Kózýtæm…

…úfff, hvað það er eitthvað hráslagalegt og kalt úti!

Held að það kalli á extra hlýjar myndir, ekki sammála?

01-2015-01-11-205331

…eins og ég sagði ykkur í byrjun vikunnar, þá var ég að paufast uppi á háalofti á sunnudaginn – og þar fann ég gæru sem við höfum átt í mörg ár en ekki haft upp við (bara uppi á háalofti).  Forsaga málsins er sú að amma eiginmannsins átti þessa gæru, og því ekki alveg víst hversu gömul hún er.  En svört og hvít er hún og mjög loðið, og asskolli myndarleg.

Vonandi fatta allir að ég er alltaf að tala um gæruna, en ekki ömmuna elskulegu…

10419541_10205053562192057_4768322028198469104_n

…ég ákvað líka að leggja gæruna á gólfið fyrir framan arininn til þess að mynda hana og stökk til að sækja vélina – en þegar ég kom til baka, þá beið mín þessi sjón…

13-2015-01-11-233653

…kósý hjá honum, ekki satt?

01-2015-01-12-001450

…elsku kallinn!
Ef þetta er ekki “gripinn í bólinu svipur” þá veit ég ekki hvað er það 🙂

02-2015-01-12-001504_1

…og þar sem þessi gamli öðlingur var að kúra sér ofan í gæruna, þá bara varð ég að tylla mér hjá honum í smá stund…

04-2015-01-11-233425

…hann var mikið að trodda hausnum ofan í hnusa og þefa…

03-2015-01-11-233422

…sá sennilegast fyrir sér galvaskar rollur á skoppi um hlíðar, hérna endur fyrir löngu…

05-2015-01-11-233432

…svo bættist þessi í hópinn.
En þessir tveir hafa horfst svona í augu í hartnær 16 ár núna…

05-2015-01-12-001633

…elsku Raffinn okkar ❤

06-2015-01-12-001723

…sjáið þið svipinn!
Þarna er að bætast við partýið…

07-2015-01-11-233449

…blessaður Stormur minn…

07-2015-01-12-001854

…peek a boo 🙂

08-2015-01-12-001957

…á meðan þessir kúrir í rólegheitum…

09-2015-01-11-233552

…þá klessir þessi sér í rólegheitum…

09-2015-01-12-002024

…þrír kúrukallar og ein gæra, tvær ef ljósmyndarinn er talinn með…

13-2015-01-12-002515

…annars bara allt í rólegheitum…

10-2015-01-11-233614

…enda ekki annað hægt með þessum…

12-2015-01-12-002131

…og svo er spurningin, ætli ég sé með nóg af kertum?

14-2015-01-14-172001

Þú gætir einnig haft áhuga á:

6 comments for “Kózýtæm…

 1. Margrét Helga
  15.01.2015 at 09:38

  Yndislegar myndir! Það sem mér finnst frábærast er munurinn á myndinni þar sem Raffi liggur einn á gærunni (fjórða mynd ofanfrá) og svo þegar hann horfist í augu við manninn þinn…takið eftir muninum á munnvikunum á Raffa! Það er eins og hann brosi þegar maðurinn þinn kemur til hans. Greinileg væntumþykja þarna á ferðinni.

  Annars bara yndislega kósí hjá þér eins og alltaf…ekki nóg með að mig langi til að breyta og bæta þegar ég skoða bloggið hjá þér heldur er mig líka farið að langa í hund 😉 Úff…áhrifin sem þú og þín fjölskylda hafið! 😉

 2. Jenný
  15.01.2015 at 10:01

  Æ hvað “elsku kallinn” þinn (hundurinn) var heppinn að þú skyldir hafa farið upp á háaloft

 3. Hulda
  15.01.2015 at 10:11

  Æði og hundurinn yndi 🙂

 4. Anna Sigga
  15.01.2015 at 12:30

  AWWWWWWWhhhh….. þarf ekki hafa orð um það meir

  kerti hvað ? hinar myndirnar sitja í huganum 😉 hahahaaha

 5. Asa
  15.01.2015 at 12:46

  Yndislegt…..
  Jú kertafjöldinn sleppur en mætti þó alveg bæta við einu eða tvemur… 🙂

 6. Bjargey
  15.01.2015 at 13:17

  Dásamlega kósý hjá þér! Ég er að klára tiltekina eftir jólaskrautsniðurrifið mikla…..og finnst allt svo kuldalegt hjá mér svo ég kíkti hingað inn eftir innblæstri og varð ekki svikin frekar en í fyrra skiptið….skiptin….

Leave a Reply

Your email address will not be published.