Stofa og sjónvarpshol – fyrir og eftir…

…ein og kannski margir sem lesa hérna vita, þá hef ég verið að taka að mér að breyta/raða/skreyta fyrir fólk.  Hægt er að sjá sum verkefnin sem ég hef gert með því að smella hérna.  Um daginn hafi samband við mig yndisleg kona og bað mig um aðstoð við að breyta stofu og sjónvarpskrók.

Eins og hjá svo mörgum þá snerist málið ekkert um að “allt væri hræðilegt” eða neitt þar í líkingu.  Henni fannst hún bara vera föst og vissi ekki alveg í hvaða átt hún ætti að fara, og langaði að gera hlýlegt og “klára” að gera fínt heima hjá sér.

Auðsótt mál, ég fór á svæðið og eins og áður sagði, þá var þetta bara fallegasta heimili en eins og hjá okkur flestum, þá voru hlutir sem mátti laga og svo er líka oft gaman að fá fersk augu til þess að horfa yfir með manni.

Þessi yndislega kona leyfði mér síðan að deila með ykkur myndunum, og kann ég henni/þeim mínar bestu þakkir fyrir  ♥

Hér koma því fyrir-myndirnar – STOFA…

…eins og þið sjáið þá er þetta fallegasta heimili – mjúkur grár litur á gluggavegginum…

09-Skreytumhus.is 05.06.2015-008

…en svæðið sem var að valda mestum vandræðum var þessi hérna veggur. Snúruflækjan sem myndaðist þarna niðri við skápinn…

02-Skreytumhus.is 05.06.2015-001

…og síðan sér í lagi þessar hillur.  Þær voru frúnni til ama þar sem hún kýs að hafa einfalt í kringum sig – og fannst þetta verða of mikið kraðak við þetta allt saman…

03-Skreytumhus.is 05.06.2015-002

…rauði stóllinn er mjög flottur og hafði fengið að ráða mikið för við aukahluti inni í stofunni…

01-Skreytumhus.is 05.06.2015

…eins t.d. vasann á gólfinu og málverkið – og annað smálegt.

10-Skreytumhus.is 05.06.2015-009

Fyrir myndir – SJÓNVARPSKRÓKUR…

…krókurinn var “vandamál”, því einsog þið sjáið þá er þetta mjög stórt pláss og það var eins og sófinn væri bara krækiber í horninu 🙂  grey lillinn!

05-Skreytumhus.is 05.06.2015-004

…síðan er þessi stóri skenkur…

06-Skreytumhus.is 05.06.2015-005

…og hann er við vegginn sem liggur beint inn í stofu…

08-Skreytumhus.is 05.06.2015-007

Við byrjuðum á að fara saman í leiðangur og ég fór að taka eftir að frúin varð mjúk í hjartanu af gleði í hvert sinn sem við horfðum á mjúka pastellitli og ég fór því að spyrja hana um rauða litinn í stofunni?  En hann var náttúrulega út af rauða stólnum, en það bara vill þannig til að rautt og hvítt (sófasettið) virkar frekar “hart” saman.  Þannig að ég stakk upp á lausn sem ég held að hafi bara komið vel út!

Eftir myndirnar!

Stofan var auvitað falleg fyrir, en það sem við vildum ná fram var að milda hana.  Ef svo má að orði komast.  Setja inn mildari liti og gera hana á sama tíma fyllri…

15-Skreytumhus.is 05.06.2015-014

…tókum því skápinn, sem áður var á stóra vegginum og setum á litla veggbútinn við gluggann…

16-Skreytumhus.is 05.06.2015-015

…og við keyptum líka þessar fallegu stóru luktir á gólfið…

34-Skreytumhus.is 05.06.2015-033

…borðstofan breytist lítið sem ekkert.  Keyptum fallegan kertastjaka og færðum Alvar Aalto vasann þangað.  Seinni tíma verk er að spreyja ljósin í öðrum lit…

17-Skreytumhus.is 05.06.2015-016

…reyndar ætlar hún að bæta við öðrum kertastjaka, sem ég held að verði mjög flott…

19-Skreytumhus.is 05.06.2015-018

…síðan var það S T Ó R A breytingin.  En veggurinn sem áður hýsti skápinn og hillurnar tvær, hann fékk sömu málningu og var áður á gluggaveggnum, og þessa dásemdarskenkur var keyptur…

20-Skreytumhus.is 05.06.2015-019

…eins var þessi dásemdarklukka versluð – þvílíkt bjútí sem hún er…

21-Skreytumhus.is 05.06.2015-020

…þessi veggur var líka málaður, og málverkið sem var í sjónvarpsholinu var fært inn í stofuna.  Það að auki voru keyptir nýjir púðar, í mjúkum og fallegum tónum – ásamt því að nota áfram púða sem til voru fyrir…

22-Skreytumhus.is 05.06.2015-021

…þessi púði er einn af þeim nýju og mér finnst hann æðislegur…

27-Skreytumhus.is 05.06.2015-026

…og svo eru í raun ekki margir skrautmunir, en þeir eru vel valdir og í miklu uppáhaldi hjá frúnni…

25-Skreytumhus.is 05.06.2015-024

…og það er alveg hægt að segja það með sanni að skenkurinn “gerði” stofuna.  Hann er risastór, næstum 2,5m en veggurinn ber hann svo vel – og hann nýtur sín svo vel á veggnum svona gráum.  Mér fannst við þurfa að finna hvíta mublu þarna inn, þar sem það var mikið að eikarhúsgögnum þarna, og rétt hjá er stór eikarskenkur (í tvholinu) og því hefði ekki verið gaman að hafa þá tvo næstum hlið við hlið…

28-Skreytumhus.is 05.06.2015-027

…við keyptum líka fallegan bakka á glerborðið, því að það vantaði svona sjónræna “þyngd” á borðið – og þið sjáið bara hvað þetta er allt að passa vel saman núna…

30-Skreytumhus.is 05.06.2015-029

…og þessi skenkur – draumur og dásemd…

31-Skreytumhus.is 05.06.2015-030

…þarna í horninu sést í tvo smáborð sem þau áttu fyrir.  Ég tók þau og setti saman, eitt er úr gleri en hitt er hvítt, og þau njóta sín mjög skemmtilega núna…

33-Skreytumhus.is 05.06.2015-032

…dásemdarluktir…

18-Skreytumhus.is 05.06.2015-017

…nýji stóri sifur Omaggio er að njóta sín vel…

35-Skreytumhus.is 05.06.2015-034

…og ég ann þessari klukku sérlega heitt.  Það er svo skemmtilegt hvað hún er stór, og stílhrein – en fyllir samt svo vel upp í plássið!

37-Skreytumhus.is 05.06.2015-036

Svo var það sjónvarpsholið – þar sem sófinn var svo einmanna þið munið!

Við drógum sófann frá vegginum, þannig að það myndast bil á milli veggs og sófa.  Þar komast núna körfur sem geta tekið við leikföngum eða hinu og þessu sem að fellur til.  Sömuleiðis þá keyptum við stóra mottu sem að virkar eins og “akkeri” þannig að þetta virðist allt saman eiga mikið betur saman núna…

11-Skreytumhus.is 05.06.2015-010

…rauði stóllinn var færðu inn í sjónvarpshol, og hann passar eitthvað mikið betur með svörtum leðursófanum – og nýtur sín í raun betur hér.  Borðin voru áður inni í stofu og nýttust mun betur hérna inni..

41-Skreytumhus.is 05.06.2015-040

…málverkið úr stofunni kom hingað inn og nýtur sín vel…

39-Skreytumhus.is 05.06.2015-038

…og við keyptum stóra vasa á sjónvarpsskenkinn…

13-Skreytumhus.is 05.06.2015-012

…ferlega flottir…

14-Skreytumhus.is 05.06.2015-013

…eins fengu þau sér þennan flotta ljósahnött á skenkinn.

40-Skreytumhus.is 05.06.2015-039

Þannig var það nú!
Dásamlega fallegt heimili – stílhreint og glæsilegt, að mínu mati ♥

Hvað er hvaðan?

Skenkur – Ego Dekor
Klukka – Húsgagnahöll
Silfurkertastjakar – Húsgagnahöll
Grófar luktir – Húsgagnahöll
Silfur Omaggio – Módern
Púðar í gráu – Ilva
Bleikur trjápúði – Húsgagnahöll
Kertastjaki á borðstofuborði – Ilva
Vasar – Ilva
Silfurbakki – Ilva
Motta í sjónvarpsholi – Ikea
Stór púðaver í sjónvarpsholi – Ikea
Ljósahnöttur – A4

Langar að lokum að ítreka þakklæti mitt til húseiganda sem leyfði birtinguna á myndunum – og það er alls ekkert sjálfgefið að hleypa fólki svona inn til sín.  En mér finnst hins vegar ofsalega gaman að fá að deila þessu með ykkur því að það kveikir oft á sniðugum hugmyndum og hvetur aðra til dáða!

Góða helgi  ♥

42-Skreytumhus.is 05.06.2015-041

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

14 comments for “Stofa og sjónvarpshol – fyrir og eftir…

 1. Eyrún
  05.06.2015 at 18:51

  En gaman að sjá svona póst – og æðislegar breytingar 🙂 Ekki er ég hissa að frúin á bænum sé ánægð með þetta – þú hefur ekkert smá gott auga fyrir svona löguðu!!! 🙂
  Takk fyrir þetta Soffía, með kærum kveðjum, Eyrún

 2. Jenný
  05.06.2015 at 21:05

  Frábær breyting! Elska skenkinn og þessi klukka… Dæs* 😉

 3. díana
  06.06.2015 at 07:05

  Flottar breytingar – hefði verið gaman og fróðlegt að hafa ca. verðin á hlutunum með í lokaupptalningunni 🙂 en mjög vel lukkað að venju.

 4. edda
  06.06.2015 at 16:28

  mjög flottar breytingar. Hvaða lit notaðir þú á vegginn og hvar er málningin keypt?

 5. 06.06.2015 at 16:57

  Thetta var skemmtilegur pistill hja ther Fru min god. Allt svo fallegt og serstaklega eftir ad thu maettir a svaedid! Brynja

 6. Margrét Helga
  06.06.2015 at 20:38

  Vá 😀 Ekkert smá flott! Var nú fallegt fyrir en þurfti þetta smá extra “töts” 🙂

  Klukkan er geggjuð!

 7. Sigríður Ingunn
  06.06.2015 at 22:03

  Þú ert svo mikill snillingur.

 8. Kolbrún
  07.06.2015 at 12:16

  Vá engin smá breiting eins og þú sgðir þá var heimilið mjög fallegt fyrir en stundum vantar bara smá töts og það verður gjörbeyting en það hafa bara ekki allir svona gott auga fyrir hlutunum eins og þú ég skil ekkert í þér að skella þér ekki í arkitektúr

 9. Jóna Kristín
  09.06.2015 at 12:18

  Hvaðan er ljósgráa málningin og hvað heitir hún? 🙂

 10. ég
  20.06.2015 at 22:11

  Hvaða gráa lit ert þú með 😉

 11. Sigrún Huld
  02.02.2016 at 18:26

  Æðisleg breyting! Á svona skenk úr EgoDekor ásamt fleiri husgögnum úr þessari línu – finnst þetta svo flott!! 😀

 12. Tinna
  02.02.2016 at 19:34

  Góðar breytingar ,, Er ekki að sjá bakkan á síðu Ilvu ,, er búin að vera að leita mér að svona bakka lengi ,, veistu um einhvern annan stað sem selur svipaða bakka ??

  • Soffia - Skreytum Hús...
   02.02.2016 at 19:59

   Myndi kíkja í Pier, það fást mjög mikið af bökkum þar 🙂

 13. Silla Markúsar
  18.11.2017 at 12:28

  Flottur skenkurinn hvíti , hvaðan er hann?
  Fallegt heimili 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.