Jólaljósin okkar…

…við hjónin lögðum í leiðangur í jólalandið í Bauhaus til þess að kaupa fleiri jólaseríur hérna úti við hjá okkur. Enda komin með töluvert meira pláss til skreytinga en áður og því brýn nauðsyn að bæta aðeins í safnið. Ég smellti af nokkrum myndum svona á leiðinni okkar inn að ljósunum til þess að leyfa ykkur að sjá aðeins…

//Bauhaus – samstarf

…er nú ekki mikil fígúrukona, en þessir voru voða sætir eitthvað…

…dásamlegar jólakúlur…

…og það er alveg gríðarlega mikið úrval af ljósafígúrum, bæði snjókörlum og dýrum og alls konar til…

…ferlega krúttaðir hundar, þessum þarf bara að hleypa út einu sinni á ári og svo ekkert meira 🙂

…en loksins rak ég augun í það sem leitað var að, en það eru samtengjanlegar útiseríur. Koma í þremur litatónum, við tókum þann hlýjasta, og fást 50 eða 100 ljósa saman í pakka…

Chrissline jólaljósin – smella hér!

…stóðst ekki mátið að skoða smá líka aðventuljósin, enda mikið til af fallegum…

…og svo er gríðarlegt úrval af upphengiskrauti á trén, ekta svona fyrir þematré í lit og svoleiðis…

…margt fallegt í hvítu, snjókorn og fleira…

…og ef þið leitið að englahári, þá fæst það í öllum litum í Bauhaus…

…en út á stétt og vinnum í þessu. Hér er serían sem við keyptum, eða sko einn kassi – það fóru nú alveg nokkrir í þetta…

…en það er hægt að aðlaga þetta mjög vel eftir þínum þörfum, með mislöngum framlengingarsnúrum eða t.d. þessu fjöltengi sem þýðir að það er hægt að setja fimm seríur í eina…

…og gott að passa að það þarf startsnúru með þessu öllu – annars gerist ekki neitt…

…hér er ég byrjuð að skella upp í hliðið okkar…

…en ég setti greni fyrst á og þræddi svo seríur í…

…og við seríunar sem eru í hliðini tengdi ég aðrar seríur sem fóru beint í tréð við hliðina – svo fór snúran úr þeim í innstunguna. En ég verð líka að hrópa húrra fyrir þeirri snilldarhugmynd í sumar að setja innstungur í hvert blómabeð…

…við settum síðan líka framan á pergóluna, en fyrst plan var að setja í hana alla en mér þótti síðan fallegra og hreinlegra að hafa þetta bara að framanverðu…

…ljósin í þakkantinum eru þau sömu og við höfum haft til margra ára og ég er með seríur frá JYSK í beðunum og líka í greninu fyrir ofan útihurðina…

…þannig að eins og sést erum við orðin nokkuð jólaleg hérna fyrir utan – ef það myndi bara koma smá snjóföl til þess að hægt sé að mynda þetta fallega! Við stóðum hérna hjónin og dáðumst að þessu og húsbandið sagði: “þetta er bara fyrsta árið okkar með þetta svona, við getum alltaf gert meira á næsta ári!” 🙂 Þannig að ég er mjög spennt fyrir framhaldinu ♥♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

1 comment for “Jólaljósin okkar…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *