Herbergi litla mannsins…

…kemur hér í smáatriðum.  Eða svona nokkurn vegin vona ég 😉
Í það minnsta útskýringar á hillum, plöttum og þess háttar.  Ef það eru síðan einhverjar frekar spurningar, þá er bara að bauna þeim á mig og ég skal gera mitt besta að svara.
Hugmyndin að skýjunum og trjágreininni kom eiginlega bara um leið.  Ég hef lengi gengið með skýjabólstra í maganum hohoho.  En pælingin var bara hvernig væri best að standa að þessu.
Þá kom Ikea inn í myndina, eins og svo oft áður.
Ég hef notað Ribba hillurnar frá Ikea víða. Þær eru í eldhúsinu, fyrra herbergi litla mannsins og auðvitað í skrifstofunni.  Þannig að ég ákvað að einfaldasta lausnin væri að notast við Ribba.  Þær eru ódýrar og auðveldar í uppsetningu 🙂
Síðan áttum við MDF-plötu í bílskúrnum og ég lagði hillurnar niður á hana, og strikaði eftir henni, svona til þess að fá rétta málið.  Síðan teiknaði ég grein fríhendis, sem að var breiðari og lengri en hillan sjálf…
…og það sama má segja með skýin.  Lagði niður hillurnar og strikaði eftir þeim og það var að grunninum á hverju skýji…
…þetta sýnir aðeins hvernig ég lagði hilluna niður og teiknaði síðan útfrá henni.  Þessi hilla er að vísu svört til þess að sýna betur, en ég notaði síðan að lokum hvíta hillu framan á…
…skýin voru máluð með hvítum akrýl grunn frá Litalandi….
…og greinin máluð í brúnum lit…
…og hér sést þegar að greinin er lögð framan á hilluna (sem er enn í plasti þarna)…
…og svona var sem sé útkoman:
 Þetta hljómar sennilegast flóknara en það er, en þetta er sem sé bara:  Taka málið á hillunum, saga úr MDF með stingsög, strjúka kanta með sandpappír og svo mála 🙂
Við boruðum síðan greinina beint framan á svörtu hilluna, eftir að hafa fest Ribba-hilluna í vegginn, eins og sést vel á borgötunum á greininni…
…en til þess að festa upp skýin.  Þá lögðum við Ribba ofan á, og merktum við þar sem bora þarf göt.  Síðan boruðum við göt, merkilegt nokk 🙂

Síðan var hillunum fundinn staður á veggnum inni í herbergi, en áður en hún var fest upp með skrúfum, þá skelltum við skýjunum á milli, þannig að þau eru í raun á milli veggjar og hillu, eins og sést nokkuð vel á þessari mynd…
…og þar með voru skýbólstrar komin upp á vegg.  Það gæti líka verið skemmtilegt að teikna ský sem myndu vera líka “bólstruð” undir hillunni, en í þetta sinn var þetta það sem mig langaði að gera 🙂
…ég teiknaði þrjú ský, og ætlaði að festa þau öll á vegginn.  En þegar að fyrstu tvö, og greinin, voru komin á sinn stað þá fannst mér þessu þriðja verða ofaukið…
…en þegar að ég var búin að raða á fyrstu tvö skýin…
…og hætt að skríkja af ánægju yfir því að vera loksins komin með skýin mín….
…þá ákvað ég að bæta þriðja skýinu bara ofan á trjágreinina.  Eftir á að hyggja er ég mjög sátt með það, finnst það koma skemmtilega út og létta á greininni…
…en eins og sést þá voru stór skrúfuför framan á hillunni…
…og því var gamla góða OneTime-ið, spaði og málningarfatan með brúnu málningunni, sótt í bílskúrinn…
…OneTime sett með spaðanum og hann notaður til þess að strjúka yfir og slétta…
…og svo blettað með smá pensli og la voila, götin eru horfin!
Síðan bætti ég við vegglímmiðum frá The Land of Nod, sem að ég keypti í sumar…
…ég er að vísu búin að breyta aðeins uppröðuninni síðan þessi mynd var tekin.
Þannig að ég er sátt við límmiðana núna 🙂
Smá tips:  þegar þið setið upp vegglímmiða.  Byrjið á því að taka límið af spjaldinu sem er meðfram límmiðunum af, þannig ertu komin með blað sem er eins og risastór síða í límmiðabók.  Geymið síðan þetta blað og þá er alltaf hægt að taka miðana af veggjunum og setja til geymslu á blaðið…
…rúmið er gamall ættargripur, yfir 50 ára gamalt.
Náttborðið er úr Ikea, var áður í svefnherbergi okkar hjóna – endurvinnslan alltaf í fullum gangi 🙂
Uglurnar eru aaaaammmerískar, sú brúna frá Target en sú græna er frá Pottery Barn Kids.
Sveppakollurinn er úr heildsölu, og ég veit því miður ekki til þess að hann sé til sölu neins staðar núna.
Liturinn er sá sami og er í svefnherberginu og eldhúsinu, þetta er official litur heimilisins, SkreytumHús-liturinn og fæst í Slippfélaginu.   Liturinn er grábrúnn, fer svoldið eftir því hvað er sett með honum og hvernig birtan er
Mottan er frá Ikea.
Töskurnar eru frá Tiger…
…löberinn á borðinu er frá Ikea og ég verð að segja að það er snilld að vera með löber á svona dökkum borðflötum.  Sparar manni hellings afþurrkunarkomplexa 🙂
þá erum við komin í hornið og þarna sést í plattana mína góðu…
…annar plattinn er gamall frá ömmu eiginmannsins…
…hinn fannst svo í Daz Gutez Hirdoz…
…svo er bara spreyjað!  Ekkert sérstakt sprey, bara það sem ég á – notast bara við gömlu góðu regluna,   sprey and sway = sumsé ef þú ert að spreyja þá þarftu að hreyfa hendina stöðugt fram og til…
…eins og þið sjáið á efri myndinni þá lekur spreyjið aðeins til.  En það er í lagi því að það lagast bara þegar að þið spreyjið næstu umferð.  Þetta er sem sé allt í gúddí elskurnar mínar…
…ég átti síðan einn lítinn platta til viðbótar, sem var áður spreyjaður hvítur.
Þess vegna er hann svona mikið ljósari en græni stóri plattinn…
…ég ákvað síðan að nota bara tvö platta en ekki alla þrjá!
…gríaffinn er gamall og er frá Ikea,
Þannig að svona var þetta þá 🙂
Vona að ég sé búin að svara flestum spurningum sem hafa komið upp, annars má bara bauna þeim á mig í kommentum eða á Facebook og ég skal gera mitt besta að svara öllum!
Hvað er ykkar uppáhalds?
Skýin eru svoldið mikið krúttin mín, annars er ég ágætlega sátt við þetta allt saman!
En þið?
Athugið að þessi póstur er fullur af hlekkjum á staðina/póstana með nánari útskýringum, þannig að smellið eins og þið getið.  Allt sem er feitletrað og undirstrikað er hlekkur 🙂
p.s. afsakið að ég sveik ykkur um þennan póst á fös eða lau, var bara á haus að sauma eyru – nánar um það á morgun 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

12 comments for “Herbergi litla mannsins…

 1. Anonymous
  12.11.2012 at 08:13

  Þú ert algjör snillingur!! Svo gaman að fylgjast með blogginu þínu. Ég kíki á það í hvert sinn sem ég fer í tölvuna, eða sem sagt oft á dag 😉

  Takk fyrir allar frábæru hugmyndirnar!

  Bestu kveðjur,
  Þórný

 2. Anonymous
  12.11.2012 at 08:58

  Þetta er allt svo fínt hjá þér go erfitt að velja sitt uppáhalds. Það er heildin sem gerir þetta svo frábært, en ég er mjög skotin í greinahillunni.

  Kv. María

 3. Anonymous
  12.11.2012 at 10:29

  Ekkert smá flottar hillur og plattarnir algjör snilld. Gaman að skoða síðuna þína og fá hugmyndir. Var akkúrat að gera barnaherbergi og nýtti fullt af hugmyndum frá þér 🙂

  kv.Sonja Ýr

 4. Anonymous
  12.11.2012 at 11:57

  Mjög flott!!

 5. Anonymous
  12.11.2012 at 14:45

  Þetta er nú alveg sjúklega flott hjá þér – er sérstaklega hrifin af hilluhugmyndunum þínum. Er tíður gestur hér inni og elska stílinn þinn og endalausu hugmyndirnar 🙂
  Er ekkert mál að panta hingað heim frá t.d The Land of Nod ?

  Kv. Heiða

 6. Anonymous
  13.11.2012 at 15:36

  Æðislegt!
  Kv. Helga

 7. 13.11.2012 at 19:51

  Snillingur, snillingur Dossa
  æðislegar hillur hjá ykkur hjónakornunum og kemur geggjað flott út. frábær hugmynd að spreyja diskana kemur mjög vel út svei mér þá ef það var ekki til svona diskur heima hjá mér í gamla daga

 8. Anonymous
  18.11.2012 at 21:27

  HÆ, þetta er svo flott hjá þér 🙂 svo ég ákvað að kaupa Dossu-brúnt þegar pjakkurinn minn sagðist vilja brúnt herbergi en núna finnst mér liturinn hérna miklu dekkri en á myndunum hjá þér!! Samt fór ég með kóðann í Húsasmiðjuna !! smá bömmer en það lagast vonandi þegar ég verð búin að raða inn í herbergið 🙂
  kveðja,
  Halla

 9. Anna Sigga
  27.06.2014 at 00:41

  Oh vildi að maður hefði haft bara 1/10 af hugmyndafluginu þínu þegar ég var með strákana mína litla 🙂 Þú ert snillingur Soffía 🙂

 10. Elín
  27.08.2014 at 11:05

  Æðislega flott hjá þér, þessar hillur eru mjög flottar. En mig langar að vita hvar þú fékkst grænu og bláu hillurnar sem eru undir íkorna ljósinu á efstu myndinni.

  • Soffia - Skreytum Hús...
   27.08.2014 at 22:47

   Sæl Elín,
   þær fengust í Söstrene í Smáralindinni. En þó nokkuð síðan!

   kv.Soffia

Leave a Reply

Your email address will not be published.