Sensai – uppáhalds…

…nú eru komin næstum 2 ár síðan ég skrifaði þennan póst hér (smella) – um Sensai snyrtivörurnar dásamlegu, og mér fannst bara kjörið að setja inn aftur núna, þegar ég er komin með svona mikla og góða reynslu af þeim: Ég var því svo heppin að fá vörurnar sem ég fjalla um hérna í samstarfi, en það er algjörlega óháð umfjöllun og er ég bara að deila þessu með ykkur af því að ég finn sjálf svo mikin mun og er svo ánægð með það sem ég hef verið að nota!

En ég vil líka taka það fram að þetta eru vörurnar sem henta mér og minni húðtegund og það er oft mjög mismunandi hvað er að henta hverjum og einum.

Athugið að feitletrað/undirstrikað eru beinir hlekkir á síðu Beautybox.is! og ég hef líka notast við þeirra lýsingu á vörunum að hluta.

Húðhreinsivörur

Ég er enn að nota kombóið með hreinsiolíunni og hreinsigelinu og mér finnst þetta vera að henta minni húð alveg fullkomlega:

Sensai – Cleansing Oil (Step 1) – þessi hérna er alveg snilld og maður finnur bara hvernig farðinn bráðnar af andlitinu. Samt mild og mjög þægilegt að nota. Þetta er fyrsta skrefið í húðhreinsun á kvöldin.

Sensai – Creamy Soap (Step 2) – þegar búið er að nota olíuna þá nota ég þessa hérna, set smá í lófann og hún freyðir vel og ég nota hana yfir allt andlitið. Ég nota þetta líka sem fyrsta skref á morgnana.

Sensai – Sponge Chief – Það er líka alveg geggjað að nota svampklútinn frá þeim til þess að þrífa andlitið og ég hef ekki notað bómul síðan ég hef að nota hann. Umhverfisvæn snilld sem ég mæli 100% með.

Auk þess hef ég verið að nota bæði kornamaskan og rakamaskann og er bæði komið inn í mína rútínu þannig að ég vildi ekki vera án:

Sensai – Peeling Powder – Notist 1-3 í viku. Þarf ekki að nota Þrep 2 í tvöfaldri hreinsun á eftir Peeling Powder. Brúsinn virkar þannig að þú sturtar úr honum í lófann og þá kemur akkurat rétt skammtur fyrir eitt skipti, þú blandar þessu saman við vatn og nuddar á andlitið.

Sensai – Cellular Performance Mask – Næringarríkur kremmaski sem veitir húðinni ríkulegan raka, mýkt og ljóma. Geggjaður rakamaski. Best finnst mér að bera hann á að kvöldi og sofa með hann.

Andlitskrem

Sensai – Absolute Silk Micro Mousse Treatment – ok þessi hérna er alveg bomba. Húðin verður eins og silki þegar maður er búin að setja þetta á andlitið og fyllt af raka. Ég er t.d. alveg að verða búin með mína og er alveg að spara mér restina af þessu.

Sensai – Cellular Performance Throat and Bust Lifting – ofsalega gott krem á háls og bringu, mjög svo gott fyrir okkur sem erum orðnar “fullorðnar”.

Sensai – Absolute Silk Fluid – dásamlegt rakakrem, sem ég notað bæði kvölds og morgna. Algjörleg passlegt fyrir mína húð.

Síðan ég hóf að nota þessar vörur þá hef ég ekki fundið fyrir þurrk í húðinni og hef verið mjög góð þrátt fyrir verulega kalda vetur.

Það sem hefur svo bæst við er dásamlegt augnkremakombó og krem fyrir varirnar:

Sensai – Total Eye Treatment – Húðrútína fyrir augnsvæðið með blöndu af REFRESHING EYE ESSENCE og MELTY RICH EYE CREAM. Tvenna sem dregur úr daufleika húðarinnar og sýnileika fínna lína og hrukka. Kremið í krukkunni nota ég á kvöldin, það er svona feitara, en hitt er á morgnana.

Sensai – Cellular Performance Total Lip Treatment – Þessi nýja og silkimjúka formúla ljáir vörunum raka og næringu. Hún smýgur djúpt undir yfirborð varanna, beinir athyglinni að útlínum þeirra og veitir þeim náttúrulega fyllingu. Háþróuð formúlan er silkimjúk viðkomu en helst jafnframt á sínum stað. Njóttu þess að vera með þrýstnar og fallegar varir.
Dregur úr öldrunareinkennum
-Ásýnd fínna lína á og við varirnar verður mýkri.
-Svæðið umhverfis munninn verður fyllra.
-Varirnar verða þrýstnari

Sensai – Cellular Performance Brightening Make-up Base – Uppbyggjandi grunnur sem dregur úr brúnum blettum og háræðaslitum. Kemur í veg fyrir að farðinn setjist í línur og svitaholur. Ef þú ert að glíma við vandamál eins og rauða húð, háræðaslit og brúna bletti, þá er þetta vara fyrir þig.

Farði og púður

Sensai – Bronzing Gel – litað gel sem gefur húðinni frísklegt útlit. Nota lit BG62.

Sensai – Glowing Base – Þessi er fullkominn undir meikið, og oftast blanda ég hann með Bronsing gelinu og finnst það æðislegt. Grunnur undir farða með perlukenndum lit, leiðréttir húðlit og veitir hraustlegan ljóma og raka. Verndandi og rakagefandi grunnur sem veitir ljóma og heldur farðanum náttúrulega þéttum allan daginn. Glowing base kemur í veg fyrir að farðinn setist í línur og svitaholur. Notist á eftir rakakremi og undir farða.

Sensai – Flawless Satin Moisture meikið – Nýi Flawless Satin Moisture farðinn veitir þægindi með raka og leggst yfir húðina eins og annað húðlag. Þessi var nefnilega endurbættur fyrr á árinu og er orðinn í miklu uppáhaldi líka, nýjar formúlan er rakameiri og er líka að hylja betur. Þannig að hún hentar minni húð mun betur. Litur: FS103

Sensai – Cellular Performance Cream Foundation – ég á bara ekki orð yfir þessu meiki, þetta er það allra besta sem ég hef nokkurn tíma notað. Þekur vel en andlitið verður ekki svona “keikí” og ég þarf í raun ekki að nota felara þegar ég er að nota þetta hér! Besti í heimi! Sérstaklega fyrir okkur sem erum komnar með þroskaða húð, við þurfum þennan raka! Ég hef verið að nota litina CF11 og CF12 mest, en prufaði nýlega CF22 -og er ánægð með hann!

Sensai – Loose Powder – frábært laust púður sem ég nota hérna heima, um leið og ég er búin að setja meik, svona til þess að “festa” farðann. Þetta einstaka silkipúður getur þú notað sem púður, farða, hyljara til að fá einstaklega náttúrulega áferð.

Sensai – Total Finish áfylling – þetta er klassíska frábæra púðrið sem ég er alltaf með í veskinu, alveg síðan ég var í menntaskóla. Litur: Warm Beige TF103.

Sensai – Sun Protection Compact – þetta var ég að prufa í fyrsta sinn núna í haust og ég elska það, finnst frábær þekja og virkilega falleg áferð. Rakagefandi púðurfarði með SPF30 sem þekur vel og fallega.

Sensai – Eye Shadow Palette – virkilega falleg augnskuggapalletta, alveg fullkomin hversdag, sem og auðvitað spari. Það eru fjórar mismunandi pallettur sem eiga það sameiginlegt að vera allar í fallegum brúnum tónum, fer bara eftir hvað er að henta þér best, og mjög þægilegir í blöndun. Í augnablikinu er no. 02 í uppáhaldi, en ég er mjög hrifin af öllum.

Sensai – Lash Volumiser 38C – þessi maskari er einn sá allra besti, 100% meðmæli. Einstakur bursti sem þykkir augnhárin þannig að þau virðast meiri án þess að klessast. Liturinn á maskaranum er svartur og gerir augun einstaklega falleg. Allir maskarar frá SENSAI eru 38° það þýðir að þeir þola tár, svita og vatn upp að 38 gráðum en hreinsast auðveldlega af með heitu vatni, heitara en 38 gráður.  Hann leysist aldrei upp heldur fer að í heilu lagi svo þú verður aldrei svört undir augunum.

Sensai – Liquid Eyeliner – þessi er einstakur, blautur eyeliner sem er fullkominn. Einfaldur í notkun, hægt að gera bæði örþunna eða þétta línu. Hægt að kaupa fyllingar.  Vinsamlega athugið að nýju fyllingarnar passa ekki í gamla pennann.   

Sensai – Lash Lengthener 38°C – Nýr maskari frá SENSAI 38°. Mjúkur, tinnusvartur maskari sem lengir og mótar á óaðfinnanlegan hátt. Sérhannaður burstinn grípur jafnvel stystu augnhárin og aðskilur þau.
Skilar einstakri áferð og sveigju sem helst allan daginnn. Rennur ekki til, og þolir tár, svita og vatn upp að 38°. Glænýr maskari frá Sensai sem lengir augnhárin, og ég er alveg heilluð af honum. Finnst geggjað að nota hann fyrst, og svo þennan eldri til þess að fá bæði lengingu og þykkingu!

Sensai – The Lipstick – Einstakur lúxusvaralitur sem spornar gegn öldrun. Dýrmætir eiginleikar gulls og silkis sameinast um að veita varasvæðinu fullkomna áferð og mýkt. Shirayri Nude og Suzuran Nude eru mínir uppáhaldslitir.

Sensai – Lip Pencil – Silkimjúkur varablýantur. Inniheldur Kosihimaru silki, auðvelt að móta varirnar. Yddari fylgir með hverjum blýanti. Þeir eru líka mjög stórir og endast því alveg endalaust. Mínir uppáhalds litir: Feminine Mauve 4 og Classy Rose 5. Nota oftast bæði með varalitum og glossi.

Sensai – Contouring Lipstick – Nýi CONTOURING VARALITURINN er innblásinn af hefðbundnum japönskum blekteikningum og fyllir upp með skuggatónum sem bæta dýpt við aðallitinn. Skref til umhverfislegrar sjálfbærni: Varalitahulstrið og fyllingin eru seld sitt í hvoru lagi. Hægt er að nota varalitahulstrið oftar en einu sinni með því að skipta um fyllingu.  Mínir litir: CL12 Beige Nude – CL08 Beige Pink og CL11 Reddish Nude.

Sensai – Total Lip Gloss (3 litir) – Með einni stroku af þessum dásamlega gloss verður ásýnd varanna fyllri, mýkri og ljómandi af raka. Silkimjúk og rakagefandi formúlan sléttir úr lóðréttum línum varanna sem verða mýkri ásamt því að ljá þeim milda og glæra tóna.

Ef þið eruð með einhverjar spurningar þá er velkomið að láta þær koma hér fyrir neðan!

Smella hér til þess að fylgja Sensai Cosmetics á Facebook.

Vona að þið hafið haft saman af þessari miklu samantekt, mæli líka 100% með að fylgja Sensai Cosmetics á Facebook, en þær eru einstaklega duglega að setja inn efni, og við það að svara og ráðleggja þarna inni – alveg til fyrirmyndar!

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum.

1 comment for “Sensai – uppáhalds…

  1. 02.03.2023 at 18:27

    takk fyrir góðar upplýsingar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *