Hærra til þín…

…eða bara “Horfðu til himins”!
Í það minnsta er allt á uppleið í bakkamálum hjá mér.  Þið ættuð að muna eftir þessum hér:
…sem hefur verið skreyttur á ýmsa vegu síðan að hann flutti hingað inn til okkar,
ásamt hvíta tvíburabróður sínum…
…og þetta er ekki tæmanlegur listi 🙂
 
…þannig að það er lítið annað í stöðunni en að halda áfram að gera eitthvað skemmtilegt með blessaða bakkana – og hvað er skemmtilegra en að eiga einn hvítan og annan brúnann?
Það er að eiga tvo hvíta og tvo brúna!
Hvað svo?
Bara svona 🙂
…mig vantaði pláss fyrir fallega góssið mitt úr Skrapp og Gaman.  Nú og þegar að fermetrafjöldin á borðinu klárast, þá er bara að byggja upp 🙂
…það er sem sé neðri diskurinn, sá fyrir ofan snýr öfugt og sá efsti snýr “rétt”…
…og þar er glimmer, límmbönd og silfurflögurnar – allt svona basic-ið sem að þarf til að komast í gegnum daginn. Sjáið þið líka hvað ég gerði?
…júbbs, bling-aði hann smá upp með því að festa nokkra demanta á hann.  Væri gaman að setja demantana alla hringinn og leika sér þannig með þetta líka…
…á miðhæðinni er akkurat pláss fyrir málinguna, hún bara smellpassar og
fyrir framan stendur fallegi Love is Patient-stimpillinn…
…á neðstu hæðinni er svo alls konar góss, demantar og stimplar…
…og meira bling….
…ég er að segja ykkur að svona fallegir stimplar, eins og þessi hvíti með scriptinu sem sést hérna fremst, eiga bara að sjást svona.  Það er bara synd að loka þetta ofan í skúffu….
…og svo bætti ég við kjallara, með því að hafa báða stærri diskana, hvorn ofan á öðrum…
…en þá var ég líka komin með kjallara, og gat sett eitthvað af límmiðum og dóterý-i þar…
…og þá varð aðeins léttara yfir neðstu hæðinni!
Allt fallega föndurdótið sem þið sjáið hérna eru úr Skrapp og Gaman.
En hvað!  Er þetta ekki bara smá snilld?
Skil ekkert í því að þetta skuli ekki alltaf hafa verið 3ja hæða bakki 😉
Spilun eða bilun?
Annars segi ég bara góða helgi og njótið helgarinnar, byrjið að borða súkkulaðiegg – svona til að hita upp fyrir páskana!  Síðan er ég að vonast til að geta sýnt ykkur svoldið spennó í næstu viku.
 
*knúsar*

Þú gætir einnig haft áhuga á:

11 comments for “Hærra til þín…

 1. Anonymous
  22.03.2013 at 08:52

  Dásemd, ég hneigi mig djúpt kæra frú Skreytumhús! Auðvitað er þriggjahæða með kjallara bara málið og með BLING offkors! Fljúgðu hærra, fljúgðu hærra, fljúgðu hæææææææærrrrrrrraaaaaaa!!!!!
  Kv. Svala

 2. Anonymous
  22.03.2013 at 09:09

  Þú ert alltaf með lausnir – schnillingurinn minn.

  Schönes Wochenende
  kv.
  Svandís

 3. 22.03.2013 at 11:59

  Sæl og blessuð og takk fyrir frábært blogg sem ég er í áskrift af 🙂 Þú ert náttla bara snillingur með meiru. Þú t.d. gafst mér hugmyndina af svona “kökubökkum” frá Rúmfó sem ég nota í heimaskrifstofunni minni hehe. Sálf er ég með síðu á Facebook “hugmyndasmiðja Árnýjar” en þar set ég inn linka fyrir litla bloggsíðu, sem ég hendi inná öðru hverju öllu því sem snýr að innanhússstússi mínu. Alltaf gaman að gera eitthvað nýtt og deila með öðrum hehe. Enn og aftur takk fyrir og góða helgi til þín og þinna 🙂
  Kv Árný Lú

 4. Tinna
  22.03.2013 at 13:24

  Eru thessir fínu bakkar ennthá til í RL Design?

 5. 22.03.2013 at 19:55

  Þú ert svo mikill snilli kona!!

  Ég barasta verð eiginlega að prófa þetta með mína bakka!

  Love it!

 6. Anonymous
  22.03.2013 at 21:26

  Já, þú rt nú heppin að eiga svona bakka Anna Sigga 😉
  Svala (mammaðín)

 7. 23.03.2013 at 00:06

  oohhh snild 🙂

 8. Anonymous
  23.03.2013 at 08:55

  Geggjad

  Kv. Maria

 9. Anonymous
  28.03.2013 at 03:13

  Frábært hjá þér. <3 <3 <3

 10. Anonymous
  29.03.2013 at 20:43

  Dossa þú ert nú meiri snillingurinn! Ég krýni þig hér með daddarara… ” Bakkadrottningu Íslands” og hneigi mig djúft.

 11. Margrét Milla
  04.02.2014 at 11:46

  We are going up up up…. ég verð að eignast svona bakka, við hvern tala ég?

Leave a Reply

Your email address will not be published.