Innlit í Hús fiðrildanna…

…og það er sko bara eins blúndudraumur í nammidós!

01-2015-03-12-144303

Hús Fiðrildanna er búð/upplifun sem að enginn má láta fram hjá sér fara, þetta er bara eins og annar heimur 🙂

02-2015-03-12-144311

Búðin er í heimahúsi, staðsett á Hörpugötu 10 í Skerjafirðinum, og af því að þetta er eins og annar heimur – þá veistu að hún er opinn þegar að gamlir kjólar blakta í trjánum fyrir utan – eða eins og rokið er búið að vera – standa beint á hlið…

03-2015-03-12-144401

 

…svo er bara að ganga inn og nánast stinga litla putta upp í loft, svona eins og fín dama með tebolla, því að ég er nokk viss um að hún Beta breta vinkona okkar yrði dulítið feimin við allt þetta fínerí…

04-2015-03-12-144550

…nema hvað!  Enda erum við með bleikt gler, jarðaber og blómin í bleiku…

05-2015-03-12-144607

…allir munirnir eru orðnir vel til ára sinna komnir, og flestir keyptir frá Belgíu…

06-2015-03-12-144615

…og ég veit ekki með ykkur, en það er eitthvað dásamlega heillandi við það…

07-2015-03-12-144620

…hver er sagan?  Hvar hafa þeir verið? Á hvaða veggjum hengu þeir áður?

08-2015-03-12-144633

…þetta er bara svo dásamlegt fallegt!

09-2015-03-12-144638

…og þessi spegill, maður minn!

10-2015-03-12-144643

…ég er að segja það, Beta breta myndi sko hífa upp um sig húðlituðu sokkabuxurnar í 80den og stinga lilla putta rakleitt í austur…

11-2015-03-12-144649

…og ég myndi sitja á móti henni og spyrja frétta af Kalla og Kamillu, og gera eitthvað fyndið djók um að drekka kamillute á meðan…

12-2015-03-12-144653

…við erum alltaf svo fyndnar saman í svona tesamsæti, ég og drottningin…

13-2015-03-12-144704

…nei sko, “Fari það í þúsund trilljón tryllta, tarfóða, tólgsadda, tannhvalsétandi, termítabitna túnfiska í Trékyllisvík!” þetta er Kolbeinn kafteinn og co…

14-2015-03-12-144722

…og auðvitað Tinni sjálfur…

15-2015-03-12-144724

…þessi fannst mér alveg ævintýralega fallegur…

16-2015-03-12-144751

…og þetta stell, mamma mía…

17-2015-03-12-144801

…þetta er náttúrulega bara ólöglega fallegt…

18-2015-03-12-144811

…eins og ég sagði áður, eins og annar heimur…

21-2015-03-12-144851

…þessi finnst mér falleg, held meira að segja að mamma mín hafi gert svona flosmynd nánast eins og þessi – og gott ef hún hét ekki Gunnhildur “drottningamóðir”?

22-2015-03-12-144909

…gamlar tarínur eru náttúrulega algjörlega bjútífúl, og ekki síðri þegar þær fá nýjan tilgang eins og hér…

23-2015-03-12-145002

…og draumkenndir eldgamlir glerkúplar…

24-2015-03-12-145018

…fallegt og meira fallegt…

26-2015-03-12-145103

…við Beta þurfum ugglaust að bjóða fleirum í þetta tepartý með svona mikið af fínum bollum…

28-2015-03-12-145146

…og tarínum…

29-2015-03-12-145151

…með allt á hornum sér – svo skemmtilegt…

30-2015-03-12-145220

…þessi fannst mér ansi hreint heillandi…

31-2015-03-12-145238

…og auðvitað gömlu landakortin…

32-2015-03-12-145259

…það erfiðasta er að velja þarna inni…

33-2015-03-12-145312

…og eigum við að ræða þennan glugga eitthvað?

34-2015-03-12-145316

…svo er framhald inni í litla skúrnum…

37-2015-03-12-145413

…og enn fleiri gersemar…

38-2015-03-12-145437

….eins og þessir…

39-2015-03-12-145442
41-2015-03-12-145511

…þessir eru svo dásamlega fínlegir…

42-2015-03-12-145515 43-2015-03-12-145520

…sko, ég sagði að það væri hægt að geyma margt annað en súpu í tarínum…

45-2015-03-12-145623 46-2015-03-12-145636

…hugsanlega eru þetta báðir skórnir hennar Öskubusku…

48-2015-03-12-145759

…og ég sé algjörlega fyrir mér að vera með svona bolla hangandi í öllum trjám í kringum krúttaralegan pall að sumarlagi…

49-2015-03-12-145822

50-2015-03-12-145829

…hjartað sleppti úr slagi þegar ég sá þennan…

52-2015-03-12-145942

…meiri fegurðin…

53-2015-03-12-145947

…og þessu væri nú ekki leiðinlegt að blanda saman…

54-2015-03-12-150024

…og mynda þannig fallega heild…

55-2015-03-12-150028

…dææææææs…

56-2015-03-12-150035

…fyrir dömurnar…

57-2015-03-12-150111

…fyrir fegurðina…

59-2015-03-12-150406

…fyrir blúndurnar…

60-2015-03-12-150641

…og fyrir þá sem kunna að njóta…

61-2015-03-12-150657

…það er nauðsynlegt að fara og gleyma sér í þessu ævintýralandi…

62-2015-03-12-151832

…og góður félagsskapur!

Facebooksíðan: Hús Fiðrildanna

64-2015-03-12-152205

Takk fyrir að kíkja með mér ❤

65-2015-03-12-152543

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Innlit í Hús fiðrildanna…

 1. Margrét Helga
  17.03.2015 at 10:22

  Vá! 🙂 Þvílík fegurð! 🙂 Myndi vilja vera fluga á vegg í teboðinu hjá þér og henni Betu breta, svona til að fylgjast með því hvernig þú myndir sjarmera hana upp úr skónum! Annars dreymir mig alltaf um svona ekta gamaldags kakókönnu…á örugglega samt ekki eftir að fá mér svoleiðis þar sem við drekkum voðalega sjaldan kakó hérna heima og ég fæ yfirleitt í magann af því en mér finnst þetta samt ofboðslega sjarmerandi tilhugsun! 😉

  Knús í hús!

  • Sólveig
   17.03.2015 at 21:39

   Kakó, smakó Margrét mágkona…það skal vera súkkulaði 🙂 Ég skal drekka allt súkkulaði heimsins fyrir þig ef ég fæ það í svona undurfallegum bollum.
   Annars kærar þakkir Soffía fyrir enn einn stórskemmtilegann póst.

   • Margrét Helga
    18.03.2015 at 11:50

    HAHAHAHAHAHAHAHAHA!!!! Sorrý elsku Sólveig mín 🙂 Skal redda svona fínum bollum og græja SÚKKULAÐI fyrir þig mín kæra! Kaupi svo einhverja fína skál í stíl undir rjómann, því að það er sko ekki hægt að drekka kak…nei ég meina súkkulaði nema að það sé alvörustu rjómi út í…spurðu bara eldri bróðurson þinn á þessu heimili :p Læt þig vita þegar ég er búin að kaupa bollana 😉

 2. Sigríður Ingunn
  20.03.2015 at 13:32

  Yndislegt. Ætla mér alltaf en gleymi því jafnoft að kíkja þarna inn þegar ég á leið í höfuðborgina.

Leave a Reply

Your email address will not be published.