RH jól…

…því á mánudaginn þá sýndi ég ykkur dásemdarjólin hjá barnadeildinni í Restoration Hardware búðinni í USA.  Núna kemur því fullorðins útgáfan af þeim pósti…

….úffff, þessir sokkar eru svo flottir og ég gæti held ég ekki valið bara einn lit, mjög erfitt 🙂

…ég elska að blanda saman svona rustic og grófum stíl með smá bling, það þarf alltaf smá andstæður – svona salt og pipar.  Síðan elska ég kransa og jólatré, þannig að ég horfi á þessa mynd og fæ bara stjörnur í augun…

…hreindýrahornakrans – hann er frekar kúl finnst mér!
Ég er ekki hrifin af því að skjóta dýrin, enda er ég Disney-Bamba-heilaþvegin, en mér finnast hornin ofsalega falleg.  Gæti ekki hugsað mér alvöru held ég, en svona “gervihorn” – þau gætu alveg blivað…

…ohhhh – þetta er svoooooo einfalt, en bara svo yndislega fallegt!

…já takk, ég skal fá mér sæti…

…spegill spegill herm þú mér, hvað ætli það myndi kosta að fá þig hér?

…og svo ekki jól, en bara fegurð!
Sjáið ljósin, og speglaborðin, og svarta stólinn, og…

…Aaaaaarrgghh, sófinn og fuglabúraljósi, arininn og allar myndirnar á veggjunum…

…og gömlu-hurða-höfðagaflinn, svo ekki sé minnst á að vera bara með kristalsljósakrónur sem náttborðsljós – bara lítið og einfalt 😉

…þetta er bara töff, það er bara þannig!
Hvað er uppáhalds hjá ykkur?
Grófu trén og kransinn, jólasokkarnir og ljósagreinarnar heilla mig alveg 🙂

All Photos via Restoration Hardware

7 comments for “RH jól…

  1. 17.10.2012 at 08:37

    þvílík fegurð… mig langar í pre-lit jólatré… og nokkrar svona vafðar greinar með ljósi

  2. Anonymous
    17.10.2012 at 09:44

    Jeminn góður hvað þetta er allt fallegt! kv. Berglind

  3. Anonymous
    17.10.2012 at 11:14

    ó svo fallegt 🙂
    En með hreindýrshornin, þá hefur maður nú stundum fundið horn sem dýrin fella á víðavangi hér á austurlandinu, svo þetta er hugmynd ef maður skyldi detta niður á horn 😉
    kv.
    Halla

  4. mAs
    17.10.2012 at 12:24

    Þetta er allt svo fallegt, húsgögnin og ljósin og mig vantar einmitt svona spegill:-)
    Bestu kveðjur Stína

  5. Anonymous
    17.10.2012 at 13:59

    Fallegt, fallegt, fallegt
    kv.
    Sigga Maja

  6. Anonymous
    18.10.2012 at 12:05

    uuuuhh jólasokkarnir höfðuðu helst til mín kanski af því ég var að skoða jólafærsluna þína og bara sit föst í jóla- hugleiðingum 😀

    Takk fyrir að deila 🙂

    kveðja AnnaSi

  7. Anonymous
    19.10.2012 at 16:23

    Ohhh, allt svo fallegt – ýtir enn frekar undir fullsnemmbúinn jólafílinginn sem ég er búin að vera í. Væri svooo til í svona hreindýrahornakrans, finnst hann æðis!

    Knús,
    Anna Rún

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *