Skrifstofa – hvað er hvaðan I?

Jæja….úff!  Takk kærlega fyrir öll fallegu kommentin og ég held að ég verði jafn lengi að skrifa þennan póst eins og að gera herbergið 🙂
Ég vissi að ég vildi herbergi sem gæti þjónað öllum fjölskyldumeðlimum, og þegar að ég sá þessa mynd á netinu, þá var ég komin með hugmynd að skipulagi herbergisins. Sko, það er brillijant að finna hugmyndir á netinu og beita þeim heima hjá sér 🙂
Rambling Renovators
En hins vegar langaði mig ekki í gráa, eða hvíta borðplötu.  Ég vildi ná svona hlýju inn í herbergið og svona meira vintage fíling, því kom sú hugmynd að útbúa plöturnar.
Fyrsta vers:  borðið góða!
Herbergið er 2,48m x 2,80m.  Þegar að við ákváðum að gera L-skrifborð inn í herbergið þá hljómaði það einfalt, en að finna borðplötu sem hentaði var hægara sagt en gert.  Þannig er málið að á flestum stöðum þá eru plöturnar oftast ekki lengri en 2,40m.  En þá vantaði 8 cm upp á.  Við fengum tilboð í límtrésplötu á borðið, saga hana skáhalt í horn og kostnaðurinn þetta saman var næstum 40 þús kr.  Okkur fannst það frekar mikið.
En síðan fórum við á smá Bauhaus-rölt og fundum þar gólffjalir sem að við vorum alveg að fíla, þær voru að vísu ekki alveg rétta þykktin en því er hægt að redda *blikk blikk*.  Því var ákveðið að kaupa gólffjalirnar og við keyptum MDF-plötu sem við skárum til og settum undir.  Þannig að bóndinn við boruðum upp tréspýtur, sem veittu stuðning upp við veggi, og líka eina skáhalt í hornið.  Ofan á þær kom síðan MDF-platan – en hún var höfð ca 10 cm styttri en breidd borðsins, og ofan á MDF koma síðan gólffjalirnar…
…sjá bara hvað þetta eru falleg samskeyti hjá bóndanum…
…þarna sést í veggspýturnar, og líka sést að platan er ekki nógu þykk þarna, og það sést í brún MDF-plötunnar undir, því hún var höfð styttri…
…pælingar með bæs, og að lokum völdum við Tekk Viðarbæs, bara svona til að vera í “stíl” við restina af húsgögnunum okkar…
…bæsun hafin…
…og síðan eftir fyrstu umferðina…
..boruðum gat fyrir snúrurnar, og smá aukasaga:  þegar við vorum að bæsa innan í gatið þá vorum við svo gætin að ekki færi dropi á gólfið, en þegar við vorum búin – þá rak einhver (bóndinn) sig í brúsann og dökkt bæs fór út um allt!!  ALLT!  Ég ákvað deila þessari sögu þar sem að vinkona mín var svo glöð að heyra þetta, sagði að þetta gerði mínar framkvæmdir “mannlegar” *fliss*
Við náðum að þrífa þetta með Undra, sápunni, alger snilld!
Reyndar náðum við ekki að þrífa allt sem fór á grey Expedit-inn, en gátum reddað því með því að skipta út plötunni sem að við notuðum ekki…
…en svona kom þetta svo út í lokin, og ég er bara ansi hreint kát með þetta…
…skelltum söguðum af einni fjölinni ca 4 cm bút og bættum neðan við borðið, þannig þykktum við það, þess vegna var MDF ekki eins breið og við vildum hafa borðið, því annars hefði sést í brúna á því þarna 🙂  skiljú?…
…fyrir bæs og eftir…
…hlýr og djúpur viðartónn og borðið er 60cm djúpt…
…og svona bara fínt –
skiptum þessu upp í tvo pósta í dag 🙂
Risa skrímsla stór póstur væntanlegur um hádegi!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

8 comments for “Skrifstofa – hvað er hvaðan I?

 1. Anonymous
  13.09.2012 at 08:12

  Þetta er frábært hjá þér.
  kveðja Svava

 2. 13.09.2012 at 08:19

  Ert svo mikill snillingur Dossa, þarft bara að koma í H&M ferð hingað til Horsens og vinna fyrir þér hjá mér fyrir innkaupunum 🙂

 3. Anonymous
  13.09.2012 at 08:30

  Til lukku! Vá hvað þetta er flott. Takk fyrir að deila með okkur.

  Kv. Natacha

 4. 13.09.2012 at 08:57

  sniðug redding með borðplötuna, gaman að sjá detaila 😉

 5. Anonymous
  13.09.2012 at 09:17

  Þið eruð bara snillingar hjónin.Þetta kemur geggjað út.
  Kv. Auður.

 6. 13.09.2012 at 10:26

  vá þetta er brill, gott að reddaðist með bæsið :-þ

  hlakka til að sjá meira 🙂

 7. Anonymous
  13.09.2012 at 10:38

  Sjúklega flott hjá ykur borðplatan! Þú mættir alveg láta fylgja með kostnaðinn við þetta allt saman, svo maður viti ca hvað maður er að fara útí ef ske kynni að maður leggði í skrifstofubreytingar á næstunni

  – Lilja

 8. Anonymous
  13.09.2012 at 10:46

  Glæsilegt, þið eruð snillingar, ég vildi að ég hefði brota brot af framkvæmdargleði ykkar kv.Berglind

Leave a Reply

Your email address will not be published.