Arinhilla og uppröðun…

…núna er að þetta allt að gerast. Það var farið í leiðangur á háaloftið í gær og kassarnir – kassarnir í fleirtölu sko – sóttir og allt hitt hafurtaskið. Þannig að ég ætla að reyna að njóta þess að skreyta hérna heima í komandi viku, svona á milli þess sem ég sinni þeim verkefnum sem ég á eftir að ljúka.

Í þessum pósti langaði mig að sýna ykkur gordjöss jólavörur frá Rúmfó sem voru að koma í hús og ég sá svo alveg fyrir mér í hvelli að raða á arinhilluna. Þannig að þessi póstur er unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn en allar hugmyndir eru frá mér komnar og vörurnar valdar af mér (eins og alltaf)…

Hér eru vörurnar sem ég nota í þessum pósti:

…því verður ekki neitað að hvítur er minn eftirlætislitur á jólaskrauti, mér finnst það bara svo fallegt…

…og þessi hérna tré eru alveg hreint dásemd…

…líka vert að benda á þessi kerti, en ég kaupi þau alltaf og finnst þau vera svo góð – eru ekki leka neitt hjá mér og passlega þykk í flesta stjaka…

…mér fannst græna glerið mjög fallegt til þess að brjóta aðeins upp alla hvítu hlutina…

…þessi hérna tré eru þrjú í setti, og alveg pörfekt með…

…og þið hafið áður sé mig nota keramikhúsin fallegu með ljósi að innan…

…eins er ég að nota grænu grenilengjurnar, án snjós eða glimmers, og mér finnst þær svo fallegar – svo raunverulegar. Svo eru berjagreinarnar æðislegar, smá glimmer í þeim…

…fyrsta vers var að tæma alveg arinhilluna og þrífa…

…og með hjálp frá nokkrum bókum er útkoman þessi…

…mér finnst þetta sérstaklega fallegt og smá svona ævintýrabragur yfir þessu….

…blanda af trjám…

…og húsum…

…og þetta passar allt saman…

…það sem ég ætla að gera næst er að mynda þetta í björtu og setja inn fleiri myndir….

…og inni á Instagram má finna myndband af þessari uppröðun, en ég set það jafnvel inn á Facebook síðar í dag.
Njótið dagsins elsku bestu ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *