Hversdagslegir hlutir…

…eru nánast allir að snúast um jólin þessa daga. Það er alveg nóg að gera í hinu og þessu eins og vill vera í nóvember mánuði. Moli er alveg að fá nóg af þessu og maður þarf að dekstra hann fram úr rúminu, eða hann mig – spurning um hvernig maður snýr þessu 🙂

…ef þið fylgið á Instagram eða Snappinu þá hafið þið orðið vör við að jólin eru að koma upp úr kössunum hér á Álftanesinu, og þetta ferli sem ég nýt þess að standa í og tek mér tíma í að gera. Það er ekkert sem heitir að eitthvað eigi að vera hér eða þar, heldur reyni ég oft að finna hlutunum nýjan stað og jafnvel tilgang.

Ég er með hengi frá BarrLiving.is í eldhúsinu, sem ég festi á Marstal spegilinn frá Rúmfó (minni týpuna)…

…og ég ákvað að setja greni sem ég átti hér í kassa á spegilinn, festi bara að með blómavír – einfalt en fallegt…

…og svo fengu krukkurnar mínar vetrar/jólayfirhalninguna sína, og voru skreyttar með snjó, litlum hvítum húsum og trjám. Ég er ekkert mikið að víkja frá mínum hvítu jólalitum…

…og svo til þess að fá smá svona jólaglitr, þá skellum við smá seríu með…

….glugginn er líka kominn í jólagírinn, og ég á eftir að sýna þetta nánar í póstum…

…og eins og áður sagði, hvert borðið/hillan/svæðið er að jólast upp – smám saman…

…ég sagði ykkur líka frá Led kertunum mínum frá Rúmfó sem ég er svo ánægð með (#samstarf) en ég er búin að vera með þau núna í nokkrar vikur og þau er æði. Eru á timer, þannig að ef þú kveikir á þeim kl 18 þá er kveikt á þeim í ca 6 klst og svo kveiknar aftur á þeim kl 18 næsta dag.

Ég er auðvitað aðgjör kertasjúklingur og þetta er að gera heilan helling, og ég kveiki minna á alvöru kertum. Þannig að bara snilld!

…en það er ekkert allt jóla, nokkrir hversdagslegir hlutir leynast þarna inn á milli…

…en eins og myndirnar sýna – þá er allt að gerast og ég hlakka til þess að deila meiri myndum með ykkur á næstu dögum!
Mig langaði bara að setja inn einn svona léttan smápóst, svona bara rétt til þess að láta ykkur heyra hvað er að gerast, ef ske kynni að þið væruð ekki að fylgjast með inni á samfélagsmiðlunum!
*knúsar*

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *