Big Blue Bag-dagar í Rúmfó…

Núna um helgina er Rúmfó með “Big blue bag”-daga. En þetta snýst um það að fá stóra, fjölnota innkaupapokann frá Rúmfó, skella honum ofan í innkaupakerru og fylla hann af því sem þig langar mest í. Allt sem þú kemur fyrir í einum poka, og getur haldið á honum, færðu með 20% afslætti – snilld!

Þessi póstur unninn í samvinnu við Rúmfó en að vanda eru allar vörurnar valdar af mér og hugmyndir frá mér komnar...

…í tilefni þess að Rúmfó er með BBB-daga núna (Big Blue Bag) þá ákvað ég að taka nokkrar myndir á Smáratorgi, sérstaklega að mynda hluti sem allir eiga það sameiginlegt að komast ofan í stóru bláu pokana og þið getið þar af leiðandi fengið 20% afslátt af.

Endilega munið líka að besta ráðið er að skella pokanum beint ofan í kerruna og það gerir allt léttara. Það er nefnilega hægt að vera með stóra mottu sem stendur upp úr svona poka þegar hann er í kerru *blikk blikk*…

…en þess ber að geta að það er einstaklega mikið af fallegum hlutum í búðunum núna, skrautvörur og blómapottar t.d. í miklu úrvali…

…alls konar bjútífúl fyrir pallinn tilbúið þegar veður leyfir…

…þessi gervistrá eru ótrúlega flott, og fallega klukkan er komin aftur og núna í stærðinni 50cm…

…meira fyrir sumarið, þessar luktir eru æðislegar fyrir búðkaupin, og balarnir auðvitað snilld fyrir brúðkaup og afmæli – eða bara á pallinn…

…það er líka alltaf extra skemmtilegt að mynda þegar búðin er svona fín…

…eldhúsdeildin búin að taka smá vaxtarkipp…

…fallegir bastvasar…

…þetta stell og diskamotta – lofit!

…svo alltaf raða fallegu saman á bakka…

…upphleypta teppið finnst mér alltaf æði, langar að finna rými fyrir það…

…svo margir fínir púðar…

…ef þið er prjónarar, þá er heldur betur hægt að nýta afsláttinn á garnið…

…hérna var sérstaklega fallegt sett á rúminu, og rúmteppið fannst mér æði…

…og sérstaklega mikið til af fallegu blómamynstri, svona inn í vorið…

…bastdeildin er einstaklega vel “mönnuð” þessa dagana…

…alls konar tegundir, og líka skemmtileg mynstur og litir…

…geggjuð karfa fyrir wc-pappír og virkilega falleg…

…ótrúlega mikið og djúsí úrval í baðvörunni núna…

…kerti og kertasjakar, eigum við einhvern tímann nóg?

…fallegar ferskjulitaðar greinar…

…þessi ferskjulitur er líka sérstaklega fallegur á glösunum og skálinni á fætinum…

…vona að þið hafið haft gaman að – svo ætla ég að sýna ykkur sér það sem kom upp úr pokunum (hægt að kíkja á story á Instagram). Þangað til segi ég bara góða helgi og njótið vel ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

1 comment for “Big Blue Bag-dagar í Rúmfó…

  1. Anna Sigga
    10.04.2022 at 10:15

    Rak augun í kubbakerti á einni myndinni hjá þér …. það sárvantar á Akureyri 🙁 Og úrvalið virðist vera miklu meira í borginni… en ég samt ánægð með Rúmfó á Akureyri þau eru með allskonar skemmtilegt gúmmulaði, húsgagnaúrvalið hefur breyst og aukist mikið en sumt vantar ennþá sem var á gamla staðnum 🙂 Kannski eru þau bara enn að læra á nýja staðinn 😀 Þekki það alveg það getur tekið mann meira en heilt ár að hengja eitthvað upp heima hjá sér td 😀

    Góða helgi og takk fyrir alla frábæru póstanna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *