Sitt lítið af hverju…

…er svoldið þema þessa pósts. Búin að vera að jóla mikið undanfarið, en er alveg hreint ekki komin alveg þangað sjálf sko, hérna heima. Þannig að ekki halda að ég sé farin að jólaskreyta á fulli, ennþá 🙂


En ég er hins vegar að njóta þess að sólin hefur skinið aðeins inn um gluggana, og það gerir allt fallegra…

…og eins og alltaf þá er ég að elska að vera með falleg afskorin blóm í vasa, og þá staðreynd að við erum komin á fullt í kertatímann…

…ég gerði líka merkilega uppgvötun um daginn, að ég virðist alltaf kaupa mér blóm í stíl við fötin sem ég klæðist, eins fyndið og það er…

…safaribúntin eru líka búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér, það sem þau eru nú falleg…

…annars talandi um það sem mér finnst fallegt….

…ég er svoleiðis að reyna að mynda í hvert sinn sem sólin skín inn í stofuna, þar sem ég veit að við erum á leið í dimmara tímabil…

…sem mér finnst alltaf örlítið erfiðara, því ég þrífst á birtunni – og skuggaleiknum sem verður til…

…svo er það auðvitað þessi hérna, hann er mikið að vinna með að hækka krúttstuðulinn á hverri mynd sem maður tekur af honum…

…dásemdardiskurinn sem ég fékk í Dorma (#samstarf) og er svo endalaust hrifin af, þið sáuð hann í afmælispóstinum (smella hér)

Diskur – smella hér!

…en svo er það líka kostur við myrkrið að kertatímabilið er tekið við, og er extra kózý…

….lítill og kózý póstur, vona að þið eigið ljúfa helgi ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát

2 comments for “Sitt lítið af hverju…

  1. 12.11.2022 at 11:12

    Gaman að sjá myndirnar Soffía, langar að vita hvar þú fékkst hillurnar svörtu á efstu myndinni?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.11.2022 at 02:33

      Efri hillan var keypt erlendis, en sú neðri fæst enn í Tekk.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *