Vittsjö-hilla DIY…

…er hér komið í hús!

Please click here for an ENGLISH TUTORIAL

Þið vitið hvernig þetta er alltaf í lífinu, það er alltaf litli og stóri.
Tommi og Jenni, Steini og Olli, ég og húsbandið 🙂

Svona er stofan þessa dagana…

46-www.skreytumhus.is-028

…svo sem bara huggó – og við erum alltaf jafn kát með “heimsfræga Ikea-hackið okkar”/hilluna sem stendur á bakvið sófann.  Eeeeeeen, það eina sem hefur verið að pirra mig, eins mikið og ég elska hana – er að ég sé bara í endana á henni.

Jafnvel þó að hún var alveg plönuð þannig því mig vantaði geymslupláss – þá finnast mér allir hlutir verða svo fallegir í henni að mig langaði að njóta þeirra betur…

44-www.skreytumhus.is-026

…og hvað gera þá 1/4 danir (afi var sko danskur)?

Þeir bara redda sér með hjálp frá sænskum kærustum og bóngóðu húsbandi – víííííííí!

23-www.skreytumhus.is-005

Húrra fyrir langintes!

Það má í raun sjá þessar hillur sem hliðstæður af okkur hjónum, önnur er lægri og breiðari (ég) en hinn er hærri og mjórri (hann) – og svona komplimenta þær hvor annari prýðilega 🙂

Eigum við að fara í útskýringarnarnar:  í grunninn – eða bara hillan sjálf – er Vittsjö frá sænska krúttinu (sjá hér) og það eru til alls konar útærslur af þeim (sjá hér)

01-www.skreytumhus.is

…til þess að setja hana saman fylgir þessi líka fíni bæklingur, eða bara að segja: “elskan, getur þú skrúfað saman hilluna?”

Bæði virkar fínt en annað er minni vinna fyrir mig 🙂

02-www.skreytumhus.is-001

…eins og sést er borðið þétt setið af dóterí sem var áður í hinni hillunni.  Þið sjáið líka glampa á glerhillurnar sem eru með hillunni…

03-www.skreytumhus.is-002

…og af því að ég gat ekki bara beðið, þá prufaði ég strax að raða í hana – svona til þess að “æfa” mig – og svo var ferlið líka nokkrar dagar frá uppskrúfun að næsta skrefi…

04-www.skreytumhus.is-001

…síðan var mælt og pælt hvernig spýturnar ætti að vera og eftir það var skundað í Bauhaus og þar fundum við spýtur sem að eru mjög svo svipaðar, ef ekki eins, og þær sem við notuðum í hina hilluna…

page

…og svo var sagað og lagað…

06-www.skreytumhus.is-007

…þegar kemur að mælingum þá kemur sér afar vel að eiga rúðustrikaðann eiginmann…

08-www.skreytumhus.is-009

…og hann stendur sig eins og hetja þessi elska…

09-www.skreytumhus.is-010

…og ein af annari urðu hillurnar reddí…

10-www.skreytumhus.is

…og þá kom að lágvöxnu konunni að bæsa og eftir æfafornri uppskrift (þegar ég gerði þetta seinast) þá notaði ég antík eik og dass af kirsuberja, en þó meira af antík eikinni – allt úr Slippfélaginu góða…

10799298_10204554075025190_1052738278_n

…og svo er það einfaldlega – fyrir…

11-www.skreytumhus.is-001

…á meðan…

12-www.skreytumhus.is-002

…og eftir!

14-www.skreytumhus.is-004

…þetta er bara ein umferð og ekkert maus, fljótt að þorna og lítið mál…

15-www.skreytumhus.is-005

…og svo var bara að pota þeim í hilluna, þessum elskum…

19-www.skreytumhus.is-001

…við héldum glerhillunum hreinlega undir spýtunum, og það er svört hilla efst og við héldum henni líka.  Bóndinn fann einfaldlega lengri skrúfur sem að fóru bara upp í spýturnar í toppnum.  Hinar sitja alveg pikkfastar og þarf ekkert að hafa áhyggjur af…

18-www.skreytumhus.is

…fastar og fínar og allar komnar á sinn stað…

20-www.skreytumhus.is-002

…og sjáið þið bara hvað þær tala vel saman, þessar tvær hillur okkar!

21-www.skreytumhus.is-003

Svo var raðað, og næsti póstur sýnir betur hvað er í hillunum.

Þið sjáið líka hvernig sést í glerið og svörtu hilluna þarna undir, og okkur finnst það bara koma vel út – fer í það minnsta ekkert í neinar taugar…

22-www.skreytumhus.is-004

…og þið sjáið hvað þetta er bara að koma fínt út…

26-www.skreytumhus.is-008

,,,svolítið röstic og svona iðnaðarstíll á þessu, sem ég fíla alveg í ræmur…

36-www.skreytumhus.is-018

…skemmtilegt gagnsæi í þessu öllu…

39-www.skreytumhus.is-021

 

Uppfært kl 18:00:
Steingleymdi að tiltaka kostnaðinn við þetta..

Hillan 14.760
Spýtur ca 5000kr
Bæs, ef þú átt það ekki til, verð fyrir tvo brúsa rétt um 5000kr.

Við áttum reyndar bæsið þannig að kostnaður var undir 20þús 🙂

Hvernig lýst ykkur annars á hillukrúttið – er hún ekki bara fín?

43-www.skreytumhus.is-025

Finnst ykkur ekki bara Vittsjö og Hyllis leika vel saman?  Þó þeir séu ekki alveg eins, þá eru þeir á sömu bylgjulengd…

47-www.skreytumhus.is-029

Við hjúin erum í það minnsta sérlega happy með þetta allt saman – og vá!

Vitið þið hvað ég var að fatta?

Við 12 metrana af hilluplássi sem ég fékk inni í stofu með Hyllisinum, voru að bætast við 5 metrar til viðbótar!

Húrra!  Bravó 🙂

Gleðilega vinnuviku…❤

57-www.skreytumhus.is-039

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

24 comments for “Vittsjö-hilla DIY…

  1. Margrét Helga
    07.09.2015 at 08:27

    Þvílík og önnur eins gargandi snilld 😀 Vittsjö og Hyllis tala svo vel saman að þið eigið ekki eftir að geta sofnað fyrir kjaftaganginum í þeim 😉 Æðislegt hjá þér (og húsbandinu auðvitað) 😉

  2. Bjargey
    07.09.2015 at 08:37

    Ótrúlega flott 🙂 fallegu hlutirnir njóta sín auðvitað betur þegar það er ekki sófi fyrir 🙂

  3. María
    07.09.2015 at 08:52

    Þetta er sko bara geggjað hjá ykkur og þær passa mjög vel saman. Svo ert þú líka svo sniðug að raða öllu fíneríinu í hillurnar.

  4. Halla
    07.09.2015 at 08:57

    Vá, geðveikt flott! Ef ég væri ekki með tvö lítil börn sem tæta allt þa myndi ég gera þetta!! 🙂

  5. Jenný
    07.09.2015 at 08:59

    Ó minn guð… Þvílík fegurð!! Þetta er akkurat hillan sem ég er búin að þrá svo lengi!!! Takk fyrir þetta og beint í ikea!!! Þú ert snillingur 😊

  6. Hrafndís
    07.09.2015 at 09:34

    Þetta hefurðu verið að bardúsa þegar ég náði í vasann í gær 😉

    Þetta er æðislegt eins og allt sem þú gerir ! 🙂

  7. Margrét Milla
    07.09.2015 at 09:40

    Amen á eftir erindinu!

  8. Þuríður
    07.09.2015 at 11:21

    Glæsilegt

  9. Svava
    07.09.2015 at 11:43

    Þetta er æðislegt eins og allt sem þú gerir, alltaf gamana að skoða síðuna þína og fá hugmyndir

  10. anna
    07.09.2015 at 15:03

    Langar í…. ef ég finn pláss í stofunni. Soffía, þurftirðu að láta saga spýturnar eða er þetta tilbúin lengd og breidd sem þú keyptir? Ekkert smá flott!

  11. Sigríður Ingunn
    07.09.2015 at 15:07

    Æði.

  12. Anonymous
    07.09.2015 at 18:39

    Gjöðveik gargandi snilld – nú verður skundað i IKEA og Bauhaus – mér finnst þú ættir að vera á prósentum hjá þeim (“,) ætla föndra eitt stykki í herbergi heimasætunnar eftir flutning 😉

  13. Ragnhildur
    07.09.2015 at 22:08

    þið erð snillingar….ekkert smá flott……😜👍

  14. 07.09.2015 at 23:18

    Æi hvað það er gaman að lesa póstana þína Soffía! Vel gert DIY hjá ykkur skötuhjúum og þú svona ofsalega klár að raða í hillurnar, “I-like-it-a-lot” (eins og Jim Carrey myndi segja það…) 😉

  15. Kolbrún
    08.09.2015 at 11:22

    Þetta er náttúrulega tær snilld hvernig þú breytir hillunum í gordjöss hillur

  16. Silla
    08.09.2015 at 13:38

    Geggjað…hvað er ca blandan hjá þér á bæsinu

    • Soffia - Skreytum Hús...
      08.09.2015 at 16:23

      Blandan er algjörlega slumpuð – nema bara töluvert meira af eikinni en kirsuberja. Myndi segja kannski 4/6 á móti ca 2/6 af hinu. En samt meira bara dass og slurkað 😉

  17. 08.09.2015 at 19:43

    Langar helst til að rífa út hillurnar sem eru í stofunni við að lesa þennan póst 😉 Geggjað!

  18. Birna Bjarnadóttir
    20.10.2015 at 10:46

    Sæl Soffía.
    Eru spýturnar tilbúin lengd og breidd sem þú keyptir?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      21.10.2015 at 02:27

      Sæl Birna,

      spýturnar eru til í alls konar stærðum og breiddum og við röltum bara um þar til við fundum þá stærð sem hentaði best, og þurfti sem minnst að sníða af. Létum síðan saga þær í tvennt þarna uppfrá þannig að við þyrftum að saga sem minnst.

      • Birna Bjarnadóttir
        21.10.2015 at 13:24

        Frábært takk fyrir

  19. Thelma Hermannsdóttir
    06.11.2015 at 18:32

    Þetta er svo töff hjá þér og smekklega raðað í hillurnar hjá þér.

  20. jovina
    06.11.2015 at 19:34

    Eins og eg hef áður sagt, þá þyrfti ég að fá konu eins og þig í heimsókn 😊

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *