Til reynslu…

…ég hef nú gert grín að því í mörg ár að ég hafi fæðst á endalausu breytingarskeiði því ég er sjaldnast til friðs í lengri tíma. Eitt af því sem mig dreymir alltaf um að gera er að breyta aðeins hér í borðstofunni.

Ég er reyndar svakalega hrifin af borðinu okkar, og líka af stólunum, þannig að auðvitað meikar það fullkomið sens að mig langi til þess að breyta 🙂 En borðplatan er örlítið undin og því erum við alltaf með opin augun fyrir nýju borði, en það verður að heilla, því að ég elska þetta borð sem við erum með.

Svo eru stólarnir í miklu uppáhaldi, en þar sem þetta er eldhús og borðstofuborð, þá mættu þeir alveg vera mýkri til lengri setu. Svo finnst mér þetta svoldið mikill viður samankomin og myndi alveg vilja ná inn smá mýkt með taustólum…

Athugið að ég er í samstarfi með Húsgagnahöllinni en þessi póstur er ekki kostaður!

…eftir miklar pælingar og stólasetur, þá fékk ég þessa tvo stóla lánaða heim úr Húsgagnahöllinni, en mér fannst þessi grágræni litur á velúrstólnum alveg einstaklega fallegur og svo fannst mér brúni leðurstóllinn mjög svo heillandi. Þeir eru báðir mjög þægilegir að sitja í þar að auki, en því miður koma þeir ekki til greina eftir nánari skoðun…

…sá brúni var í fínni hæð við borðið, en lappirnar voru því miður of fyrirferðamiklar undir borðið…

…sá græni var alveg draumur að sitja í, og liturinn er að heilla mig, en þarna finnst mér bakið alltof lágt við borðið…

…ástæðan fyrir að ég ákvað að deila þessu hingað með ykkur er einmitt til þess að sýna að stundum tekur þetta einhvern tíma að finna, “þann eina rétta”. Það er ýmislegt sem ég er að leita eftir, þannig að ég gef mér bara góðan tíma þar til ég heillast…

York stólinn er líka til í fleiri litum fyrir ykkur sem eruð spenntar, þá er hægt að smella hér og skoða!

…ef ég hefði valið York stólinn þá var ég einmitt spennt fyrir að nota þessa hérna við endann á borðinu á móti – smella hér til þess að skoða Lake borðstofustól!

Bray stóllinn er líka einstaklega þægilegur og fæst í fjórum mismunandi dásamlegum litum
smella hér til þess að skoða!

…þið sjáið hér að græni stóllinn er ekki nógu hár við borðið, en það er líka ansi hreint stórt og mikið…

…en sem sé, áfram heldur leitin að hinum “eina rétta” – það kemur að þessu

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *