Gefið mér P…

…gefið mér Á, gefið mér S, K, A, R – hvað höfum við þá PÁSKAR!
Hér kemur öfureinfalt DIY, það eina sem þarf er að prenta út nokkrar blaðsíður með stöfum, þið veljið þá leturgerð sem þið viljið og stærðina, síðan er bara að prenta og klippa…
 …nota blaðsíður úr gamalli bók eða fallegan skrapppappír og límstifti… 

…síðan bara að gata blaðsíðuna að ofan og draga snærispotta í gegn…

…þar með er komið smá Páskahengi, sem er auðveldlega hægt að heimfæra á hvaða tilefni sem er.  Til dæmis gæti verið gaman að útbúa svona fyrir afmælisveislur 🙂

Svo að lokum örfáar viðbótar myndir af eggjunum mínum, þau eru svo mörg og svo var gaman að sjá munin á þeim mynduðum í dagsbirtunni…

…borði um eggið og síðan litlir límmiðar…


Þið megið endilega segja frá hvort að þið hafið farið að “verpa”, nú eða útbúa páska-skraut-borða 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Gefið mér P…

 1. Anonymous
  02.04.2012 at 22:09

  Ég reyndar verpi ekki eggjum 😀 en ég gerði tvö litil skraut egg úr alvöru eggi … mjamm gerði gat á báða enda og blés innihaldinu út. Sonurinn 4 ára fékk að prufa lika 🙂 tókst vel til og hann skreytti sitt egg með tússlitum en ég með dóti sem ég keypti í tiger 🙂 það er plasthólkur með munstri á sem sett er um eggið og egginu skellt í sjóðandi vatn og hólkurinn bráðnaði utan á eggið eða “minnkaði” algjör snilld 😀

  þetta er fyrir þá sem eru ekki snillingar í höndum 😀

  bestu kveðjur frá einni sem fylgist með en kvittar þó sjaldnast fyrir,
  Anna Sigga.

 2. 02.04.2012 at 22:42

  Ég fór í Megastore í dag og ætlaði að næla mér í nokkur egg til að “verpa” en allt uppselt:(

 3. 02.04.2012 at 22:44

  Hljómar spennó Anna Sigga 🙂

  Íris, fór líka í dag og sá það sama – hins vegar veit ég að svona egg fást í föndurbúðum, t.d. A4.

 4. 02.04.2012 at 23:19

  þú ert svo sniðug!

  mig langar að forvitnast, hvar getur maður fengið svona fína grein eins og þú notar svo vel í skreytingarnar þínar, þessa sem er í/á borðstofuljósinu þínu 🙂

 5. 03.04.2012 at 21:04

  flott páska-lengja 🙂 á klárlega eftir að prufa þetta fyrir afmæli eða Jól 😀

  kv. Bryndís

Leave a Reply

Your email address will not be published.