Kökudiskar – DIY…

…það er bara þannig að kökudiskar á fæti eru yndi!  Ok?

Ég fæ bara ekki nóg af þeim 🙂

Hér kemur því póstur með tveimur diskur sem að ég DIY-jaði fyrir sjálfa mig.  Áður hef ég gert þennan hér – ef þið viljið kíkka á hann!

#1

…en þetta er sem sé þessi hér, sem ég sýndi ykkur um daginn.
Skál sem var snúið á hvolf, keypt í Daz Gutez…

2013-07-08-235028

…og trébakki með glerkúfli sem var keyptur á sama stað…

2013-07-08-235038

…og svo settir saman…

2013-07-08-235118

…þið voruð mjög sáttar við þetta svona.  En hins vegar look-aði það betur á mynd en í alvöru.  Mig langaði ekki að vera með tréð á móti álfætinum…

2013-07-09-171627

…þannig að ég spreyjaði, en hins vegar var ég ekki skotin í litinum…

2013-08-13-204459

…en hins vegar lyftist heldur betur brúnin á frúnni þegar að fallegu spreylitirnir, sem að ég fékk í Slippfélaginu í Borgartúni, voru komnir í hús, þá var bara vandamálið að velja 🙂

2013-08-13-205455

…og svo la voila – fyrst var ég í heiftarlegum pælingum um að halda toppinum viðarlituðum, en nahhhhhh…

2013-08-13-205502

…betra bara svona, ekki satt?

2013-08-14-192419

…það er líka svo gaman að fá svona “pop of color” inn í eldhúsið…

2013-08-14-192433

…og á björtum sumardegi, eins og í gær, þá look-ar þetta bara vel…

2013-08-20-165821

…ég er svo skotin í honum, og vitið þið hvað!  Svo ef ég fæ leið þá er bara að spreyja aftur, og aftur og aftur  – fínt fyrir konur sem eru í órólegu deildinni…

2013-08-20-165829

#2

…síðan var það þessi litli sem kom líka með mér heim, krúttið á honum…

2013-06-13-232630

…ætlaður til upphengis, jú sí…

2013-08-20-165909

…og lítill kertastjaki, kostaði litlar krónur…

2013-08-20-165912

…og sameinaðir, og búið að þræða borða 🙂

Heyrðu já, og blómaleyfarnar sem voru á diskinum hurfu bara þegar ég strauk yfir með stálull…

2013-08-20-165939

…þetta er nú bara smá spilun ekki satt?

2013-08-20-170026

…hvor er sætari #1 eða #2 ?

Starred Photos187

….eigið þið ekki einhverja svona upphengisdiska  sem er hægt að breyta í kökudiska.

Ég er sérstaklega skotin í að geta sett mismunandi borða eftir tilefnum, það er bara gaman!

Starred Photos188

Þú gætir einnig haft áhuga á:

12 comments for “Kökudiskar – DIY…

 1. Audur
  21.08.2013 at 11:26

  Geggjaður túrkisliturinn. En samt báðir diskarnir sætir. Þarf greinilega að kaupa mér nýtt sprey 😉
  Kv. Auður.

 2. 21.08.2013 at 11:29

  Vá þeir eru báðir dásamlegir, en ég held að nr 1 vinni! Hann er hreinlega gordjöss, liturinn alveg æði, er ekkert smá ánægð að hægt er að finna þessa liti í spreyi þægilegar að spreyja en mála 🙂

  kv Ásta

 3. Edda Björk
  21.08.2013 at 12:53

  ohhhh snillingurinn þú !!!!!

 4. 21.08.2013 at 14:14

  Báðir eru betri! Liturinn á þeim fyrri og borða hugmyndin á þeim seinni, snilld!

 5. Svandís J
  21.08.2013 at 15:20

  Báðir rosalega fallegir 🙂

 6. 21.08.2013 at 16:14

  Jessoribobb! Love it!

 7. Vala Sig
  21.08.2013 at 16:20

  Æði pæði
  Kveðja
  Valgerður Sig

 8. Hlín
  21.08.2013 at 17:13

  Æðislegir báðir tveir

  ég er með spurningu varðandi bláa turkis-diskinn. Ég á líka svona viðarplatta sem mig langar að spreyja (keypti hann einmitt í þeim Góða)

  Hvernig er það þegar þú skerð á þessu, flagnar ekkert spreyið upp, seturu eitthvað lakk yfir ?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   21.08.2013 at 22:46

   Góð spurning Hlín, og svarið er eiginlega bara það kemur í ljós 🙂

   Hafði hugsað mér að nota svona kökublúndu áður en ég setti köku á diskinn en annars þarf ég að skoða þetta bara nánar. Leyfi ykkur að fylgjast með!

 9. 21.08.2013 at 23:06

  Glæsilegt ég keypti einmitt akkúrat þessa tvo liti í Litalandi hér á Akureyri fyrr i sumar

 10. Heiðrún B.
  29.08.2013 at 18:38

  Ég er greinilega meira fyrir less is more, mér finnst nr. 2 sætari en hinn er líka sætur.

 11. Dísa
  07.09.2013 at 08:20

  Sæl báðir flottir! Með hvernig lími mælir þú með?

Leave a Reply

Your email address will not be published.