Innlit í Bakgarðinn og Jólahúsið…

…því tvöföld ánægja er mjög skemmtileg!  Það bara segir sig sjálft.

IMG_1409

Þegar við vorum fyrir norðan þá fórum við í Jólahúsið, eins og við gerum alltaf.  En það er greinilega orðið of langt síðan ég fór seinast, því að ég vissi ekki einu sinni af Bakgarðinum þarna við hliðina.  Þvílíkt sem þetta er falleg og skemmtileg verslun.  Þess vegna er innlitið tvöfalt í dag, Bakgarðurinn og Jólahúsið.

Byrjum á Bakgarðinum…

IMG_1460

…og húsið er nóg til þess að heilla mig strax frá byrjun…

IMG_1405

…ég meina halló, þetta er liturinn minn á hurðunum…

IMG_1406

…og það er eitthvað við verslanir sem setja púður í að gera falleg, strax fyrir utan, sem snertir streng í mínu búðarkonuhjarta…

IMG_1408

..og ég varð að láta mynd af skiltunum fylgja – þau eru æðisleg…


IMG_1459

…og svo kemur maður inn og verður ekki fyrir vonbrigðum…

IMG_1368

…það er alveg endalaust af alls konar fegurð þarna inni…

IMG_1369

…og allt er svo fallega sett upp…

IMG_1371

…mikið af fallegum litum…

IMG_1372

…sem og fegurð í svart hvítu…

IMG_1374

…þessi önd í stígvélunum fannst mér yndi!

IMG_1375

…og maður er alltaf viðkvæmur fyrir fallegum vegghillum með útskurði, það er bara þannig…

IMG_1376

…fallegar diskamottur…

IMG_1377

…sko – ég held að þessi önd hafi verið að elta mig…

IMG_1378

…og ekki er útsýnið út um gluggana slæmt…

IMG_1379

…fallegar vörur til gjafa…

IMG_1381

…og svo sultukrukkur með blúndu, þær eru heillandi að vanda.  Sjáið síðan litla kökudiskinn þarna niðri…

IMG_1382

…jeminn hvað ég vildi að ég væri með veggpláss fyrir píanó…

IMG_1384

…og þessi box fannst mér alveg himnesk…

IMG_1385

…sem og vigtin – dásemd sem hún er…

IMG_1386

…þetta er alvöru diskur á nokkrum hæðum, næstum mannhæðarhár…

IMG_1388

…meiri box…

IMG_1389

…krúttaðar kertaluktir…

IMG_1391

…svo fæst alls konar gómsætt þarna líka…

IMG_1392

…og sitt hvað sem fékk að koma með heim – eða í bílinn – þetta var yfirleitt etið áður en heim var komið…

IMG_1393

…kaffibollar og meððí…

IMG_1395

…og andar eltihrellirinn minn…

IMG_1396

…sönn orð…

IMG_1397

…þetta væri nú yndis fyrir rúmteppið…

IMG_1398

…þessar fannst mér vera dásamlegar – alveg heilluð af þeim…

IMG_1400

…löööööberar – elska þá…

IMG_1402

…og þessir röstic trébakkar, ég var skotin…

IMG_1403

…og auðvitað enda ég á trékeflum – ást mín á þeim er endalaus ♥

IMG_1404

Svo er það blessað Jólahúsið…

IMG_1444

IMG_1434

…ég átti erfiðast með að taka ekki þennan hér með mér heim…

IMG_1410

…annars er af nægu að taka í jólaandanum þarna…

IMG_1411

…meira segja jóló fyrir okkur sem horfum á Downton Abbey…

IMG_1412

…eins mikil jólókona og ég er, þá held ég að ég gæti ekki verið í svona jólaumhverfi – með jólatónlist allt árið um kring…

IMG_1415

…hrikalega krúttlegur íkorni, og þetta tré þarna til vinstri…

IMG_1416

…og þessi alveg æðisleg, sérstaklega svona saman í grúbbu…

IMG_1417

…jólajólajóla…

IMG_1418

…þessi dama var dönnuð og fín…

IMG_1419

…og þessi var ansi hreint krúttlegur…

IMG_1420

…piparkökuhús…

IMG_1422

…maður er greinilega ekki alvöru jólakona nema eiga jólabakstursskálar…

IMG_1423

…jólastiginn…

IMG_1425

…ég er svo svag fyrir svona skógardýrahlutum…

IMG_1426

…og þarna var það bambarnir og kanínan sem fóru alveg með mig…

IMG_1427

…og sjáið bara íkornakrúttið…

IMG_1428

…önnur dönnuð dama…

IMG_1430

…og jójójólakúlur…

IMG_1431

…sykurpúðasnjókallar…

IMG_1433

…þessir voru skemmtilegir…

IMG_1436

…og þessi fannst mér alveg æðisleg!! ♥

IMG_1439

…og gat ómögulega skilið þau eftir 🙂

IMG_1440

…vinir okkar voru með í för, og þessi hérna vakti mikla lukku…

IMG_1446

…þeir voru fleiri sokkarnir og hann rétti frúnni einn og saman pósuðu þau.  Síðan eftir myndatökuna heyrðist: “hvað stóð á mínum?” frá frúnni.  Þess vegna er bóndinn að hlægja svona mikið þegar myndin var tekin 🙂

IMG_1447

…og við völdum alls konar karamellur, í alls konar bragðtegundum – ommnommnomm…

IMG_1448

…þrátt fyrir að ég og börnin njóti jólanna…

IMG_1454

…þá vakti þetta skilti ekki kátínu hjá bóndanum…

IMG_1458

…en hann tók til sinna ráða – og hresstist til muna 🙂

IMG_1457

…síðan, ef þið farið á staðinn, þá verð ég að benda ykkur á flottasta salernið – kannski bara á landinu – en það er Páfagarðurinn sem fylgir Bakgarðinum…

IMG_1466

…bara svona sem sýnishorn, þá er þetta ljósakrónan þar…

IMG_1465

…og svo er óskabrunnur – hvað getum við beðið um meira!?!

IMG_1470

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

7 comments for “Innlit í Bakgarðinn og Jólahúsið…

  1. Margrét Helga
    18.08.2015 at 08:41

    VAAAAAÁÁÁÁ! Þessi Bakgarður er bara æðislegur! Þarf að plana norðurferð hið fyrsta 😀 Og maður minn…þegar ég sá jólahúsið þá fékk ég barasta fiðrildi í maganum og kviknaði í hnjánum…þótt ég væri sitjandi! Úff…er samt sammála þér…myndi ekki vilja vera í þessu allt árið (segir konan sem finnur oft mikla þörf fyrir að hlusta á jólalög í júlí). Takk fyrir dásemdar innlit, mín kæra! Á eftir að skoða þetta oft 😀

    • Margrét Helga
      18.08.2015 at 08:43

      Fiðrildi í magANN og KIKNAÐI í hnjánum….andskotans autocorrect :@ 😛

  2. Katrín
    18.08.2015 at 10:31

    Bakgarðurinn hefur verið mín uppáhalds búð fyrir norðan lengi. Hún var jú til húsa annnarsstaðar fyrst en yndislegt að vera búin að fá hana nær jólahúsinu.
    Þetta er búð sem ég varð að heimsækja í hvert sinn sem ég fór norður og ég mæli einnig með að aðrir geri 🙂
    Endalaust falleg og skemmtileg búð – þarna finnur maður alltaf eitthvað til að fegra heimilið eða gúmmulaði til að taka með heim 🙂

  3. Anna Sigga
    18.08.2015 at 20:40

    Elska bakgarðinn, fór oftar í hana þegar hún var inn í bæ 🙂
    En þá þýðir það að maður “verður” að fá sér heita vöfflu þegar maður fer þangað, mmhh þær eru æði með súkkulaði og kókos og rjóma 😀 😉

    Fenguð þið ykkur ekki svoleiðis Soffía ??

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.08.2015 at 22:15

      Nei því miður, enda var verið að loka þegar við komum – þess vegna eru myndir af húsinu með lokaðar dyr 😉

  4. anna
    21.08.2015 at 19:28

    Skruppum einmitt í svona ferð í fyrra, rosa skemmtilegt! Æðislegt þetta jólahús og allt sem því fylgir. Talandi um litinn á hurðunum, finnst hann svo flottur líka en hvað heitir hann? Var að leita að svona lit en annað hvort var hann of grænn eða of blár hjá Slippfélaginu. Ertu með númerið á honum? eða svipuðum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *