Draumahúsið…

..þegar við keyptum húsið okkar þá komumst við ansi nálægt því að eignast draumahúsið okkar.  Þó eru alltaf þessi nokkur atriði sem eru ekki til staðar og manni langar til þess að hafa.
  • Stigi – mig hefur alltaf langað til þess að vera með stiga í húsinu mínu.  Ekkert endilega tvær hæðir (ég er svoooooo nægusöm), það liggur við að stiginn myndi duga mér 😉  Þeir eru bara eitthvað svo kósý og sérstaklega þó yfir jólatímann, það væri svo gaman að skreyta þá.
  • Gluggasæti – ohhh svona sæti í glugga, með mjúkri pullu, fullt af koddum, notó teppi, góðu útsýni og spennó bók – gæti ekki verið betra.
  • Mikla lofthæð – það að hafa hátt til lofts stækkar öll hús og gerir þau einhvern veginn reisulegri.  Jafnvel mættu vera stórir trébitar í loftinu.
  • Arinn – arineldur, það þarf ekkert meira að segja!  Nema kannski, jólaskreyta arinnhillu, bara lúvlí.
  • Fataherbergi – draumur held ég hverrar konu.  Gleymi ekki þegar ég sá Sex and the City myndina í bíó – að heyra andköfin hjá kvenþjóðinni þegar Big sýndi Carrie skápinn sem hann lét byggja handa henni = sönn ást!
  • Búr – bara til þess að geta skipulagt allt saman, frá A-Ö
Jamm, maður fær ekki alltaf allt sem er á óskalistanum – en við komumst nærri því. Annars sé ég að þeir hlutir sem að mig langaði hvað mest í og eru ekki til staðar hér eru mest svona “ammmerískir eiginleikar húsa” – kannski spurning um að færa sig um set?
Photos: various sources, saved to computer!

1 comment for “Draumahúsið…

  1. Anonymous
    09.12.2010 at 15:38

    Ohh mig langar einmitt í svona gluggaskot með púðum og teppi og góðri bók.. þetta verður í draumahúsinu

    Erna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *