Glasgow…

…í lok ágúst fórum við hjónin til Glasgow í langþráða tónleikaferð. Forsagan er sú að ég gaf eiginmanninum miða á Coldplay tónleika í nóvember í fyrra, þannig að hann hafði heldur betur þurft að bíða eftir að fá gjöfina sína. En það var loks komið að þessu og 22.ágúst skelltum við okkur beinustu leið til Glasgow. Það verður að segjast eins og er, Glasgow er snilld í svona “smáferðir” – flugið er bara rétt 2klst og flugvöllurinn lítill, og að taka leigubíl þaðan niður í miðbæinn kostar um 30pund. Við vorum 2 pör þannig að borgaði sig fyrir okkur, bara til þess að vera komin á hótelið á 15 mínútum og ekkert vesen…

…ég hef áður farið til Glasgow og þá gisti ég á Doubletree hótelinu (sjá allt um þá ferð hér – smella)sem er rétt fyrir ofan Sauchiehall Str. en núna þá vorum við á Voco Grand Central, sem er hótel við hliðina á Grand Central lestarstöðinni. Eldgamalt hótel sem hefur hýst John F. Kennedy, Frank Sinatra, Winston Churchill og Gene Kelly, til þess að nefna nokkra. Hótelið var tilbúið til notkunnar árið 1883. Þannig að hótelið er ótrúlega falleg bygging og merklegt fyrir þær sakir. Það telst 4* og voru herbergin mjög fín, þægileg rúm og því bara til fyrirmyndar…

VOCO Grand Central Glasgow heimasíða!

…en það sem var mesta snilldin við hótel var án efa staðsetningin. Það stendur við Gordon Street og maður er í raun bara 5 mín að labba “allt”. Út á göngugötuna Buchanan St. og heill hellingur af veitingastöðum sem eru bara rétt við – þetta er algjör snilld….

…eins og í flestum borgum þá er gaman að rölta um og njóta þess að skoða byggingarnar, og stytturnar – sem reyndar hafa farið frekar illa út úr fuglalífinu núna í sumar greyjin…

…en eins og áður sagði þá naut ég þess mest að skoða byggingar…

…þessi hér stóð gengt hótelinu okkar, og sást út um gluggann á einu herberginu…

…og þegar maður horfði vel þá er magnað sjá hversu mosavaxnar skreytingarnar á húsunum eru…

….verslunarhúsnæðin eru líka mörg hver gordjöss…

…en svo var líka farið út að borða og bara notið þess að vera í smá foreldrafríi…

…af þeim veitingastöðum sem við borðuðum á þá var þessi geggjaðastur – Topolabamba – geggjaður mexikanskur matur og skemmtileg stemming. Það er rosalega mikið að gera þarna og best að panta borð, en við vorum svo heppin að fara um kl 14 að degi til og gátum því sest beint inn og borðað í ca 2 klst áður en farið var á tónleikana. Sem var alveg fullkomið!

…æðislegt að panta bara fullt af smáréttum og njóta þess að sitja lengi…

…eins og þið sjáið – bara hress með þetta!

…og svo um kvöldið, tónleikar Colplay – bara við og 50þús aðrir. Ótrúlega stemming og skemmtun!

…en það sem er hvað skemmtilegast í svona ferðum, að rölta um og skoða í kringum sig og finna og sjá fegurðina í því óvænta. Alls konar fallegt að sjá þegar maður lítur í kringum sig – bara inni í næsta húsasundi…

…ég gat síðan ekki annað en hlegið að þessum, sem vann við að standa fyrir utan Apple búðina í göngugötunni, og benda á að þjónustuna væri hægt að fá ódýrari annars staðar…

…kíktu inn í Frasers, sem selur alls konar merkjavöru – og mest af öllu var það vegna þess að mig langaði að skoða þessa fallegu byggingu…

…önnur eftirminnileg bygging var síðan Princes Square sem er verslunarmiðstöð, húsið byggt 1840 en skrautið er öllu nýlegra…

…Buchanan Street var gengið fram og til baka, en það er göngugata með mikið af verslunum. Getur farið hana upp að Sauchiehall St. eða niður að Argyle St….

…Amarone var mjög huggulegur ítalskur veitingastaður…

…svo er alltaf gaman að heyra frá ykkur – og ég setti þessa fyrirspurn inn á Insta og fékk alls konar skemmtileg svör…

…hér kemur listi yfir meðmælin sem ég fékk – það sem er merkt með * prufuðum við:

Veitingastaðir:

…Glasgow er náttúrulega bara snilld, þetta er svo stutt og þægilegt flug – borgin falleg, gott að borða og bara gaman að vera til – takk fyrir að “koma með” ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát ♥

1 comment for “Glasgow…

  1. Gurrý
    13.09.2022 at 09:24

    Elsku besta Glasgow – hvað ég get varla beðið að hitta þig í nóvember…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *