Forsmekkur að dömuherberginu…

…það var víst ekki um annað að velja en að fara smá breytingar á herbergi heimasætunnar. En hún varð 15 ára á dögunum og við gáfum henni það því í afmælisgjöf að taka herbergið í gegn eftir hennar óskum. Við mæðgur skoðuðum saman alls konar myndir og hugmyndir og komumst að því að hana langaði mest í svona bohó-fíling í rýmið. Hún vildi lýsa allt upp og vera með svona náttúrulega liti, brúntóna og kózýfíling. Þannig að útkoman var svona, en við erum enn að bíða eftir rúmgafli til þess að toppa þetta allt saman…

…þið sjáið vel hvert við erum að fara. Það er svoldið bast og viður, körfur og púðar, smá bling með gulli og allt í bland. Við vorum mikið að prufa okkur áfram og fyrsta uppröðunin var að snúa rúminu svona…

…það er eiginlega magnað hversu margar sætar myndir ég er strax komin með af Mola þarna inni…

…þannig að herbergið er nú mjög breytt, en Molinn er eins…

…hér kemur síðan moodboardið fyrir herbergið, og ég á eftir að setja inn póstinn þar sem er farið yfir allt og hvaðan það er…

…og ef við rifjum upp hvernig herbergið var…

…og sjáum svo nokkrar myndir af því hvernig þetta er í dag, þó það vanti enn höfðagaflinn…

…annað sem á eftir að fjárfesta í er ný stóll fyrir skrifborðið, þar til fær hún einn eldhússtólinn lánaðann…

…herbergið er ótrúlega þægilegt og tekur vel utan um mann…

…og hjá henni rættist langþráður draumur…

…þegar hún eignaðist hengistólinn inn til sín…

…hvernig lýst ykkur á, viljið þið sjá meira og vita hvað er hvaðan?

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Post navigation

10 comments for “Forsmekkur að dömuherberginu…

  1. Anonymous
    21.02.2021 at 08:41

    Vávává fallegt og hlýlegt herbergi 🤩

  2. Iris
    23.02.2021 at 21:17

    Vá svo geggjað fallegt!

    • Ellen Bara Valgerdardottir
      24.02.2021 at 20:48

      Hvaða lit settuð þið á veggina?
      Hvenær sjáum við Hvað er hvaðan? 😃

  3. Gerður
    26.02.2021 at 11:11

    Smá að spá i því sama og Ellen hér fyrir ofan 😃

  4. Sigurrós Erla
    28.02.2021 at 10:06

    Hvaðan er þessi dasamlegi lampi ? 🤩

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.03.2021 at 22:31

      Hann er frá Bauhaus.

  5. Anna Sigga
    28.02.2021 at 17:11

    flottar breytingar 🙂

    mig langar að vita hvaðan borðlampinn er þessi gilti gormalampi 🙂 og voru til fleiri litir af honum ? 😀

    kv AS

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.03.2021 at 22:31

      Lampinn er frá Ikea, held að það séu til fleiri litir!

  6. Heiðrún
    01.03.2021 at 00:42

    Hvaðan er þessi stóll ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.03.2021 at 22:30

      Stóllinn er frá Pier og er gamall, þetta eru borðstofustólarnir okkar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *