Kalkað meir…

…og meira, meira í dag en í gær.

Ég elska að mála með kalklitunum frá henni Auði Skúla (sjá hér Facebook-síðuna og hérna er bloggsíðan hennar).  Þannig er mál með vexti að ég var með hvítann bakka úti á borði seinasta sumar….

2012-06-03-153545

…bakkinn var keyptur í Ilva seinasta sumar, en það er eitt sem maður lærir af reynslunni (eða bara ef maður hugsar dæmið til enda) og það er hafa trébakka á borðin utandyra á Íslandi, þýðir bara að þú kemur að bakkanum, oftar en einu sinni fullum af vatni – obbbobbbobb…

2012-10-13-004858

…því þufti ég að pússa hann aðeins upp og grunna upp á nýtt með hvítum grunni.  Síðan tók ég fram hina fögru kalkmálningu og notaði Lute Secco-litinn…

2013-06-01-224938

…og síðan var bakkinn málaður…

2013-06-01-224931

…og sandpappíraður…

2013-06-01-225421

…á hornum og köntum, og auðvitað botninn…

2013-06-01-225431

…skemmtilega rustic…

2013-06-01-225436

…og það var sem sé hann sem stóð undir pósti gærdagsins…

2013-06-02-224806

…og það er nú bara gaman að breyta svona bökkunum sínum, einfalt og skemmtilegt…

2013-06-02-224820

…ahhhhh, og ég gerði líka þessar tvær krukkur…

2013-06-02-224835

…svarti borðinn úr Ikea?, af hverju man ég ekki neitt…

2013-06-02-224846

…hægt væri að láta myndinar ná hringinn, en hins vegar gerði ég það ekki í þetta sinn…

2013-06-02-224853

…síðan verð ég að hryggja ykkur með því að setja inn smá svona stærðfræðiþraut fyrir ykkur sem að nennið að kommenta hérna hjá mér, því að ég var gjörsamlega að drukkna í spampósti frá alls konar “vinum” alls staðar að úr heiminum.   Nú ef þið eigið í vandræðum þá er hægt að komast á reiknivél hérna 😉  Við vorum að fara yfir 2000plús spampósta í gær, og þegar að bóndinn tók til eins og vindurinn þá henti hann því miður einu eða tveimur kommentum, biðst afsökunnar á því – það var óvart, ekki skamm´ann!

Í það minnsta, þá vona ég að þetta fæli ykkur ekki endanlega frá því að kommenta, því að þið vitið að ég kann að meta ykkur…..knúsar  ♥

2013-06-02-224925

7 comments for “Kalkað meir…

  1. Ása
    04.06.2013 at 08:35

    Ótrúlega flottur bakki og kertakrukkur, merkilegt hvað svona föndur hefur mikið að segja…

  2. Kristín Sig.
    04.06.2013 at 09:29

    Flottur svarti borðinn með hvíta þræðinum. En þessi bakki vildi bara verða svona bakki fyrir flotkerti! Þess vegna fylltist hann af vatni.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      04.06.2013 at 10:04

      Kannski þráði grey bakkinn að verða fuglabað og ég skemmdi það fyrir honum? 😉

  3. 04.06.2013 at 09:59

    Lyktar kalkmálningin? Er með eina dollu og nokkrar hillur sem ég ætla að mála en kem mér ekki í það vegna þess að ég fæ svo oft höfuðverk þegar ég mála.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      04.06.2013 at 10:05

      Finn kannski lykt þegar að ég hræri upp í málningunni, en alls ekki eftir að hún hefur þornað og er komin inn! 🙂

  4. 04.06.2013 at 12:45

    Liturinn á bakkanum er æðislegur, kemur mjög vel út!

  5. Anna Sigga
    04.06.2013 at 22:53

    Glæsilegt að vanda…..skemmtileg þraut 😉

    Kv AS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *