Veggljós – DIY..

Ég er að gera smá röð af póstum þar sem ég fer sérstaklega yfir DIY-verkefnin sem voru gerð í þáttunum mínum. Veggljósin eru úr 6. þættinum úr annarri seríu: og þar sem luktirnar eru að koma í Rúmfó aftur núna fyrir sumarið, þá fannst mér kjörið að deila þessu…

Eitt af því sem var mér mjög hugleikið var að finna einhverskonar lýsingu eða listaverk á vegginn. Eitthvað sem myndi “fylla” upp í vegginn en helst ekki mikið af hillum sem myndu safna ryki. Mér datt í hug að finna bara falleg veggljós, en þau þurti helst að vera vel stór, svona til þess að það myndi passa hlutfallslega að vera bara með ljós fyrir ofan sófa, en ekkert annað!

Ég var svo í Rúmfó þegar ég rak augun í bastluktir sem voru að koma inn fyrir sumarið og ég var eiginlega um leið viss að þetta væri alveg málið. Svo þegar ég mátaði lampa sem fæst á sama stað ofan í, og hann smellpassaði, þá var þetta ekki flókið mál að sjá lokaútkomuna fyrir sér, vantaði bara smá sprey með…

Ljós – Rúmfatalagerinn
Lukt – Rúmfatalagerinn

…ég fjarlægði handfangið af luktinni, hún var svo spreyjuð og fékk að þorna vel. Svo var luktin einfaldlega skrúfuð beint á vegginn…

…það var svo borað gat í gegnum botninn á ljósinu og það síðan skrúfað við vegginn líka, innan í luktinni…


Peran sem fylgir með passaði ekki ofan í luktina og það var líka fallegra að kaupa peru í Byko sem var með svona krómstykki ofan á, til þess að birtan flæði betur til hliðanna. Þið sjáið líka hvernig þetta er fest hér á myndinni..

…ég ELSKA þessi ljós sko. Mér finnst þetta koma svo fallega út og varð bara eins og listaverk þarna inni…

Smella hér til þess að sjá hvað er hvaðan!

Smella hér til þess að horfa á þáttinn í heild sinni!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *