Jólakvöld Húsgagnahallarinnar…

…er í kvöld, haldið að vanda með pompi og prakt:

Hið árlega jólakvöld Húsgagnahallarinnar verður í versluninni við Bíldshöfða, miðvikudagskvöldið 3. nóvember kl 19-22.

Verið hjartanlega velkomin til okkar í ljúfa jólatóna, léttar veitingar í bland við skemmtilegar uppákomur. Þekktir fagurkerar frá Gotterí og gersemum og Skreytum hús verða á staðnum og gefa góð ráð. Kynningar á dásamlegum léttum veitingum frá Möndlubásnum, MS ostum, Kólus og Vínvinum.

20% afsláttur af öllum fallegu jóla- og smávörunum.
Upplifðu töfra jólanna í Höllinni …

eða heima því fyrir þá sem ekki komast verður bein útsending á Smartlandi kl 20 þar sem Eva Ruža kemur okkur öllum í jólagírinn með sinni smitandi gleði.

Jólakvöld
Húsgagnahöllin er með auglýsingu hérna á síðunni en þessi póstur er unninn að mínu frumkvæði og eftir mínum hugmyndum!

…mér fannst því kjörið að taka smá innlit í höllinni, svona til þess að koma ykkur í rétta fílinginn fyrir kvöldið…

…hversu mikil krútt eru þessir hnotubrjótar með bollaköku, þetta er nú setning sem ég hef ekki oft sagt…

…það er svo mikið af fallegri jólavöru komin í hús, ég datt eiginlega bara í algjöran jólafíling…

…nú erum við komin með jólaelginn, það er nú eitthvað nýtt…

…og fyrir þá sem elska jólarauðan þá er nú mikið til af fallegu í þeim lit…

…þetta er nú með fallegri jólatrésfótum sem ég hef séð…

…og mikið til af fallegu hnotubrjótunum frá Lene Bjerre, sem ég féll alveg fyrir í fyrra…

…fyrir þá sem safna lukkutröllunum, þá eru þau komin í jólabúning – mjög krúttleg…

…og fallegu led aðventukertin, sem ég sýndi ykkur í fyrra – smella hér!

…þetta bakkajólatré er svo töff, og þessi stjarna fannst mér líka æðisleg…

…og þegar það er til nóg af trjám og jólasokkum, þá er ég nokkuð kát…

…jólastemmarinn…

…svo var að koma inn nýtt merki með svo mikið af töff og öðruvísi vörum, ekta í jólapakkann…

…gírraffarnir eru í uppáhaldi hjá mér…

…þessir gylltustjakar eru líka svo fallegir…

…og þessi apalampi – hann er hreinlega geggjaður…

…það er líka til svo mikið af fallegum kertum og stjökum, og fyrir ykkur sem elskið snúnu kertin – þá eru þessi frá Lene Bjerre alveg dásamleg – líka til í mörgum öðrum litum…

….nú af því að það er 20% af öllu á morgun, þá er auðvitað snilld að nýta það í jólagjafainnkaupin á t.d. Moomin eða Iittala…

…mikið til af kertastjökum og bökkum fyrir aðventuskreytingarnar…

…Kaj Bojsen jólin eru mætt í hús…

…og eins og alltaf, þá er MÖST að fara inn í eldhúsdeildina, en þar fást svo margir fallegir gripir, bretti og annað slíkt sem ég hreinlega elska!

…planið er að koma vonandi inn smá jólainnblásturspósti í dag til ykkar, ef ekki þá sýni ég ykkur það bara allt í kvöld þegar við hittumst í höllinni ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *