08:11

    Fallegur og hugljúfur póstur hjá þér mín kæra. Held að við könnumst allar/öll við svona innanhússhaustlægðir, ein slík farin í gegn hjá mér þetta haustið.
    Og með elsku karlinn hann Raffa…fyrir mitt leyti máttu skrifa um hann eins mikið og þú vilt. Við skiljum alveg hvað það er að sakna einhvers nákomins sem er farinn yfir móðuna miklu, skiptir engu af hvaða dýrategund viðkomandi er, maður eða einhver önnur tegund, og oft hjálpar að skrifa um hann/hana og tjá sig, ekki byrgja hlutina inni. Ef þetta höfðar ekki til einhverra lesenda þá sleppa þeir því að lesa þann póst, alveg eins og með jólapósta í september!!

    Knús til þín mín kæra…vonandi hverfur haustlægðin fljótt og örugglega!

    P.S. Ekki nema 2 dagar í október, og þá koma jólin í Ikea OG Rúmfó! 😉 Má maður ekki örugglega byrja að haustskreyta þá með hreindýrum, könglum og fleiri svoleiðis krúttheitum?? 😛

  2. Ragga
    29.09.2015 at 08:36

    Knús og hlýjar kveðjur Soffía mín

  3. Gurrý
    29.09.2015 at 08:37

    Langaði bara til að segja – Ditto 🙂
    Eigðu ljúfan dag fallega þú <3

  4. Kolbrún
    29.09.2015 at 08:49

    Já það er erfitt að horfa á eftir dýrunum sem hafa fylgt fjölskyldunni og veitti henni ómældar gleðistundir og stundum þarf bara að fá smá útrás og þá er gott að koma því frá sér á prent. Þú veitir okkur svo miklið her inni að þú átt alveg rétt á að létta líka smá á þér í póstunum.
    Get ekki beðið eftir að koma upp hreindýrum og könglum (svona haust jóla )

  5. Margrét Milla
    29.09.2015 at 08:53

    Æi mér finnst svo margir vera með haustlægð svo þetta er greinilega að ganga. Skrifaðu um raffann þinn mér fannst ég þekkja hann í gegnum skrifin og myndirnar þínar og maður saknar hans hálfpartinn líka eins asnalegt og það hljómar. Knús í húsið þitt kæra yndislega Soffía, það styttir upp.

  6. Hrafnhildur
    29.09.2015 at 11:41

    Elsku Soffía
    Maður kynntist honum í gegnum póstana þína, elsku kallinn! Það er sárt að syrgja, dýrin eru eins og börnin okkar 💜
    Haustlægðartíminn fær líka á mig :/ knús!

  7. Agnes
    29.09.2015 at 20:46

    Farin að fylgjast með þér aftur eftir að hafa eiginlega gleymt þér í smá stund í fæðingarorlofi. Fæ alltaf innblástur við að skoða síðuna þína og kemst í gírinn að taka til, þrífa og sjæna aðeins í kringum okkur hér á heimilinu og platna kertum hér og þar. Ótrúlega kósý á svona haustkvöldum að gíra sig niður eftir sumarið og slaka á og njóta kertaljósanna í myrkrinu og hugsa um hlutina.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *