Hvíslað á föstudegi…

…svona fyrst að í gær var blásið í jólalúðra, með látum!

Því verður dregið til baka í dag og farið hægt og hljótt að hlutunum.

Eiginlega bara hvíslað!

 Farið yfir myndir sem hafa verið teknar, en ekki komist inn á bloggið af einhverjum ástæðum.

Áður en húsið flutti inn í glerþorpið, þá datt mér í hug að setja bara kerti í strompinn, það gekk bara fínt…

2013-10-30-172711

…ég fékk svo fallega sendingu í pósti frá henni Ásdísi Erlu (https://www.facebook.com/kaerleikspudar), yndislegan kærleikspúða, mæli með því að þið kíkið á síðuna hennar…

2013-11-05-100038

…síðan fann ég svo flotta stafi…

2013-11-05-100044

…sem ég gat ekki staðist…

2013-11-05-100050

…og neinei, ég er ekki Vinstri Græn – þetta eru bara stafir barnanna minna 🙂

2013-11-05-100052

…litli kallinn minn, sem er 3ja ára, fékk allt nafnið sitt. Að vísu með D í  stað Ð.  Þetta hefur reynst vera snilld fyrir hann og honum finnst endalaust gaman að “skrifa” nafnið sitt…

2013-11-05-100124

…alltaf gaman að einhverju sem krílin læra af, og skreytir í leiðinni…

2013-11-05-100128

…litli skápurinn minn fór af forstofuganginum, yfir á vegginn við eldhúsið.  Maður er alltaf að prufa nýja staði…

2013-11-05-100357

…eins og þið vitið þá finnast mér kransar æðislegir.  Ég fékk þennan fallega krans Í Sveit og Bæ (sjá hér) og hlakka til að skreyta hann aðeins í næstu viku…

2013-11-07-090841

…áður en stofuborðið fékk stóru jólin, í gær, þá voru þessi litla rólega skreyting á borðinu…

2013-11-08-173159

…litlar stjörnur og krossar…

2013-11-08-173206

…og allt verður betra og ljúfara við kertaljós…

2013-11-08-173223

…ég set sand í skálina til þess að lyfta kertinu og svo að heitt kertið brenni ekki niður í skálina…

2013-11-08-173228

…og að sjálfsögðu snjór og glimmer með…

2013-11-08-173314

…og þessi krúttaralega, yndislegu dýr…

2013-11-08-173332

…og þrátt fyrir að stóra skreytingin sé flott, þá sést á þessari litlu að þarf stundum bara smá til þess að mynda stemmingu og gera litlu “jólin” hjá þér…

2013-11-08-173718

…og stundum er það ekki annað en einfalt kertaljós, smá jólaseríu……..og auðvitað Paul 🙂

2013-11-10-133156

…og kertaljósið, það getur verið lifandi og svo getur verið rafknúið líka…

2013-11-10-133209

…annars segi ég bara góða helgi og njótið þess að jólast kannski pínu lítið.

Njótið þess að knúsa hvert annað, og ef allt annað bregst, þið nennið ekki að jóla eða taka til, eða standa í þessu veseni – gefið ykkur bara smá tíma til þess að dimma ljósið og kveikja á eins og einu kerti!

 ♥ knúzar ♥

2013-11-10-133306.

Þú gætir einnig haft áhuga á:

16 comments for “Hvíslað á föstudegi…

  1. Kristín Viktorsd.
    15.11.2013 at 09:32

    Góðan daginn, langar svo að spyrja þig hvar þú fékkst bakkan, þennan gráa ?

    Bkv. Kristín

  2. Kristín Sig.
    15.11.2013 at 09:33

    Falleg stemmning hjá þér alltaf. Finnst rafmagnskertastjakinn bráðsniðugur. 🙂

  3. Hjordis
    15.11.2013 at 09:35

    Alltaf svo fallegt hjá þér! Hvar fékkstu stafina?

    Kv.Hjördís

  4. 15.11.2013 at 09:42

    yndislegt 🙂
    Frábærir þessir stafir

  5. Margrét Helga
    15.11.2013 at 09:53

    Bara snilld hjá þér eins og alltaf!!! 🙂

  6. 15.11.2013 at 10:05

    Oh hvað þetta er kósý, hlakka mikið til að jólast um helgina 🙂

  7. María
    15.11.2013 at 10:05

    Skemmtilegar myndir.
    Góða helgi.

  8. Svandís J
    15.11.2013 at 10:22

    Góða helgi frú Kósý 😉

  9. Lilja
    15.11.2013 at 11:35

    Mér finnst þessi póstur sem þú ert að setja inn núna, húsgögn sem þú ert búin að færa til, hvernig þú raðar í hillur, hvernig þú prófar þig áfram með að stilla upp þínu eigin dóti, hvernig þú ert að gera heima hjá þér bestu póstarnir.
    Grímulausar auglýsingar eins og Pier pósturinn finnast mér aldrei skemmtilegir póstar og vanta hjartað í þá þó svo að útstillingin sé flott.
    En þetta er nú bara mín skoðun en ekki þjóðarinnar 😀
    knús og góða helgi.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      15.11.2013 at 16:12

      Takk fyrir, og gott að vita að “venjulegu” póstarnir eru að skila sínu.

      Hins vegar finnst mér fyndið að ykkur finnist eins og hitt séu bara auglýsingar, því að ef ég ætti nóg af pening og þyrfti ekkert að spá í aura þá myndi ég hikstalaust kaupa mér allt á borðinu sem ég sýndi í gær og ekki spá meira í það.

      Allt sem að ég sýndi, var það sem að ég valdi af því að mér fannst það æðislegt og svo mikið fallegt 🙂

      Pier-pósturinn er ekki ætlaður sem auglýsing, heldur var bara svo margt efni þarna sem að mig langaði ég að ég falaðist eftir að fá að sýna það. Mér finnst svo gaman að geta sýnt, þeim sem það vilja, hluti sem þeir geta farið og fengið sér.

      T.d. jólatréð á bakkanum í póstinum í dag, ég er búin að fá nokkrar fyrirspurnir um hvar það fæst, en það var til fyrir einhverjum árum og enginn getur fengið það í dag. Það er leiðinlegt!

      En svona er þetta, bland í poka – nýtt og gamalt – á meðan mér finnst það fallegt þá sýni ég ykkur það!

      En takk fyrir að kommenta og lesa 🙂

      Kær kveðja
      Soffia

  10. Kolbrún
    15.11.2013 at 12:55

    Ojá nú má alveg fara að jólast smá fannst pósturinn flottur í gær en er sammála fyrri ræðumanni að þú ert svo flink að nota það sem þú átt fyrir og raða upp á nýtt að þú þarft ekkert að láni. Þú færð mann líka til að reyna að endurnýta en ekki bara kaupa nýtt.

  11. Soffia - Skreytum Hús...
    15.11.2013 at 16:14

    Özzzz….elskan mín góða! Það er hverjum manni hollt og gott og skilt að nota það sem til er, og vera í endurnýtingunni. En hins vegar er bara gaman að nota nýtt með og fyrir fagurkera eins og mig þá var póstur gærdagsins eins og að vera á fegurðarhlaðborði.

    Það er eins og að segja kokki að nota alltaf sama hráefnið. Mér finnst æðislegt að fá tækifæri til að nota hluti sem að mér finnast fallegir!

    Kær kveðja
    Soffia 🙂

  12. Sigga Dóra
    16.11.2013 at 01:23

    Mér finnst rosa gaman að fá svona hugmyndir og fá að sjá hvað fæst í búðunum.Ég bý úti á landi og kemst ekki oft til að skoða svona flottar búðir svo mér finnst voða gaman að sjá hvað er til.Get jafnvel hringt og beðið um að fá sent ef ég sé eitthvað sem ég bara verð að eignast og hef gert það nokkrum sinnum.Svo finnst mér þetta hjá þér snúast um að skapa eitthvað fallegt ,en ekki vera að selja okkur eitthvað 🙂
    Knús og þakkir fyrir ææææðislegt blogg

  13. mAs
    16.11.2013 at 02:12

    Ég verð nú að segja að mér finnst bara fínt að fá svona upplýsingar, um hvar hitt og þetta fæst…það sparar manni jafnvel sporin ef leitað er að ákveðnum hlutum. Auðvitað frábært að endurnýta og allt það en hitt má sko alveg vera með 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *