Krukkurnar góðu…

…fengu mikla athygli í póstinum í gær.  
Þannig að það er eins gott að játa hvaðan þær koma 🙂
Þetta er í raun allt henni Stínu Sæm að kenna/þakka 🙂  Hún birti nefnilega póst um búðina Evitu á Selfossi og þegar við vorum á ferð þarna í seinustu útilegu sumarssins, þá varð ég að stökkva inn.
Búðin er full af ofsalega fallegum vörum, og þar á meðal voru krukkurnar góðu.

…þær kostuðu báðar saman rétt um 4þús kr, síðan bætti ég við þessum hvítu hjörtum og setti þau í gróft snæri og setti utan um hálsinn á þeim…
…þar að auki keypti ég líka háa hvíta stjakann sem er aftastur á bakkanum og þennan litla sem er fremst hægra megin… 

…síðan voru reyndar tveir yndislegir löberar sem duttu ofan í tösku, en við sjáum þá bara síðar.  Annar þeirra er í sama stíl og litla diskamottan sem er undir krukkunum á myndinni…

…ég var reyndar búin að hugsa um að setja sykur og hveiti í krukkurnar, en í augnablikinu geyma þær kertaforðann – sem er mikið nýttur þessa dagana í þessum kulda sem kom skyndilega..

…eins og sést :)…
…og krukkurnar komnar á tímabundin dvalarstað… 

…en á morgun, viljið þið sjá þetta?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

9 comments for “Krukkurnar góðu…

 1. 29.08.2012 at 08:44

  ó mæ hlakka til á morgun!!!

  en mikið rosalega eru þetta flottar krukkur og kertastjakarnir eru yndislegir

 2. Anonymous
  29.08.2012 at 10:24

  Bíð spennt!!
  Elsk´essa búð Evítu…

  Gurrý

 3. 29.08.2012 at 14:09

  Hlakka til á morgun! Og þessar krukkur eru algjört æði 🙂

 4. Anonymous
  29.08.2012 at 15:56

  Viljum við sjá – að sjálfsögðu viljum við sjá 🙂 Veiiiii, eitthvað til að hlakka til 🙂
  Bkv. Unnur.

 5. Anonymous
  29.08.2012 at 17:08

  Bíð eftir morgundeginum,hlakka til að sjá fegurðina sem þú birtir þann daginn:-):-)
  kv GUÐRÚN

 6. Anonymous
  29.08.2012 at 21:24

  Rakst á þessa síðu… æðisleg en langað að spurja þig hvort þú vissir hvað liturinn á veggnum með klukkunni heitir?
  Kveðja Kolbrún

 7. 29.08.2012 at 23:04

  Sæl Kolbrún og velkomin 🙂

  Hérna sérðu litina:

  http://dossag.blogspot.com/2012/06
  /litaval-her-heima-hja-mer.html

 8. Anonymous
  30.08.2012 at 13:47

  Sæl;

  Alltaf allt jafn flott hjá þér.

  Langar að spyrja, hvíti bakkinn sem stendur upp við vegginn á borðinu, setturu sjálf myndina á hann, ef svo er, hvernig gerðiru það?

  Kv.
  Anna

 9. Anonymous
  30.08.2012 at 22:17

  Sæl

  Mjög flott hjá þér. Mig langar svo að vita hvar þú fékkst Family ruels spjaldið

  Kær kveðja Íris

Leave a Reply

Your email address will not be published.