Svo langt frá pjatti…

…en þó svo stutt 🙂

2013-09-17-182044

Hjartans þakkir fyrir öll fallegu kommentin í gær, þið eruð svoddan yndi.
En hins vegar varð bara almennt uppnám, eða svona næstum 😉

“Hvar eru yfirhafnirnar?”

“Hvar eru skórnir?”

Því er best að  útskýra þetta allt saman, en varúð – þvottahúsmyndir eru sjaldnast mikið augnayndi!

Húsið hjá okkur er þannig að þú kemur inn í pjattstofuna forstofuna og strax á hægri hönd er þvottahúsið.  Við vorum aðeins að spara þegar að við fluttum inn og ákváðum að kaupa ekki hurð strax, það er ákvörðun sem að hefur margborgað sig (kaldhæðni) því að hurðarnar eru núna 3 sinnum dýrari, í það minnsta.

Þegar setið er á bekkinum góða, þá er þetta útsýnið…

2013-09-19-093647

…en að sjálfsögðu eru plön um breytingar, því að fyrir stóra innbyggða skápinn á að koma hurð.  Mig langar að reyna að fá hurð sem verður í stíl við snagabrettið, svona smá vintage fílingur.  Mig langar í svona flekahurð…

36a0b3d1e6d515807c036ca9954d3853

e68958d2044783e6b8b5abd81ff6ff66

..en það er seinni tíma “vandamál”, hins vegar hef ég áður sýnt ykkur þvottahúsið (smella hér)og þá leit innbyggði skápurinn svona út…

2011-12-28-235242

…hins vegar þegar að ég fór í forstofumeikóvergírinn þá var farið að pæla hvað væri hægt að gera við kápur, jakka og þess háttar.  Þegar ég fór yfir skápinn góða þá sá ég að það var fátt eitt sem að var notað að staðaldri.  Flest var bara notað endrum og sinnum, og sumt ekki neitt.  Niðurstaðan var sú, taka niður annan skápinn og setja upp lengri stöng fyrir fötin…

2013-09-19-093614

..ok þetta er kannski ekki bjútífúlt, en hins vegar er þetta þægilegt og verður mun fegurra þegar að hurð verður komin fyrir.  Á þá hurð eiga síðan að koma snagar og annað sem auðveldar umgegni.  Reyndar er ekki búið að klára skipulagið í skápnum sem eftir er, en þið sjáið þetta nokkurn vegin…

2013-09-19-093557

…varðandi skóvandann, þá er t.d. stór plaskassi undir jökkunum sem að geymir slatta af umfram skóm bóndans (sem eru stórir sem skíði), en ég er hins vegar með mína í skógrindinni góðu sem bóndinn minn handlagi útbjó.  En þar að auki er karfa þarna undir sem geymir aukaskó frá krakkagrislingunum…

2013-09-19-093524

…hinum meginn í þvottahúsinu er innrétting með þvottavél og þurrkara…

2013-09-19-092944

… tveir skápar, annar sem geymir sængurver en hinn er með alls konar hreinsiefni.  Grindin fyrir þvottinn var höfð í opnu rými með vilja, þannig að hægt sé að setja hluti sem eru stundum rakir eða blautir (tuskur og handklæði) þarna á

2013-09-19-093005

…við ætluðum að setja sökkla á innréttinguna en það kom fljótt í ljós að þetta væri kjörið svæði fyrir fleiri skíði af bóndanum, þannig að enginn sökklar hér…

2013-09-19-093414

…eftir að ég tók niður Home Sweet Home hilluna þá settum við upp þessar stangir og meððví frá Ikea, og ég er frekar kát með þetta.  T.d. geymir taupokinn þarna einstæða sokka sem eru að leita að deiti…

2013-09-19-093229

…snagar fyrir skæri og annað smálegt, og auðvitað þvottaefnið stendur þarna í grindinni…

2013-09-19-093233

…Jájá, ég veit, éh tek miðann af þvottaefninu af því að mér finnst skemmtilegra að sjá bara hvíta flöskuna (klikkhaus sem ég er)… 2013-09-19-093235

…síðan er kjörið að vera með körfur og annað fyrir alls konar smálegt sem að til fellur, sem og auka löbera…

2013-09-19-093208

…þetta er reyndar ein snilldin sem að ég fékk í Ammeríkunni, þetta er svona krítarpenni, snilld!

2013-09-19-093259

…hér sést síðan stór ástæða þess að hægt er að hafa snyrtilegt framm, fatahengi fyrir krílin er þarna fyrir innan, og það er alger snilld…

2013-09-19-093328

…þar raða þau auka skónum sínum (stundum) og þar eru bara þessir helstu skór sem eru í notkun að hverju sinni…

2013-09-19-093408

 

…og þá ertu komin hringinn í þvottahúsinu og sérð fram í pjattið…

2013-09-19-093318

…það er síðan um að gera að setja hitt og þetta inn í þvottahúsið sem að gleður augað…

2013-09-19-093621

…svo þarf að vera praktík líka, eins og karfan þarna sem geymir umfram eldhúsrúllur og annað slíkt…

2013-09-19-093821

…og þannig er það þá!

Við erum reyndar með eitt rými inn af þvottahúsinu, og út í bílskúr, og planið er að breyta því í “mudroom” eða annað svona fataherbergis/inngangs/eitthvaðdæmi, en það kemur síðar.  Þá hugsa ég mér einmitt gott til glóðar innar að nota stóóóóóóra fatahengið inni í þvottahúsi fyrir fötin okkar, svona eins og viðbótarfataskápur.

Ekki veitir af!

 • En sem sé, ef það er séns að koma fyrir hengi fyrir krílin í þvottahúsi eða inni í skáp, úr augsýn allra, þá er meiri líkur á að halda hreinni forstofu.  Síðan ef séns er, vertu með aukahengi fyrir ofan sem getur tekið eina og eina yfirhöfn af stóra fólkinu.
 • Vertu með poka fyrir blöð og bæklinga, eða það sem betra er, körfu og þá þarf ekki að safnast upp svoleiðis í forstofunni,
 • Vertu með skál fyrir lykla og þess háttar.
 • Vertu bara með helstu skópörin frammi við, þau sem er sjaldnar notuð mega geymast í körfum/kössum.

2013-09-19-093828

Hjálpar þetta eitthvað?

Eða eru bara allir í taugaáfalli yfir þvottahúsinu? 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

17 comments for “Svo langt frá pjatti…

 1. Margrét Helga
  19.09.2013 at 11:21

  Ekkert smá flott hjá þér! Og þvottahúsið er mest kósí þvottahús sem ég hef séð! 😉

 2. Rannveig Ása
  19.09.2013 at 11:30

  Það er með ólíkindum hvernig þér tekst að koma öllu í röð og reglu í óreiðunni. Ok, ég geri mér grein fyrir að þú hlýtur að taka aaaaaðeins til fyrir myndatöku, en gavöööð hvað þetta er snyrtilegt hjá þér!

  Knús,
  Rannveig Ása

 3. Margrét
  19.09.2013 at 11:36

  Tekur þú að þér að henda fyrir fólk, ég er búin að sjá það að ég er einfaldlega með of mikið að drasli í kringum mig!! Ég er einmitt með inanngengt þvottahús úr forstofunni en það er ekki pláss þar fyrir svona fíneríis skipulag fyrir drasli sem kemst ekki fyrir í bílskúrnum fyrir……. einmitt, drasli!!!! GRÁT!

 4. Elín
  19.09.2013 at 13:31

  Forstofan er algjör draumur, myndi sitja á bekkum hálfan daginn;) gæti líka alveg hugsað mér svona þvottahús….kósý vinnuaðstaða! Æðislegt hjá þér að vanda:)

 5. María
  19.09.2013 at 14:30

  Sniðug.
  Mér finnst svona flekahurðir rosalega flottar.

 6. Anna Sigga
  19.09.2013 at 15:50

  Mér finnst þetta svindl…..meina þú ert með stórt þvottaherbergi!
  En það er rosa flott 🙂

  Glæsilegt að vanda , kv AS

 7. Sigga Rósa
  19.09.2013 at 20:36

  Snyrtilegt þvottahús hjá þér:)

 8. 19.09.2013 at 21:41

  Flekahurðirnar eru æðis og ég er ángæð með þig, með uppáhalds bláa litinn líka í þvottahúsinu- vel gert!

 9. 19.09.2013 at 21:49

  Mér finnst þetta nú með þeim snyrtilegri þvottahúsum sem ég hef séð!! 😉

 10. Vala Sig
  19.09.2013 at 22:54

  Þvottahúsið er frábært elska stangardótið frá ikea

 11. Anna Gyða
  19.09.2013 at 23:16

  Ég var nú ekki að kvarta í síðasta kiommenti, meira svona “öfundsveitekkihvernigégættiaðfaraaðþessu” pæling 🙂 En takk fyrir að sýna okkur, algjör snilld og mörg góð trix! Þú ert algjör snillingur. Ég mun framvegis amk fela mesta skósúpuna inn í skáp (þó hann sé ekki 100% raðaður) og lyklaskál er sniðug hugmynd.

  • Soffia - Skreytum Hús...
   19.09.2013 at 23:21

   Elskan mín, ég tók kommentinu þínu ekki sem kvarti – langt því frá 😉

   Takk bara fyrir að nenna að kommenta, og þið allar!

 12. 19.09.2013 at 23:40

  finnst þetta þvottahús bara alveg magnað 🙂

 13. Óla
  20.09.2013 at 09:21

  Þetta er svo fallegt hjá þér 🙂

 14. Audur
  20.09.2013 at 09:22

  Þetta er bara æði 🙂

 15. Þórný
  20.09.2013 at 14:37

  Takk fyrir skemmtilegt blogg!! Vantar eina Dossu heim til mín 😉 Þú ert snillingur!

 16. Kristín Thomsen
  21.09.2013 at 16:26

  Þetta er snyrtilegasta og krúttlegasta þvottahús sem ég hef séð. Vildi óska að mitt væri eitthvað í líkingu við þetta!!!

Leave a Reply

Your email address will not be published.