Svona gerum við…

…er við þvoum okkar þvott, þvoum okkar þvott 🙂
Hér er ég að opinbera þvottahúsið (oh my god) þannig að þið verðið að taka því að þetta er þvottahús og því ekki fallegasta herbergi hússins.  En ég er að vinna í því aðeins núna og breyta því, einnig á eftir að útbúa hurð fyrir stóra skápasystem-ið, en það er svona seinni tíma verk.
Mig langaði rosalega að fá svona undirskápa (fyrir óhreint tau) og vera svo með þvottavél og þurrkarann hlið við hlið í góðri vinnuhæð.  En það var bara ekki að ganga upp vegna þess að við erum með vask við hliðina á þvottavélinni og ef við hefðum sett græjurnar hlið við hlið þá væri nánast ekkert borðpláss.  Svo fannst okkur nauðsyn að hafa vaskinn þannig að hægt væri að setja vatn í skálarnar hjá hundunum, og geta sett vatn í skúringarfötur og þess háttar.
Þannig að lausnin sem við komum með var að setja þurrkarann ofan á þvottvélinni, með borðplötuna á milli.
Þá vorum við komum með vask við hliðina og vaskaskáp undir, sem hægt er að geyma alls konar dóterí sem að litlir gaurar og skvísur mega ekki ná í.  Síðan er opið pláss með skúffusystemi fyrir óhreint tau, ég vildi ekki setja hurð fyrir þetta (sem ég sé reyndar eftir þegar að ég horfi á þessa mynd – karfan er sko bara svona full af því að það var verið að taka af rúmunum, annars er þetta mjög þægilegt 😉
Skápurinn hægra meginn er síðan fyrir sængurver og þess háttar sem að ég tími ekki að eyða skápaplássi inni í svefnherbergi í.  Innréttingarnar eru frá Ikea.  Við vorum að hugsa um að setja sökkla, en það nýtist betur að hafa þetta svona opið því að þá er hægt að geyma skónna (næstum skíði sökum stærðar) frá eiginmanninum – og takið eftir að hann greyjið er með skónna geymda undir innréttingunni en ég fæ aðeins betri aðstöðu – meira um það síðar.
Það væri æði að setja alls konar hillusystem fyrir ofan innréttinguna, en eins og þið sjáið þá er lúga upp á geymsluloftið þarna fyrir ofan, þannig að það takmarkar nýtinguna á plássinu á veggnum.
Við notum svo hitt veggplássið til að vera með snaga fyrir krakkana, daman á neðri snagana en litli gaur fær að nýta þá efri (sem áður geymdi veski og þess háttar).
Þegar að við fluttum inn þá var lítil geymsla, ca 1m X 1m, þarna til hliðar og svo var veggur að gestaklósetti.  Við tókum litla gestaklósettið, því að þar var tæplega pláss fyrir klósett, og tókum niður geymsluna.  Þess í stað stækkuðum við herbergið við hliðina á þvottahúsinu (núverandi skrifstofan) og tókum bara pláss í svona hillusystem sem við settum upp. Þið verðið að afsaka að það er bara alls konar draslerí í þessum hillum – enn og aftur, þetta er þvottahús 🙂
Við keyptum sem sé bara skápana tvo sem eru í miðjunni, með skúffunum.  Þeir voru á einhverju tilboði í Byko á sínum tíma og kostuðu 5000kr stk.  Sem var mjög vel sloppið.
Við bættum síðan við hillum út frá því þannig að úr varð heil eining.
Eins og þið sjáið þarna vinstra megin þá er ég vel gift, því að elskulegur eiginmaður minn smíðaði/hannaði fyrir mig þennan skóskáp.
Létum saga niður fyrir okkar stangir og hann setti þær síðan í – alger snilld!
Síðan sést hér vel að það þarf að fixa til skipulagið á þessu skápum ( allt í drasli ) – það er dýrt að kaupa bara körfur, eins og í efstu hillunni og ég er alltaf að hanna hurð fyrir þetta í huganum.
Ein hugmynd er t.d. svona:
http://traditionallymoderndesigns.blogspot.com/
Að hafa svona tvær rennihurðir fyrir skápunum, önnur gæti verið máluð með krítarmálningu og hin gæti verið með snögum og alls konar nýtilegu stöffi á.
Þarna sést t.d. að við erum bara að nota gamlar vírgrindur innan í hillurnar.  Ég get sagt ykkur að þó þetta líti út eins og kaós þá er þetta ákveðið skipulag.  T.d. eru vírkörfurnar fyrir peysur, húfur og vettlinga.  Daman vinstra megin, ég við hliðina, litli karlinn fyrir ofan skúffurnar og svo bóndinn efst ( hann er stæðstur ).
Síðan eru plastkassar með dóti sem ekki er notað nema endrum og eins þarna efst uppi.
Undir fatahenginu er síðan matarstöð strákanna okkar (hundanna 😉
Hitagrindin er síðan þarna undir flekagardínunum.
Hún leit svona út og var ekki til mikillar prýði…
en þetta er mikið snyrtilegra svona – eða það finnst mér alla vega!
Hitagrindarkassinn er líka fínn til að nýta plássið fyrir þvottakörfuna sem að þarf víst að eiga heima einhversstaðar greyjið.
Ásamt því að vera með hundrassahengjunum okkar fyrir ólar og þess háttar…
…og ofan á vélinni er síðan þvottaefni og dóterí sem að litlir fingur eiga aldrei að koma nálægt og þá erum við komin heilan hring í þvottahúsinu mínu.
Mér finnst ég vera hálfberrössuð að opinbera svona draslherbergi á netinu 🙂
En það fær kannski einhver einhverjar nýjar hugmyndir við þetta og síðan kemur síðar póstur með frekar breytingum á rýminu.
Home sweet home-hillan er gamalt DIY-verkefni og hægt að skoða það hér og hér!
Flekagardínan fyrir hitagrindinni er hér!
1,2 og 3 – allir rétta upp hönd sem eru hættir að nenna að lesa bloggið eftir að þeir komumst að því að ég á ógó ruslaralegar hillur (mér líður eins og Monicu í Friends þegar að Chandler komst inn í draslaraskápinn hennar  😉 ??

12 comments for “Svona gerum við…

  1. Anonymous
    04.01.2012 at 09:04

    Ég get sko allavega alveg sagt þér að það er nú meira drasl í mínu þvottahúsi;) Annars er nú stefnan að laga það aðeins til þegar að það er búið að laga prinsessuherbergið sem að við byrjuðum á í gær. Var einmitt að spá í flekagardínulausnina sem að ég sá í þvottahúsinu sem að lesandi sendi inn og flokka draslið betur í sætar körfur og kassa;)

    Kv.Hjördís

  2. 04.01.2012 at 09:31

    þetta er nú með betri þvottahúsum sem ég hef séð 😉

    Ég er græn hérna af öfund yfir skápaeiningunni, vá hvað ég væri til í að koma svona fyrir hjá mér og geyma allt þetta sem tekur svo mikið pláss annarsstaðar 🙂

    Hlakka til að sjá breytingarnar

  3. Anonymous
    04.01.2012 at 09:41

    Þetta er eitt glæsilegasta þvottarhús sem ég veit um!!!
    Það þarf nú ekki miklar breytingar aðeins að laga stóra skápinn og þá er þetta komið !

    Kv. Margrét

  4. Anonymous
    04.01.2012 at 10:14

    Gaman að sjá hvernig þú hefur komið öllu haganlega fyrir hjá þér. Er spennt að sjá hvernig breytingarnar verða. Segi eins og hinar, þetta er nú eitt glæsilegasta þvottahúsið sem ég hef séð. Takk fyrir að deila þessu með okkur 🙂

  5. Anonymous
    04.01.2012 at 10:22

    Púff, þú þarft sko ekki að kvarta undan drasli, rosa flott hjá þér! Ég er með lítið þvottahús og er að leita að hugmyndum um hvernig væsi best að koma öllu sem best fyrir… Fínar hugmyndir hjá þér hlakka til að sjá meira!

    Kv. Eybjörg.

  6. 04.01.2012 at 13:03

    Held það sé nokkuð ljóst að allar sem lesa bloggið þitt eru með heimili, með öllu sem því fylgir og vitum hvað fylgir þvóttahúsum. En ég tek undir með þeim, þetta er eitt snyrtilegasta þvottahús sem ég hef séð. Mitt er td fyrir inann eldhúsið, sem ér mjög þægilegt, þá er hent í vel í miðjum eldhúsverkum, en þar af leiðandi nýtist það sem búr og geymsla líka fyrir öll heimilistækin sem hafa safnast upp á 20 árum (djupsteikingarpottur sem aldrey er notaður, moulinexvel, osfr) draslið er óheyrilegt, öllu hent þar inn!
    En svo stendur húsfreyjan stundum dreymin í þvottarhúsdyrunum og lætur sig dreyma um yfirhaldningu eins og þú byrtir frá lesanda.
    Þitt þvottarhús er s.s. draumur í mínum augum.
    kveðja Stína

  7. Anonymous
    04.01.2012 at 15:42

    Glæsilegt þvottahús – ég rétti upp hend 😉

    Kv. Karítas

  8. 04.01.2012 at 17:38

    Múhahaha….það er ekki svona mikið drasl í mínu þvottahúsi! :Þ en það er vegna þess að það er fjórum sinnum MINNA! Úff hvað ég væri til í svona stórt þvottahús. Það standa reyndar yfir major breytingar í þvottahúsinu mínu og það er ALVEG að verða tilbúið. vantar bara hurðarnar á skápana…þá verður það opinberað á netinu. úff….ég er bara strax komin með hnút í magann :Þ úber flottar lausnir hjá þér..t.d. með hitagrindina og sneddý hugmynd að hafa snaga á ytri rennihurðinni sem þú ert að spá í aðsetja fyrir stóra skápinn (S T Ó R A skápinn….sleeef).

  9. Anonymous
    04.01.2012 at 21:13

    Ég ætla sko ekki að rétta upp hönd :). Ekki það mikið drasl að ég hætti að lesa bloggið!

    Kv Dóra

  10. Anonymous
    09.01.2012 at 11:16

    Ekki afsaka draslið, þetta er flott hjá þér og sýnir að þarna býr vel funkerandi fjölskylda. Á mörgum myndum og hugmyndum sem maður sér er svo fínt og maður getur ekki ímyndað sér að fólk búi þar. Cosy og flott vaska hús þar sem hver hlutur á sinn stað 😀

  11. Sigga Helga
    19.09.2013 at 15:49

    Frábært hjá þér eins og allt sem þú gerir 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *