Snillingar útum allt – III.hluti…

…og ja hérna hér!  
Ég er bara agndofa á ykkur öllum.  
Það er greinilega enginn skortur á krafti og krúttheitum þegar að það kemur að ykkur sem lesið hérna 🙂
Nýjasti pósturinn barst til mín í gær og ég ákvað deila honum með ykkur hérna í dag:
****

Sæl Soffía
Takk fyrir frábæra síðu. Hef mjög gaman af því að skoða hana og fá innblástur af frábæru hugmyndunum þínum.
 


Í nóvember fór ég að útbúa barnaherbergi hjá mér og nýtti fullt af hugmyndum frá þér.
 

Það byrjaði allt með gólfmottunni sem þú bentir á í einum póstinum hjá þér. Ég fór og keypti mottuna og ákvað svo lit á vegginn út frá henni. 

Ég keypti líka kryddhillur í Ikea og útbjó bókahillur eins og ég hafði séð hjá þér…

keypti póstkort í söstrene og setti á vegginn…

keypti fötu til að geyma bílana hans í (sá að þú notaðir fötur t.d. undir bangsa), og raðaði kubbunum hans eins og þú hafðir gert með fallegu Bangsímon kubbana sem þú átt.

Þannig að eins og þú sérð þá nýtti ég fjölmargar hugmyndir frá þér við gerð barnaherbergisins. Takk kærlega fyrir innblásturinn 🙂

Ég er mjög ánægð með útkomuna. Drengurinn (21 mánaða) er sérstaklega ánægður með kósýhornið og þar sitjum við oft saman og lesum bækur.

Ég sjálf er mjög ánægð með litinn á veggnum, gaman að prófa eitthvað annað en bleikt og blátt. Mottan er svo punkturinn yfir i-ið að mínu mati.
kv. Sonja Ýr

****
Vá Sonja 🙂  Þetta er nú ekki lítið yndislega fallegt.  
Liturinn kemur alveg dásamlega út og lætur öll leikföngin, sem eru í skærum og skemmtilegum litum, poppa og njóta sín alveg út í eitt.
Límmiðinn fyrir ofan rúmið er líka æði!!
Koma svo, allir að hrópa húrra fyrir öllum þessum yndislegu snillingum sem hafa sent inn myndir og deilt þessum hlutum með okkur.  Mér þykir ekkert smá vænt um þetta, sem og alla póstana og kommentin sem ég er að fá frá ykkur, bæði hérna og á Facebook.  M.a. fékk ég þetta:
 “Þú komst mér sannarlega á flug með þessum hugmyndum, svosem ekki við öðru að búast. Það sem þú ert að gera með blogginu mínu hefur án alls gríns breytt mínum hugsunarhætti um heimili.”
Awwwwww, hversu yndislegt er að fá svona komment, mér varð bara hlýtt í hjartanu ♥ ♥ ♥
Annars er ég að reyna að sparka sjálfri mér í gang, því að mér finnst ég vera eitthvað bensínlaus þessa dagana, en það lagast og í augnablikinu er ég gera smátterí með bakka, snaga, blaðakassa og kerti.  Þannig að smátterí er væntanlegt í næstu viku 🙂
Svona ef þið viljið sjá?  Smá forsmekkur….
Góða helgi krúttin mín, njótið þess að vera í fríi og takk fyrir að vera til 🙂
Yfir og út…
*væmnaDossa*

Þú gætir einnig haft áhuga á:

14 comments for “Snillingar útum allt – III.hluti…

 1. Anonymous
  01.02.2013 at 09:16

  En dásamlegt barnaherbergi! Kósíhornið er æði, fékk strax hugmynd að því hvernig ég ÞARF að breyta hjá stráknum mínum og búa til kósýhorn. 🙂 En verð að nefna að mér finnst bastbekkurinn hriiiiikalega flottur!
  Kveðja
  Kristín Sig.

 2. Anonymous
  01.02.2013 at 09:17

  Og Dossa þú ert líka æði að leyfa fólki að sýna sínar breytingar í gengum síðuna þína. Hvetur fólk kannski áfram í því að fara að blogga. 🙂
  Kveðja
  Kristí Sig.

 3. Anonymous
  01.02.2013 at 09:20

  eru svona kryddhillur ennþá til í ikea?

 4. 01.02.2013 at 09:24

  Þessar hillur eru enn til, eru í eldhúsdeildinni og heita Bekvam 🙂

  http://www.ikea.is/products/148

 5. Anonymous
  01.02.2013 at 10:45

  Yndislegt og hvetur mann áfram 🙂 Er sjálf með lista af to-do hlutum en verst að þegar ég krossa einn hlut af bætast 3 við 😉
  og já ég hlakka til að sjá hvað þú ert búin að vera brasa 😉
  kv.
  Halla

 6. Anonymous
  01.02.2013 at 10:54

  Æðislegt barnaherbergi. Gaman væri að fá að vita hvaða litur er á veggjunum, hann er svo kosý.

 7. Anonymous
  01.02.2013 at 12:38

  Bloggið þitt er yndislegt og ómissandi. Þó ég sé lítið að breyta hjá mér svosem enda bara gömul kelling…. en ég deili hugmyndum til dætra og tengdadætra Hef verið með svona bakka lengi með stjökum og teljósum en á litið af styttum og svoleiðis finnst flottara að safna svona saman.Takk fyrir að vera svona hugmyndaveita sem maður getur sótt í:) Eigðu yndislega helgi nauðsynlegt til að hlaða batterín KV. HIA

 8. 01.02.2013 at 15:49

  Vá en yndislegt barnaherbergi ! 🙂

  – ekki væruru til í að sýna step by step hverning þú gerir kertin ? 🙂

 9. Anonymous
  01.02.2013 at 17:35

  Rosalega fallegt herbergi! Hvaðan eru þessir geggjuðu límmiðar við rúmið?

 10. 02.02.2013 at 14:53

  Yndislega fallegt barnaherbergi…liturinn á veggnum og tréð er alveg dásamlegt:)
  Hér á bæ vantar smá inspiration fyrir unglingaherbergi, ekkert lítið kríli á bænum;)
  Svo gaman að sjá hvað aðrir eru að gera.

 11. mAs
  02.02.2013 at 16:24

  Yndislegt barnaherbergi. Frábært að fá að fylgjast svona með framkvæmdagleðinni í fólki 🙂

 12. Anonymous
  02.02.2013 at 19:31

  Rosalega flott barnaherbergi. Mér finnst límmiðarnir á kommóðunni ferlega krúttlegir og líka á veggnum. Gætum við fengið að vita hvaðan þeir koma?
  kv,
  Anna

 13. Anonymous
  02.02.2013 at 20:48

  Takk fyrir 🙂

  Límmiðarnir koma frá Litalandi í Borgartúni og fást líka í Húsgagnaheimilinu í Grafarvogi.
  Veit því miður ekki hvað liturinn á veggnum heitir en ég keypti hann í Flugger og valdi hann úr einhverri bók sem þeir voru með…

  kv.Sonja Ýr

 14. Anonymous
  15.02.2013 at 21:25

  Gaman að sjá gamla tréstólinn þarna! Ég á nákvæmlega eins stól og lítið skrifborð í stíl frá því ég var krakki.Flott að sjá svona gamalt inn á milli.
  kv,
  Anna

Leave a Reply

Your email address will not be published.