Nánar um samansafnið…

…á vegg dömunnar!

Til að byrja með þá er hérna gamli fuglaplattinn sem kemur frá langömmu hennar.  Held að flestir kannast við þessa sem að héngu á hverju Íslensku heimili hérna í denn…

…en hann fékk að kenna á spreybrúsanum blessaður, kannski fer ég aðeins yfir hann með sandpappír, kemur í ljós síðar.  Það er líka séns að ég spreyji hann í einhverjum öðrum fallegum lit 🙂  Pælingar!

…hillurnar tvær eru Bekvam kryddhillurnar góðu úr Ikea, kosta kr 695
BEKVÄM kryddrekki
…og ég ætlaði að hvítta þær bara en endaði með að spreyja bara greyjin

..síðan notaði ég blúndulímmiðann sem ég átti afgang af, enda var hann keyptur í þetta. 

…fór yfir spýtuna með Mod Podge líminu, festi niður borðann, og fór svo aðra umferð

…fín bókahilla á 695kr
…í fuglamyndina tók ég eina örk af skrapp-pappír sem er munstruð öðru megin en pappírinn er alveg einlitur grænblár hinum megin.  Síðan trítlaði ég mér bara fram á gang vopnuð blýanti og bökunnarpappír og tók í gegn þessa hérna límmiða
..og úr varð þessi hér
….stafirnir voru til í Pottery Barn Kids einu sinni, og ég fór í Góða Hirðinn og fann þar rammann.  Hann var glerlaus og kostaði heilar 100kr, smá sprey og pínu sandpappír og, la voila….
….litla sveppamyndin er póstkort úr Söstrene sem kostar um 130kr
…og listaverkið er að sjálfsögðu eftir heimasætuna, þetta er eitt af hennar “eldri verkum” 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

6 comments for “Nánar um samansafnið…

 1. Anonymous
  26.08.2011 at 14:54

  ég er einmitt með 2 kryddhillur inni í skáp sem bíða eftir yfirhalningu, þurftirðu ekkert að pússa þær fyrst þú spreyaðir?
  p.s. allt rosa flott!

  Dísa (ókunnugur lesandi)

 2. 26.08.2011 at 23:06

  Var letikasti og barasta spreyjaði beint á, ekkert púss og ekkert vesen 🙂

  Takk fyrir!

 3. Anonymous
  27.08.2011 at 19:15

  Alltaf jafn gaman að skoða bloggið þitt skvís 🙂
  Ein spurning samt, svona þar sem ég hef tekið eftir því að þú ert “svoldið” fyrir að spreyja hluti (haha), er ekkert vesen að spreyja? Fer ekki spreyjið útum allt? hvað hefurðu undir? og gerirðu þetta innandyra? (vá sorrý spurningaflóðið ;))

  kv. Íris (aðdáandi ;))

 4. Anonymous
  03.09.2011 at 19:02

  ohh ég verð að fá að spyrja þig hvaða litur þetta er á veggjunum? im in love 🙂

  Svanhildur (fann þig á bloggrölti)

 5. 03.09.2011 at 20:37

  Sæl Svanhildur,

  Hér er um litinn: Veggirnir eru málaðir í mosagrænum lit sem að ég fann á prufuspjaldi frá Lady í Húsasmiðjunni. Hins vegar fékk ég málninguna helmingi ódýrari í Byko, gaf bara upp númeriðá litnum. Er rosalega ánægð með þennan lit – fallegur og róandi – Kópal innimálning gljástig 10, S2010-650Y

  kv. 🙂

 6. Brynja
  11.06.2013 at 10:35

  Sæl
  Alltaf jafn dásamlegt að skoða bloggið þitt, er ein af þeim sem er búin að fá lánaðan brúna litinn þinn og fleira 🙂 En mig langaði að segja þér að ég sé að þú ert alltaf að kaupa málningu í Húsasmiðjunni og Byko en ég mæli með Múrbúðinni, alltaf frábær þjónustu og mun ódýrari. Ég keypti t.d 10 l af brúna litnum þínum þar um helgina á 6000kr. Ég eyddi undir 10þ kr fyrir málninguna, spartl, spaða, rúllu, pennsla og allskonar. Elska að versla þar.
  Kv. Brynja

Leave a Reply

Your email address will not be published.