Panelveggur – DIY…

…mig langar til þess að gera smá röð af póstum þar sem ég fer sérstaklega yfir DIY-verkefnin sem voru gerð í þáttunum mínum. Panelveggurinn er úr þætti 2 í seríu 3.

Smella hér til þess að horfa á þáttinn í heild sinni!

Risaverkefnið okkar, panelveggurinn, gekk næstum frá mér  eða svona þannig sko. Það er í raun ekki erfitt að gera svona vegg með góðri hjálp – en þetta tekur tíma. Það er öruggt!

Þannig að veggurinn er alveg sér kapituli

Ég hélt í alvöru að við næðum ekki að klára þetta, ég var komin alveg á ystu nöf taugalega séð. Ég hefði nefnilega rætt við hann Sigga handyman og hann sagði að þetta væri bara ekkert mál – en tæki smá tíma og væri smá svona dúll við þetta. Flott helgarverkefni. Ok, flott helgarverkefni, við vorum með tímann frá kl 16 til ca 22 ef vel væri!

Snillingarnar í Byko komu mér til bjargar og ég sendi myndina á þá og fékk þá til þess að saga niður MDF-efni sem við gætum fest á vegginn. Pælingarnar voru hvort að þyrfti að bora og festa, eða hvort að kímkýtti myndi vera nægjanlegt.

Eftir miklar pælingar komumst við að því að límkýttið væri málið (notuðum málingarteip á meðan það var að þorna) og við lentum reyndar í því að festa fyrst upp vitlaust – það þarf að læra þetta allt, og því þurfti að laga vegginn eftir okkur líka – sjá hvítu skellurnar á veggnum…

…en að lokum var þetta komið upp á vegg og þá var sparslað í samskeytin og svo pússað yfir þar til þetta var allt orðið slétt og flott, og veggurinn lagaður líka…

…og svo þurfti að grunna allar spíturnar þegar þær voru orðnað fastar. Verkefni sem ég var að vinna til rúmlega kl 1 um nóttina, fyrir tökurnar daginn eftir (þið skiljið kannski örvæntingu mína), en elskan hún Helga Dís tók svo við að morgni og málaði allan vegginn morguninn eftir og þetta gekk upp…

…og eftir að Helga Dís var búin að mála vegginn með Dásamlegum, þá varð hann – Dásamlegur…

…ég get ekki sagt ykkur hvað ég var ótrúlega ánægð með útkomuna eftir alla þessa vinnu. Þetta er í raun svo einfalt en gerir svo ótrúlega mikið fyrir herbergið…

…veggurinn er alveg hetjustykkið þarna inni…

…liturinn á veggnum er Dásamlegur frá Slippfélaginu

Smella hér til þess að horfa á þáttinn í heild sinni!

Smella hér til þess að sjá hvaðan hlutirnir í herberginu eru!

…og já, þessi kona er svona ánægð með það að veggurinn góði varð að veruleika!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *