Innlit á antíkmarkaðinn á Akranesi…

…sem er alltaf ein af mínum uppáhalds helgarferðum. Markaðurinn hennar Kristbjargar er í bílskúrnum þeirra á Heiðarbraut 33 og er opið um helgar frá kl 13-17. Eins er hún dugleg að setja myndir inn á síðuna sína á
Facebook – smella hér!

No photo description available.

…þó ég sé ekki endilega að fara að versla, þá er þetta alltaf fjársjóðsleit og hjá henni Kristbjörgu er alltaf nóg af gulli að finna…

…þessi fallegi Björn Wiinblad-diskur var mikið að heilla…

…og svo er dásamlegt að safna til t.d. minni árstíðadiskunum sem kökudiskum og þeim stóru fyrir tertur eða kökur…

…það er svo skemmtilegt að finna líka eitthvað svona sem “allir” aðrir eiga ekki…

…það er alltaf til Juleaften diskarnir, sem og Morsdag og fleiri – ég elska að nota mína Juleaften sem forréttadiska…

…sérstaklega finnst mér gaman að safna þessum eldri, sem eru sjaldgæfari…

…það er eitthvað svo heillandi við gömlu leikföngin, og fallegt að stilla þeim upp…

…nostalgían nær alveg tökum á manni…

…ég elska allt svona hvítt leirtau, það er svo fallegt að blanda því saman með alls konar hlutum…

…svo er bara spurning um hvað heillar mann í það og það skiptið…

…Wiinblad er t.d alltaf heillandi fyrir mig…

…og eitthvað við hvítt og blátt postulín sem nær mér í hvert sinn…

…Mávastellið alltaf klassík…

…fallegu Holmegaard jólaflöskurnar…

…fallegu pínurnar eru til…

…þó ég sé almennt ekki mikið fyrir uppstoppun, þá er þessi óneitanlega fallegur og myndi sóma sig vel í hillu,,,

…dááááááásamlegu B&G ísbirnirnir…

…allt svona er í uppáhaldi í hillur hjá mér, myndavélar og alls konar skemmtilegir gamlir nytjahlutir…

…muna að horfa líka upp, en það eru alltaf til falleg loftljós…

…það eru til nokkrir Festivo stjakar frá Iittala, en þeir eru hættir í sölu hérna heima…

Góða helgi krúttin mín, keyrið varlega upp á Akranes – eða bara hvert sem þið haldið og njótið þess að vera til! ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

2 comments for “Innlit á antíkmarkaðinn á Akranesi…

  1. 09.01.2022 at 12:12

    Gaman að sjá þetta.

  2. Halla M Eiríksdóttir
    15.01.2022 at 14:22

    Alltaf svo gaman að koma og skoða og stundum finn ég eitthvað sem ég bara vissi ekki að mig vantaði fyrr en ég sé það þarna og öðrum stundum fer ég þarna og finn akkúrat það sem ég er búin að vera að leita að.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *