Hipphipp húrra og…

…sjúbbídú!

Frúin brá sér í þann Góða um daginn.  Rölti um og potaði í hitt og þetta og spáði og pældi…

2014-04-30-081010

…það var eitthvað lítið sem var að grípa mig þennan daginn.

Kannski var bara slökkt á leitaranum?

En maður gefst ekki upp þó móti plási og áfram var arkað.  Ég fann að augað leitaði stöðugt að skál sem ég sá í einni hillunni.  Að lokum, þar sem leitin var ekki að vera tilskyldan árangur, þá ákvað ég að kippa með mér skálinni.   Hún er úr þungu efni, og mér datt í hug að ég gæti spreyjað hana og haft t.d. úti í sumar…

2014-04-30-081036

…en þegar að heim var komið, þá bara sá ég að hún er dropp dead gordjöss alveg eins og hún er (er þetta ekki góður boðskapur?)…

2014-04-30-081042

…ég varð svo skotin að hún varð innblástur að dekkri borðskreytingu á borðstofuborðinu.  Það sem meira er. mér finnst þessi karfa/skal vera alveg gasalega Pottery Barn-ish 🙂

2014-04-30-081054_1

…ég setti líka dökku stjakana mína á borðið, og í könnuna mína fór vöndur af Ilmskúf (Levkoj) – sem er dásamlega ilmandi og sumarlegt blóm…

2014-04-30-081121

…litli stallurinn sem kannan stendur á, fannst í Nytjamarkaðinu fyrir einhverju síðan.  Ég er búin að nota hann ótrúlega mikið, undir kertastjaka og könnur, og bara hvað sem er…

2014-04-30-081132

…svo er ég líka búin að vera svo lengi með hvítt og ljós á borðinu, að tilbreytingin var skemmtileg…

2014-04-30-081149

…svo langar mig líka að segja takk fyrir öll fallegu orðin og hrósin fyrir Heimsóknina hans Sindra, sem sýnd var á miðvikudaginn.  Gaman að heyra frá svona mörgum…

2014-04-30-081200

…en hvernig finnst ykkur dásemdar karfan mín?

2014-04-30-081230

…ég er nokk viss um að það sé ekki séns að þessi verði spreyjuð, ónei…

2014-04-30-081242

…hún fær að vera óáreitt og falleg í friði!

Sjáið þið hana ekki alveg fyrir ykkur næsta vetur, fulla af dásemlegum könglum og krútteríi?

Annars segi ég bara góða helgi og hafið það sem allra best 

2014-04-30-081246

Íslensk_blóm_og_fánarönd

Þú gætir einnig haft áhuga á:

10 comments for “Hipphipp húrra og…

 1. Margrét Helga
  02.05.2014 at 09:26

  Hrikalega flott “skarfa” (skál + karfa) og um að gera að hafa hana eins og hún er. Sé hana alveg fyrir mér með flottri aðventuskreytingu í eða bara einhverju jóló 🙂

 2. Asa
  02.05.2014 at 09:45

  Flott er hún!!

 3. Margrét Milla
  02.05.2014 at 10:14

  Æði 😀

 4. María
  02.05.2014 at 11:46

  Vel verslað (og raðað)

 5. Anonymous
  02.05.2014 at 17:35

  Flott skàl, meira að segja mjög flott :). Og fràbært blogg hjà þér sem ég skoða mjög reglulega en commenta sjaldan,sorry..

 6. Anna Sigga
  02.05.2014 at 18:11

  ahh ja´ falleg er hún…. en hvaða innlit ertu að tala um ? ég missi alltaf af einhverju spennandi :d …. já hún verður lika flott í sumar, vetur, vor og haust 😉

  fjasarinn ég 😀

  góða helgi.

  • Soffia - Skreytum Hús...
   05.05.2014 at 09:07

   Heimsókn á Stöð 2 kom hingað heim, og það var sýnt seinasta miðvikudag 🙂

 7. Greta
  02.05.2014 at 23:45

  Hef á tilfinningunni að við eigum eftir að sjá meira af þessari skál 😉
  Mér finnst hún flott svona.

 8. 04.05.2014 at 09:56

  Skemmtileg stemming í þessu og ég er alveg sammála með skálina, hún er flott eins og hún er 🙂

 9. Vaka
  09.05.2014 at 08:28

  Gordjöss skál og skemmtileg Heimsóknin til þín.
  Alltaf gaman að kíkja hér inn og sjá fallegar raðanir 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.