Blessuð jólin..

það er nú frekar fyndið með þessi blessuð jól.  Maður iðar í skinninu að fara að jólaskreyta og njóta þess að hafa fallegu jólagersemarnar sínar í kringum sig en svo er það að um leið og áramótin eru gengin í garð þá iðar maður eftir að fá að taka niður blessuð jólin.  Hvað er nú það?
 Því að eins fallegt og jóladótið er þá er alltaf svo næs og “hreint” þegar að það er farið niður. 
Þetta er því verkefni næstu daga.  Taka niður jólaskrautið og gera huggó og hreint.
Þó er næsta víst og alveg öruggt að einhverjar hvítar seríur fá að lifa áfram, og könglar, og smá snjór, kannski eitt og eitt tré, og hreindýr 🙂  Kannski verða bara jól hjá mér áfam?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published.