Felustaðir…

…helst fyrir allra augum!  Það eru stundum þeir sem virka best – ekki satt?

Sem sé stelpuherbergið!  En hvar er dótið???

01-2015-01-15-151442

Trúið mér, herbergið er smekkfullt af leikföngum.

Undir rúminu leynast tveir svona – og þeir taka ansi vel af dóti…

033-2014-01-16-150047

…skápurinn er líka ekki bara geymsla fyrir fötin.  Þar er líka geymsla fyrir leikföng.

21-2015-01-15-151917

 Tveir kassar fyrir búninga og þess háttar.  Tveir kassar með Lego Friends, og svo nokkur PetShop-hús…

029-2014-01-16-012751

…og er í raun meira svona…

24-2015-01-20-170043

…pokarnir taka líka endalaust magn af böngsum, sem er gott því að við vitum öll að svona loðdýr fjölga sér eins og kanínur í stuði…

21-2015-01-20-170012

…gamla taskan geymir líka dúkkur og dúkkuföt – sem er reyndar dót sem er nánast aldrei snert og þyrfti að fara að sorterast burt…

22-2015-01-20-170018

…skúffurnar fela líka ýmsar syndir, spil og föndurdót.  Að ógleymdu teiknigræjunum – allt þetta helsta 😉

25-2015-01-20-170121
…svo sjáið þið hérna endann á rúminum, gasa kósý…

24-2015-01-15-151941

…og þarna er líka annar poki fyrir bangsa, en þessi poki eru úr H&M Home…

08-2015-01-20-165741


…sömu sögu má segja með hilluna.  T.d. er ponykastali ofan á henni – því einhversstaðar þarf að koma þessu fyrir…

23-2015-01-20-170021

…og tvö Sylvanian hús er í neðri hillunum – og sætu kassarnir geyma líka sitt…

09-2015-01-20-165749

…eins og t.d. geisladiska…

10-2015-01-20-165808

…og sömu sögu má segja um þessa hillu…

12-2015-01-15-151719

…sem geymir leikföng og bækur og blöð.

11-2015-01-20-165823

Allar töskurnar eru líka með smáhlutum og ýmsu slíku…

17-2015-01-20-165912

…meira Sylvanian, sem Frozen systur eru greinilega fluttar inn hjá, ásamt Ólafi…

12-2015-01-20-165830

…galdrastelpublöð og slíkt, ásamt Playmohúsi…

13-2015-01-20-165840

…og bara alls konar furuverum…

16-2015-01-20-165902

…hér sjáið þið líka kósý horn, ekki satt?

20-2015-01-15-151903

…en ef þið kíkið nánar…

14-2015-01-20-165852

…og aaaaaaaðeins nánar – sko, Barbie-hús…

15-2015-01-20-165855
…skrifborðið góða…

18-2015-01-20-165938

…færum stólinn frá – annað Barbie-hús…

19-2015-01-20-165948

…og auðvitað meiri töskur sem geyma blómálfa og hvað annað sem hún dóttir mín kýs að leika sér með 🙂

Sem sé, herbergi sem er fullt af dóti – sem er ýmis stillt upp eða bara falið fyrir allra augum!

20-2015-01-20-165958

Síðan gerist það reglulega að herbergið er svona í nokkra daga, og þá er einhver svaka leikur í gangi.  Þessar myndir eru sem sé bara teknar svona án uppstillinga eða nokkurs, bara ég að kíkja inn í herbergi og smella af…

01-2015-01-29-155818

…þarna höfðu þær vinkonurnar reist sitt hvort einbýlishúsið, enda dugar ekki minna til…

02-2015-01-29-155820

…og ég hef alltaf gaman að sjá hvernig hún dóttir mín stillir upp.  Sjáið bara rúmið, sem er umbúið og púðar til skrauts á því.  Í það minnsta þrjár týpur – þarna sést sko dóttir móður sinnar 😉

03-2015-01-29-155832

…búið að raða á snyrtiboðið grímu og öðru smálegi.  Síðan er skemmtilegt að sjá skemilinn sem á að fylgja sófasetti fá nýtt hlutverk – út fyrir kassann – aftur, dóttir hennar mömmu sinnar…

04-2015-01-29-155834

…þessar elskur eitthvað að glápa á sjónvarpið…

05-2015-01-29-155843

…og auðvitað séð inn í eldhúsið…

06-2015-01-29-155852

…hjá vinkonunni voru ekki alveg jafnmikil smáatriði – en svo fínt engu síður.

07-2015-01-29-155905

Jæja, ég vona að þetta útskýri að einhverju leiti hvar dótið er – og eins og áður sagði, þá er það mikið fremur vandamál að hún dóttir mín eigi of mikið af leikföngum, heldur en hitt 😉

02-2015-01-15-151448

7 comments for “Felustaðir…

  1. Kristín
    12.02.2015 at 10:53

    Ég er að fíla þetta 🙂
    Fullt af flottum hugmyndum

  2. Margrét Helga
    12.02.2015 at 11:49

    Þetta er bara snilld!! Hún á sko miklu meira af dóti en mér datt nokkru sinni í hug!!! 🙂 Ætla að fara að upphugsa svona sniðuga geymslustaði fyrir drengina mína 😉

  3. 12.02.2015 at 12:12

    Eg se ad sumir eru ad sanka ad ser husum…storum og litlum. Gott ad vera ekki ein um thad. Dasamlegt bara!

  4. Bjargey
    12.02.2015 at 13:34

    Yndislegt herbergi með eða án leikfanga 🙂

    Þú ert snillingur í skipulagi og lausnum, ekki bara skreytingum! Síðan gæti alveg borið nafnið Skreytum og skipuleggjum hús!

    Ég átti einmitt eftir að kommenta á póstinn þar sem þú veltir því upp hvað er normal í barnaherbergjum eða hvernig lítur “eðlilegt” barnaherbergi út. En það sem ég vildi segja þar er bara að herbergin hjá krökkunum þínum eru auðvitað normal fyrir þér þar sem þú hannaðir þau, skreyttir og skipulagðir – en fyrir mörgum þarna úti eru þau bara alls ekkert normal því það hafa ekki allir þessa hæfileika sem þú hefur 🙂 Þú ert svo hógvær Soffía 🙂 mátt alveg vita að það sem þú ert að gera er svo guðdómlega fallegt og sniðugt og ég veit að það eru margir þarna úti sem myndu vilja hafa tærnar þar sem þú hefur hælana í innanhússhönnun!

    • Margrét Helga
      12.02.2015 at 14:08

      Gæti ekki verið meira sammála þér Bjargey 🙂 Eins og talað út úr mínu hjarta!

  5. Kristjana Axelsdóttir
    13.02.2015 at 12:48

    Snilld að sjá hvar þú geymir allt dótið. Mér finnst þetta herbergi algjört æði!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *