Útstillingar í Rúmfó…

…ég fór í það í vikunni að stilla upp í “frontinum” á Rúmfó á Smáratorginu. Eins og við er að búast eru búðirnar að fyllast af haustvörunni núna og það er alveg hreint svakalega mikið af nýju og fallegu að koma. Það er bara rétt byrjunin sem að dottin núna og við eigum aldeilis von á góðu. En skoðum það sem ég var að brasa með núna…

Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (útstillingar) og hef gaman að deila með ykkur.

…það er ýmislegt sem minnir beint á haustir, eins og t.d. þessar rauðu Eucalypturplöntur, sem eru æði. En svo er líka margt svo falleg í svona boho-stíl, eins og vasarnir og pottarnir…

Theo skrautplanta – smella
Klement blómapottur stærri – smella
Gustaf vasi – smella
Virum bekkur – smella
Nordby console borð – smella

…þetta er að gera mig svo káta í hjartanu allt saman…

…en ef við færum okkur svo í miðju pallsins, þá erum við með Virum skenkinn og skápinn þar…

Virum skenkur – smella
Virum skápur – smella

…erum svolítið að vinna með pör þarna, tveir vasar, tvær körfur…

…þessir fölbleiku vasar eru meðal þess nýja sem var að koma og eru æði, bæði liturinn og svo þessi skemmtilega áferð á þeim…

Casper vasi – smella

…þessi vasi var að koma inn nýr og líka þessi truflaði marmarabakki…

Thore vasi – smella
Valdemar marmarabakki – smella

…réttast að segja ykkur að það komu líka blómapottar í sama stíl og vasinn…

Max blómapottur – smella

…en svona í alvöru voruð þið búin að sjá þennan bekk/upphengi – mér finnst þetta svo töff, og það væri geggjað að setja t.d. tvo eða þrjá svona saman ef maður hefði plássið…

Egeby bekkur – smella

…snagar til þess að hengja á, geymsla ofan í bekknum, sæti til þess að tilla sér á og fara í skóna, og svo er svona brík ofan á þar sem væri hægt að setja eitthvað fallegt…

…basttaskan er líka uppáhalds, og verður enn fallegri með skrautblómunum í…

Majse basktaska – smella
Engkarse púði – smella

…á hinum pallinum eru síðan skrifborð og stólar, enda skólarnir að byrja og allir að setja sig í réttar stellingar fyrir það…

…og svo er um að gera að setja eitthvað fallegt með sem skreytir og kætir…

…þessir blómapottar eru nýjir, alveg hreint geggjaðir…

Klement blómapottur – smella

…inni í versluninni eru síðan nokkrar litlar “eyjur”. sem getur verið gaman að skoða…

…og þessi við andyrið er með helling af nýja dótinu.
Eins er skrifborðið æðislegt, fyrirferðalítið og fallegt…

Abbetved skrifborð – smella

…svo sjáið þið hérna hvað ólíkir vasar geta raðast fallega saman, og marmarabakkinn – lofit…

…það er líka oft gaman að vera ekki of mikið í stíl, svona skrautmunir eru algjörlega til þess að leika sér með þá…

…og stóru blómapottarnir eru frá sumrinu, en þið sjá hvað þessi muskulegi bleiki tónn er fallegur – og með því að skella bakka á þau þá yrðu þau geggjuð lítil borð…

Storespove – blómapottur

…vá hvað ég hlakka til þess að sýna ykkur meira, en við erum rétt að byrja sko!

Vona að þið eigið dásamlega helgi í vændum ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *