Framkvæmdir í fullum gangi IIII…

….áfram örkum við veginn og þetta er seinasti pósturinn þar til lokaútkoman kemur í næsta pósti.
Húrra – það er alveg að koma að þessu!

Pósturinn er unninn í samstarfi við BM Vallá!

…eitt af því sem ég hvað hrifnust af og búin að bíða svo spennt eftir voru blómabeðin hlaðin úr Óðalssteininum frá BM Vallá. En ég sá þessa mynd í bækling frá þeim í fyrra og var alltaf bara, þetta er það sem ég vil!

…og það gerir svo mikið að ramma inn svona með steininum og svo verða beðin svo falleg og reisuleg. Svo eru þeir líka snillingar hjá Gullregn og skila af sér alveg hreint sérlega fallegri vinnu…

…eins og þið munið kannski þá var pergóla alltaf á óskalistanum mínum. Ég vildi einhverja sem væri frekar einföld, alls ekki mikið af krúsídúllum heldur meira svona plain og falleg. Hérna eru innblástursmyndir sem ég fann á netinu og notaði til hliðsjónar…

…varðandi málsetninguna á pergólunni þá var þetta bara miðað út frá eldhúsglugganum okkar, bæði varandi breidd og hæðin var miðuð úr frá spítunni sem er þarna fyrir ofan gluggann – þannig að þetta næstum smíðaði sig sjálf…

…og mér fannst ég bara nææææstum vera komin til Ítalíu þegar að greinarnar komu á milli spítnanna í loftinu…

…og það sem mér þótti pergólan fögur um leið og hún var komin upp…

…svo var bætt við svona “vegg” til þess að stúka aðeins af – sem mér finnst bæði snilld upp á fá smá meiri private og svo bara alveg endalaust fallegt…

…og þegar við máluðum pergóluna – þá fannst mér hún auðvitað enn fegurri…

…en við notuðum Svarta pallaolíu frá Slippfélaginu á allt timbur, fórum bara eina umferð og æltum svo aðra á næsta ári…

…og þar sem ég fékk endalaust af spurningum um “hvernig við þorum” þá set ég þetta hér inn líka…

…og allt í einu fannst mér þessi spíta sem skiptir húsinu í tvo hluta “meika sens”.
Hún hefur alltaf pirrað mig smá en ekki lengur…

…það gladdi mig líka að sjá hversu falleg pergólan er inni frá séð, og nei – það verður ekkert dinnt þó hún sé á…

…og síðan var smíðað hlið í stíl, pergóluhlið sem fer á milli blómabeðanna og rammar inn innganginn að húsinu…

…þetta var líka breyting sem ég gerði því mig langaði bara að fá frekar meiri sjónræna “þyngd” í beðið vinstra megin, þar sem það sem er hægra megin er nú þegar “fullt” af trénu..

…síðan voru festar ofan á þverspítur, til þess að gera þetta “eins” og pergólað…

…við létum setja ljós í öll beðin, keyptum staura í stærri beðin en minni ljós við sorpskýlin. Ljósin voru keypt í Bauhaus…

…það var hlaðinn grunnur og ofan á hann byggður veggur, sem stúkar okkur frá garði nágranans og myndir bakið við sorptunnuskýlin okkar…

…síðan kom loksins sorptunnuskýlið okkar, eins og gjöf af himnum ofan…

…eða þið vitið, gjöf upp á 1,7 tonn sem þarf risa kranabíl og 6 menn til að koma fyrir 😀 Svo átti eftir að mála hurðar og koma þeim fyrir, seinni tíma verk…

…en ó þvílík fegurð!

…en eins og þið munið þá færðum við skýlið frá upprunalegu teikningunni sem er eitthvað sem ég er ótrúlega sátt við – gæti ekki hugsað mér annað í dag…

…og beðin okkar voru öll tilbúin og biðu þess að vera fyllt með mold…

…sem var einmitt flutt af sama kranabíl…

…og munurinn sem moldin gerir, það er sennilegast það skemmtilegasta við þetta allt – það er að hvert skref er maður að upplifa svona vá-móment, eitthvað sem manni finnst gera allt svo mikið flottara. Svo er bara annað svoleiðis móment sama dag eða bara í næstu andrá…

…það er synd að segja að við höfum ekki látið fara fyrir okkur…

…þetta var annasamur dagur – tréverkið fór líka í vegginn fagra…

…og við keyptum ljós í Rafkaup og létum setja á veggina…

…og svo reis timburveggur við bílskúrinn og það er á áætlun að halda honum áfram í kringum garðinn á næstu árum…

…eruð þið ekki bara að verða spennt?

BM Vallá – Heimasíða
BM Vallá – Facebook
Gullregn Verktakar – Heimasíða!
Gullregn Verktakar – Facebook!

…og þá er það bara lokaútkoman í næsta pósti og ef það eru einhverjar spurningar, þá megið þið endilega skella þeim hingað inn!

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like –
þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

1 comment for “Framkvæmdir í fullum gangi IIII…

  1. Sigríður Þórhallsdóttir
    03.09.2023 at 17:55

    Þetta er alveg frábært og ég er mjög spennt að sjá lokaútkomuna þótt mér finnist maður geta nánast séð hana 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *