Hitt og þetta…

…á föstudegi!

21-2015-01-28-144458

…og eiginlega minna af hitt og meira af þetta.

Póstur um ekki neitt gjörið svo vel – segið svo að ég leggi mig ekki fram við þetta 😉

22-2015-01-28-144527

…þetta eru nú bara nokkrar sólarmyndir sem voru ónotaðar og mig langaði til að setja inn – svona til þess að róa ykkur niður fyrir helgartjúttið sem væntanlega bíður ykkur!

38-2015-01-28-150521

…enda er synd að láta fallega birtu fram hjá sér fara.  Það er eitthvað sérstakt við vetrarsólina, kannski er það bara sú staðreynd að hún er fátíðari.  Hvur veit?

37-2015-01-28-150513

…annars er ég með nokkur járn í eldinum, ýmislegt á döfinni…

36-2015-01-28-150508

…þó umfram öllu – ætla ég að losa mig við kvefið.  Þannig að ef þið þekkið einhvern sem vill þráláta kvefpest, með tilheyrandi hóstaköstum og almennum leiðindum.  Þá getur viðkomandi sent mér skilaboð og ég læt hana fyrir lítið 😉

33-2015-01-28-144720

…vetrarfílingurinn er enn á þessu borði.
Stjörnur og könglar, og meira segja lítið jólatré…

35-2015-01-28-145052

…allt hlutir sem hafa fengið stimplun og löggildingu sem official vetrarskraut sko.
Það er ekkert hægt að rífast við löggildingum – maður nennir því ekkert…

34-2015-01-28-145041

…sjáið bara alla sólargeislana!

Ef þið eruð að spá í barnahliðinu sem er þarna í hurðinni, þá er það sko útaf hundunum.  Þannig er hægt að hafa galopið út í garð á sumrin, án þess að Mr. Stormur fari á eitt allsherjar kvennafar, eða pissa-á-hvern-staur-sem-hann-sér-ferð.  Trúið mér, hann gæti sko stungið sér í svoleiðis ef hann fengi tækifæri til…

27-2015-01-28-144622

…Raffinn okkar hefur verið minna í svoleiðis erindagjörðum, og þó – hann hefur ekki verið týpan sem þýtur í burtu.  Hann er meira svona lalla burtu í rólegheitum og kanna heiminn týpan…

25-2015-01-28-144601

…en nóg um það!

Helgin framundan og ég sé fram á að hlægja vel allan laugardaginn – sem er allra meina bót – enda geta stelpudagar með vinkonunum verið einmitt bensínið sem maður þarf, svona á þessum síðustu og verstu tímum 😉

Eigið yndislega helgi, reynið að skella upp í það minnsta fimm sinnum yfir daginn, og ef þið hlægjið svo mikið að þið farið að gráta – vá, þá eruð þið í góðum málum!

❤ knúsar  ❤

24-2015-01-28-144542

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Hitt og þetta…

 1. Margrét Helga
  30.01.2015 at 08:10

  Frábær föstudagspóstur 🙂 Póstar þurfa ekkert endilega að vera um eitthvað sérstakt, þeir geta verið yndislegir þótt þeir séu bara um allt og ekkert!

  Góða helgi mín kæra, og skemmtu þér hrikalega vel á morgun!! Reyndu svo að koma þessu kvefi úr þér 😉

 2. Edda Björk
  30.01.2015 at 16:16

  Góða helgi elskan, ég ætla að taka mér smá *mömmufrí* á morgun líka og hver veit nema að ég rekist á þig í einhverjum af heimilisbúðum bæjarins 😉 Allavega er planið að setjast inn á kaffihús með gott kaffi og fullt af slúðurblöðum og kannski að maður kíki í eina eða tvær “home” búðir á Laugaveginum góða.
  Knúz á þig …. samt bara netknúz – því ekki vil ég smitast af kvefpestinni sem þú ert að reyna að koma út 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published.