Ó blessuð sértu sumarsól…

…sem loksins kemur og vermir oss!

2013-07-17-143008

Aðeins í skamma stund, rétt á milli regnskúra.
En á svona sumri er það þannig að “beggars can’t be choosers” 🙂 og maður er þakklátur fyrir hverja stund.

Þar sem að Stína var búin að bjóða til partýs, og ég búin að koma með regnpóst úr garðinum.  Þá ákvað ég að taka smá myndir sem voru ekki blautar í gegn…

cats

Það hefur kannski ekki margt breyst frá því í fyrra, því það er ekki eins og maður fái sér ný útihúsgögn á hverju ári.  Þannig að þið verðið bara að þola þetta einu sinni enn…

2013-07-17-142457

…ég notaði ekki uppáhalds litinn minn úti núna.  Heldur ákvað ég að nota bara jarðtóna og leika mér með þá…

2013-07-17-142516

…á borðinu stendur nýji, flotti bakkinn minn sem að kemur frá Sirku á Akureyri.  Hann er ekki bara gordjöss, heldur var hann líka á frábæru verði og ég elsk´ann…

2013-07-17-142639

…og bara svona til þess að sýna ykkur að konur sem að eiga kannske of mikið af bökkum sem eiga alveg passlegt af bökkum, geta bara geymt þá í körfum ásamt umfram púðum, og það er ekkert ljótt…

2013-07-15-225019

…ég tosaði eina greinina aðeins niður og festi í hana luktirnar tvær…

2013-07-17-142700

…og á borðinu stendur dúnkurinn minn fagri, sem er kjörin í svona útipartý, þar sem að engar flugur og vesen komast þarna ofan í, snilld.  Ég vissi að það væri bráðnauðsynlegt að eiga svona…

2013-07-17-142706

…á bekknum eru síðan púðar ( sá röndótti er frá Ikea, en umslagapúðinn er úr RL-Vöruhúsi)…

2013-07-17-142720

…og á bakkanum stendur síðan Kikku-kannan mín fína…

2013-07-17-142728

…Poste France-púðinn er frá H&M…

2013-07-17-142748

…ansi hreint fínn bara, og hefur sést á milljón innanhús bloggum í Skandinavíu.  Blúnduflaskan er heimaföndur, sem er hægt að skoða nánar hérna

2013-07-17-142758

…og þannig er þetta þá…

2013-07-17-142817

…þið fenguð að sjá nokkrar myndir að utan, reyndar ekkert í glampandi sól – en hey, í þurru, og það er þó eitthvað…

2013-07-17-142900

…þessi karfa sýnir kannski að stundum þarf ekki nema smá lurka og köngla, og þá ertu komin með smá skreytingu úti við…

2013-07-17-142908 2013-07-17-142914

…svona er þetta þá í þetta sinn, en með því að bera saman myndirnar frá því í fyrra, þá sést líka hvernig allt getur verið “alveg eins”, en samt breyst heilan helling bara með því að skipta úr púðum og teppum og öðru smávægilegu…

2013-07-17-142937

…og það sést líka vel munurinn á myndunum, sem eru teknar í sólinni góðu og svo þessum…

2013-07-17-142945

…en takk fyrir heimboðið Stína mín, og endilega kíkið á alla hina sem eru að linka sig inn í partý-ið, það er alveg heill hellingur af skemmtilegum hugmyndum og myndum 🙂

2013-07-17-143002

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Ó blessuð sértu sumarsól…

 1. 18.07.2013 at 11:21

  Takk fyrir að taka þátt og hjartanlega velkomin í bloggpartýið 🙂
  Eins og í fyrra þá alveg elska ég hvað pallurinn þinn er nátturulegur og kósý með gróðurinn flæðandi inn og svo elska ég þessar gömlu mátulega shabby flísar þína. Jebb jarðlitirnir geta nú hvergi passað betur en þarna í svona nátturulegu umhverfi.

  kveðja og knús
  Stína

 2. Guðrún H
  18.07.2013 at 13:36

  Þetta er bara kósý 🙂

  Var ekkert mál að koma með dúnkinn með sér heim? Ég er að spá í að finna mér einn þegar ég fer út í september.

  Kveðja Guðrún H.

 3. Svandís
  19.07.2013 at 16:36

  Kósý og látlaust hjá þér, sé fyrir mér að þetta sé líka einstaklega rómó að kvöldi til 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.