Teljum niður…

…ég verð nú að halda í hefðirnar og sýna ykkur kertið, sem er að mínu mati fallegasta dagatals keritð á landinu, ef ekki í víðar. Hún Vaiva er með síðuna sína VAST.IS og ég er búin að vera heilluð af vörunum hennar síðan held ég 2019. En hún er svo mikil listakona og allt svo fallegt sem hún skapar.

Vaiva er búsett á Akureyri og ég var svo heppin þegar ég fór norður um daginn að hún kom við og færði mér dagatalskertið fyrir 2022 að gjöf og það er algjörlega gordjöss í ár.

Ég fékk þessa gjöf án skuldbindinga um umfjöllun og er pósturinn unnin algjörlega að mínum frumkvæði! Pósturinn er ekki kostaður!

…eins og alltaf þá eru kertin pökkuð inn í brúnan umbúðapappír og er hann svona fallega merktur og þar að auki er ártalið líka á. Þannig að þetta er svo fallegt til gjafa og það er skemmtilegt að skapa hefðir og færa t.d. mömmu eða tengdó svona að gjöf inn í aðventuna…

…og endalaust stílhrein og falleg þegar pappírinn fer af, og ártalið líka á kertinu…

…það er líka hægt að kaupa þennan stjaka undir kertin inni á VAST.IS…

Smella hér fyrir kertastjakana!

…en þeir eru mjög flottir og líka stabílir, sem er brill…

…þannig að fyrst sjáum þetta hérna bara mjög einfalt, kerti og standur – og jú, jólatrén á bakvið…

…em svo er líka hægt að setja þetta upp lítinn disk á fæti og bæta við smá könglum…

…enda verður allt meira jóló með könglum og jólatrjám, ekki satt?

…síðan bætti ég bara við litlum dýrum og jólasnjó, og bjó til lítið jóla ævintýri…

…þetta verður nú svoldið mikið krúttað svona, ekki satt?

…en svo má líka bregða sér aftur í einfaldleikann, og hér er bara notuð skál og könglar – athugið að kertastjakinn frá VAST.IS er líka þarna ofan í til þess að lyfta upp kertinu og gera það stöðugt…

…og svo má alltaf bæta við greni, lifandi eða gervi…

…mæli með að kíkja inn á heimasíðu VAST.IS (smella) …

…svo verð ég að sýna ykkur kortið sem fylgdi kertinu, en hún er einmitt að gera þessi dásamlegu jólakort – þvílík fegurð…

Smella til að skoða úrvalið í jólavörum!

…og eins eru merkimiðarnir hreint yndislegir…

Smella hér fyrir merkimiðana!

Ég vil líka benda ykkur á að kertin hafa komið í takmörkuðu upplagi og alltaf selst upp, og það borgar sig því að panta sem fyrst ef þið hafið áhuga á
Takk fyrir mig elsku Vaiva, og ég get ekki beðið eftir að kveikja á fallega kertinu mínu og fara að telja niður í desember! ♥♥

Smella hér fyrir dagatalskertin!
Smella hér fyrir kertastjakana!
Smella hér fyrir merkimiðana!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *