Páskarnir góðu…

…eru víst komnir og farnir.

2014-04-20-221512

Þó er full ástæða til þess að gleðjast því að það hlýtur að þýða að öllu páskahreti/hagléli/pjúra snjókomu og þess háttar sé lokið – ekki satt veðurguðir??

En áður en ég skelli mér í strápilsið og fagna komu sumars með gríðarlegum látum og gleðiópum, þá langaði mig að deila með ykkur myndunum frá páskunum okkar…

2014-04-20-205701

…venju samkvæmt þá hófst dagurinn á æsispennandi leit að páskaeggjum.  Fyndið hvað svona krakkakríli elska allar svona venjur og hefðir, þetta er það sem að þeim finnst skemmtilegast við páskana.  Leitin að eggjunum góðu…

2014-04-20-093031

…áður en daman varð læs voru allar vísbendingar teiknaðar, en í þetta sinn voru þetta skrifaðar vísbendingar…

2014-04-20-093037

“hmmmmmmm……hvar eru eggin?”

2014-04-20-093300

…ég ætlaði að teikna vísbendingar fyrir litla manninn, en þau vildu fá að leita saman.  Vera saman í þessu, það er þeirra – eins og sést á því hvernig þau hjálpast að………og já, þarna er jólabjór í hillunni, við verðum að fara að drekka meira 😉

2014-04-20-093643

…enda voru vísbendingar sem hentuðu þeim báðum.  Ein var t.d. bara “hæ, hó – siglum með sjó” og sá litli var fljótur að svara: “sjóræningjaskipið mitt!!!”…

2014-04-20-094109

…að lokum fundust þau inni í herbergi dömunnar, báðum til mikillar skemmtunnar…

2014-04-20-094322

…ánægð með fenginn…

2014-04-20-094547

…sposkur lítill kall…

2014-04-20-094804

…og svo kátur 🙂

2014-04-20-094810

…míní-kökukefli var beitt til þess að opna eggin…

2014-04-20-094857

…ommmnommmnommm…

2014-04-20-094924

….brunch var síðan pönnukökur, ís, rjómi og bananar – ef við ætlum að sukka, þá sukkum við alla leið…

2014-04-20-112851

…við áttum svo vön á góðum gestum í páskamat og ég ákvað að dúlla mér smá við borðið…

2014-04-20-161331

…notaði dásemdardúkinn frá Púkó og Smart, og fallegu diskana sem ég fékk í jólagjöf…

2014-04-20-162804

…diskarnir eru ARV-stellið frá Ikea, og ég er alveg jafn kát með þá í dag eins og um jólin…

2014-04-20-162817

…ég notaði síðan servétturnar frá Rúmfó,  braut þær lítið eitt saman og batt lausa slaufu utan um.  Stakk síðan hnífapörunum undir, finnst þetta koma svo fallega út – þó ég segi sjálf frá…

2014-04-20-162839

…ég er samt svo ánægð með þennan dúk, með hvað það þarf í raun lítið til þess að skreyta með honum.  Hann er bara fallegur eins og hann er…

2014-04-20-162848

…ég notaði síðan krúttaralegu krukkuglösin fyrir krakkana, svona í sárabætur vegna þess að þau fengu ekki staupin…

2014-04-20-162854

…þarna sést síðan glitta í það sem skreytti borðið, en þar var bara hitt og þetta sem ég týndi til…

2014-04-20-165726

…glösin fengum við í brúðargjöf 2005 – og mér finnst bara fínt að blanda gullinu við silfrið…

2014-04-20-165737

….krukkukrútt…

2014-04-20-165752

…og þá er þetta nokkurn vegin reddí…

2014-04-20-171636 2014-04-20-171646

…og allt verður fallegra með blómum, það er alveg víst…

2014-04-20-175303

…það ríkir ró, svona rétt áður en allir koma…

2014-04-20-180014

…við diskana blanda ég síðan bara alls konar hvítu sem ég á…

2014-04-20-191006

…bara bland í poka, og það virkar vel…

2014-04-20-191800

…ef ég væri Stella í Orlofi, þá myndi ég skella á mig dýrapottaleppunum og kalla:
“kraaaaaakkar, maaaaaaaatur, gjörið þið mér svo vel”
og auvitað geri ég það líka alltaf…

2014-04-20-192154 2014-04-20-192201

…bland í poka með…

2014-04-20-205701

…góðar svona mini-skreytingar, þær ganga vel með á svona matarborði – þrátt fyrir að maturinn sé kominn á borðið…

2014-04-20-205716

…og svo líka þegar hann fer…

2014-04-20-205730

…elskulegu ástareggin góðu…

2014-04-20-205747

…síðan þegar búið var að ganga frá öllu, og farið að rökkva þá stóðst ég ekki að smella af nokkrum myndum…

2014-04-20-221344

…mér fannst þetta nefnilega ansi hreint kósý stemming sem myndaðist þarna í eldhúsinu…

2014-04-20-221353

…enda er alltaf allt fallegt í birtunni frá kertaljósinu…

2014-04-20-221504

…jafnvel pínu hátíðlegt…

2014-04-20-224410 2014-04-20-224429

…og þegar að allir voru farnir, og heimilisfólkið komið í ból (nema auðvitað ofvirka húsmóðirin, sem drekkur ekki rauðvín – en borðar auðvitað snakk) þá var ekkert annað en að smella af myndum áður en blásið var á kertin…

2014-04-20-224458

…enda páskadagur að enda kominn…

2014-04-20-224544

…og lítið annað í stöðunni en að koma sér í ból…

2014-04-20-224605

…þessi póstur hefði í raun átt að skiptast í tvennt, en ég vona að það sé enn einhver hér 🙂

Takk fyrir að lesa og koma í heimsókn!

2014-04-20-224612

…þessi tvo biðja að heilsa og vona að þið hafið átt góða páska 

2014-04-20-173303_1

9 comments for “Páskarnir góðu…

  1. Sigga Rósa
    22.04.2014 at 09:23

    Takk fyrir þennan notalega póst 😉 flott útfærsla á sérvéttum og hnífapörum 😉

  2. Margrét Helga
    22.04.2014 at 09:33

    Flott veisluborð hjá þér og greinilega kósí páskar! (Við eigum við svipað drykkjuvandamál að stríða og þú…enn til jólabjór á okkar heimili 😉 ).

    Ég gerði einmitt svona svipað með servíettur og þú þegar dóttir mín fermdist, var reyndar með eina hvíta servíettu og eina fjólublá-ish…eiginlega vínrauða…vafði þeim saman eins og þú gerðir við þínar þannig að hvíta var fyrir innan dökku og stakkst aðeins út úr. Vafði svo silfruðum vír utan um og festi svo lítil hvít fiðrildi á vírinn. Kom ferlega flott út, þó ég segi sjálf frá 🙂

    Og auðvitað les maður alveg til enda, alveg sama hversu langir póstarnir eru!!! Ekki láta þér detta annað í hug! 😀

  3. Sveinrún Bjarnadóttir
    22.04.2014 at 09:45

    Gleðilega páskarest og takk fyrir póstinn.Þa er alveg sama hvað hann er langur,það er bara skemmtilegast.

  4. Bryndís Jóna
    22.04.2014 at 09:55

    Frábær póstur og það var allt svo fallegt og kósý

  5. Asa
    22.04.2014 at 09:57

    Notaleg stemming og fallegt veisluborð, enda ekki við öðru að búast..
    Póstur frá þér mín kæra, getur aldrei orðið of langur – það er alltaf svo dásamlega gaman að skoða þá og lesa!!

  6. Gauja
    22.04.2014 at 10:50

    Krúttin 🙂

  7. Svandís J
    22.04.2014 at 11:55

    Fallegur póstur hjá þér, langar svo mikið í diskana… finnst þeir æði 🙂

  8. Gyða Sigþórsdóttir
    22.04.2014 at 19:55

    Takk fyrir að deila þessu með okkur, alltaf svoooo gaman að skoða síðuna þína 😉

  9. Kristjana Axelsdóttir
    22.04.2014 at 21:34

    Yndislega kósý….væri svo til í að eignast svona dúk, ekkert smá fallegur. Diskarnir æði og vintage eggin og krukkurnar eitt það krúttlegasta sem til er!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *