Ný bók og betri birta…

…ég fékk fyrirspurn frá elsku krúttinu mínu, henni Svandísi, um hvernig mér líkaði við YHL-bókina, því að hún sjá glitta í kjölinn á henni á einhverri mynd.  Þar sem að Svandís svo ötul að kommenta og gefa mér feedback, þá datt mér ekki annað í hug en að svara henni almennilega.
Ég fylgist alltaf með blogginu, Young House Love, og því ákvað ég að fjárfesta í bókinni þeirra þegar að hún kom út…
…bókin er bara mjög skemmtileg.  Hún er fullkomlega í anda bloggsins, tekur sig ekki of alvarlega og full af litlum, og stórum, sniðugum hugmyndum…
…hins vegar er hún ekki svona “fansí” bók.  Þetta er ekki svona “andrúmslofts”-bók, eins og t.d. Jeanne D´Arc Living bækurnar, heldur meira svona basic og í raun kannski raunhæfari breytingar sem eru sýndar…
…þannig að ég held að ef þú hefur gaman af því að lesa bloggið þeirra, þá finnst þér ekkert leiðinlegt að fletta í gegnum bókina og að eiga hana upp í hillu….
…ombre skúffur…
…svo er alltaf sniðugt hvað það er ekkert nýtt til undir sólinni.
Fiðrildi klippt úr og skreytt með þeim:
…og ég skellti pínu upp þegar að ég sá skýjahillurnar, sem eru reyndar málaðar á vegginn í þessu tilfelli…
En yfir í eitthvað annað:
Það voru margir hrifnir af litlu ljósaseríunni sem að ég notaði í seinasta afmæli dótturinnar…
…en þar sem að þetta var lítið batterýsería og bara með led perum,
þá var ég ekki hrifin af birtunni frá henni, fannst hún blá og köld…
…þannig að ég tók bara einfalda glæra seríu og þræddi skermana upp á hana…
…hún kemur mjög fallega út og allt annað að sjá birtuna núna….
…áttuð þið ekki annars bara góða helgi?

5 comments for “Ný bók og betri birta…

  1. 11.03.2013 at 08:23

    Rosalega lítur bókin vel út, þar greinilega að fjárfesta í einu stk 😉

  2. Anonymous
    11.03.2013 at 09:13

    Alltaf jafn gaman og fróðlegt að skoða bloggið þitt, takk fyrir:)
    kv Sigga Rósa

  3. Anonymous
    11.03.2013 at 10:49

    Takk æðislega fyrir að birta smá umfjöllun um bókina… verð nú samt að viðurkenna að ég pantaði hana í síðustu viku þar sem verðið á amazon.de var bara grín og alveg þess virði að fá hana bara til að láta kjölinn sjást með einhverjum fallegum hlutum í hillu eða á borði 😉 Eeeen ég er svo búin að liggja með hálfgerðu óráði um helgina og ekkert opnað hana þannig að núna er ég að fara að hella mér upp á kaffi og glugga í gullkistuna þeirra hjá YHL. Finnst nefnilega bloggið þeirra æðislegt og þau svo skemmtilegir pennar eins og þú skvís… bara fyndið með skýin en þú veist hvað þeir segja: “great minds think alike” !!
    Eigðu ljúfan dag yndislegust og takk aftur (fékk smá roðn þarna í byrjun hjá þér ;))

    knús Svandís

  4. Anonymous
    12.03.2013 at 13:18

    Frábært 🙂 ég keyfti mér einmitt lika þessa bók frá þeim YHL, finnst hún æði svona til að glugga í inn á milli og einmitt minna mann á að breytingarnar þurfa ekki alltaf að vera stórar og miklar til að hafa mikil áhrif.
    Takk fyrir gott blogg.
    Kv Berglind Á

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *