DIY – ljós…

…stundum finnur maður hluti og verður allur innspíraður!
Stundum finnur maður eitthvað sem inspírar mann til þess að finna hluti 😉

Þið sjáið muninn, ekki satt?

Það var hið síðarnefnda sem gerðist núna um daginn.  Ég kom við í Föndru á Dalveginum, og var að rápa þar um og skoða og pota.  Þá rak ég augun í litla kommóðu sem var svo falleg á litinn.  Þegar ég fór að skoða þá sá ég að hún var máluð með kalklitum sem þau eru að selja (sjá hér).  Litirnir eru alveg sérlega fallegir á litin og svo var líka vax til, sem mér þótti sérlega spennó!

Úrvalið er að sjálfsögðu mun meira en sést á þessari mynd, en ég er ekki svo gráðug að fá mér alla litina í einu 🙂

2014-05-28-173312

…fékk mér tvo fallega gráa tóna, og auðvitað bláa litinn – sem var svo dásamlegur…

2014-05-28-173258

…og bæði ljóst og dökkt vax…

2014-05-28-173307

…síðan var skundað af stað í hinn Daz Gutez og þar fann ég þennan veggkertastjaka…

2014-05-28-173130

…og þennan krúttaða lampa…

2014-05-28-173210

…svo var bara tekið við að máli, máli, mála…

2014-05-28-173847

…og litirnir þekja vel…

2014-05-28-173849

…ég var sko ekki að mála beint á borðið, tók þetta bara af mottunni til þess að þið sjáið þetta betur…

2014-05-28-193619

…og svo er bara að leyfa þessu að þorna – þannig að þegar þið horfið á þessa mynd þá eruð þið í raun að horfa á málningu þorna – víííííí…

2014-05-28-193623

…stjakinn fékk yfirferð í dekkri gráa tóninum…

2014-05-28-233911

…og máli mál…

2014-05-28-233918

…síðan langaði mig svo að raða upp á nýtt í eldhúsið, þannig að ég tæmdi bara kofann alveg.  Kannski dulítið stórtækt, en hvaða hvaða…

2014-06-03-133959

…en eftir málun, og að fara yfir smá með dekkra vaxinu, og líka smá með ljósa, eftir því hvernig áferð ég vildi.  Svo smá með sandpappírssvampinum, þá átti ég þennan lampa…

2014-06-03-221501

…ég þarf reyndar að taka myndir í betri birtu, en það var orðið hálfgert rökkur þegar að þessar voru teknar…

2014-06-03-221509

…og á vegginn er þessi kominn, líka eftir létta umferð með hreina vaxinu…

2014-06-03-223249

…ég er rosalega ánægð með að hafa hann svona “samlitiann” veggnum, en svo má alltaf fara yfir með ljósari litinum og svo bara sandpappír-a og þá virkar þetta enn eldra, þegar að það fer að sjást í lög af málningu undir…

2014-06-03-223308
…en ég er bara ansi skotin í þessu…

2014-06-03-223501

…finnst línurnar í lampanum fallegar og gaman að sjá smá í gyllt eftir að fara með sandpappír yfir…

2014-06-03-223522

…hvað segið þið um svona?

Ótrúlega gaman að finna eitthvað nýtt og spennó sem ýtir manni af stað í ný verkefni…

2014-06-03-223455

…er þetta ekki bara ágætt?

Viljið þið fleiri eldhúsmyndir á morgun?

2014-06-03-223739

Þú gætir einnig haft áhuga á:

10 comments for “DIY – ljós…

 1. Bogga
  05.06.2014 at 11:25

  Yndislegt, geðveikir litir í kalkmálningunni. Ég verð að fara að koma mér í þann góða, ótrúlegir gullmolar sem þú finnur þar…

 2. Vaka
  05.06.2014 at 11:32

  Flott hjá þér 🙂

 3. Margrét Helga
  05.06.2014 at 11:33

  Vá…ekkert smá flott hjá þér! En bara svona svo maður spyrji eins og fávís “wannabe DIY-ari”…til hvers settirðu vaxið á þetta? Og er það “must” þegar maður er að gera eitthvað svona? Ég hef líka lesið einhversstaðar að þegar maður málar/bæsir hillur og svoleiðis, að það sé betra að setja vax á svo það sé auðveldara að þurrka af…gildir það líka með þetta vax?
  Kv. Margrét spurningaóða! 😉

  • Margrét Helga
   05.06.2014 at 11:37

   Og já…eitt í viðbót…værirðu til í að halda svona helgarnámskeið? Það gæti heitið “hvernig á að finna gamla notaða hluti í GH og gera þá nýja” 😉 þá myndirðu fara með hóp kvenna í þann góða og sýna þeim í praxís hvernig þú spottar nýtilega hluti og svo myndum við gera þá upp undir þinni leiðsögn 😛 (og bara svo það fari ekki á milli mála þá er ég bara að bulla…en þar sem öllu gamni fylgir einhver alvara þá væri frábært ef það myndi aksjúallí vera til svona námskeið 😉 )

 4. Margrét
  05.06.2014 at 11:33

  Dásamlegt hjá þér eins og alltaf, þessir kalklitir eru meiriháttar 😀

 5. Kolbrún
  05.06.2014 at 13:13

  Guðdómlega fallegt ég fór einmitt í þann góða í gær og viti menn sá náttúrulega ekkert þó svo að ég reyndi að sjá meða” gleraugum soffíu” svo er einhvern veginn allt svo fallegt sem þú breytir og bætir en sem betur fer fáum við hin að sjá afraksturinn þinn og njóta með þér. sumir eru bara útsjónarasamari en aðrir.

 6. Anonymous
  05.06.2014 at 13:21

  Þetta er rosa flott hjá þér og já takk, fleiri myndir úr eldhúsinu.

 7. Gulla S
  05.06.2014 at 14:57

  Dásamlegt!

 8. Heiða
  05.06.2014 at 15:56

  Dásemdir!
  Þú ert snillingur!

 9. kristey
  05.06.2014 at 18:04

  Frábærlega flott. eeelska kalkmálingu og gaman að sjá fleiri liti. Hef hingað til bara notað ísl. málinguna.

Leave a Reply

Your email address will not be published.