Innlit á Markaðsdaga í Byko…

…þar sem ég er á stöðugum hlaupum þessa dagana þá myndaði ég í Byko í Breiddinni núna um daginn. En það eru sem sé Markaðsdagar sem eru í gangi, og því eru nýjar vörur að bætast við daglega. En hér sjáið þið í það minnsta það sem var til þarna þegar ég datt inn…

Ég er í samstarfi við Byko en það er ég sjálf sem vel hvað ég mynda og hvað ég sýni ykkur að hverju sinni!

…fyrsta sem ég rak augun í voru þessir dásamlegu litir á bollum og skálum…

…geggjað til þess að poppa aðeins upp í eldhúsinu…

…svo voru líka fallegir þessir hvítu og gráu með gylltu röndinni…

…ég gat hlegið með þessum, svona lampi fyrir óákveðna – sem getur verið í öllum litum…

…alltaf klassískir svartir rammar með hvítu kartoni – nokkrir saman sem gera fallega grúbbu…

…eitthvað til af kertastjökum – var mjög skotin í þessum gylltu með glerinu…

…og þessir með marmarabotninum eru æði…

…ekta bakkar til þess að fá morgunmat í rúmið – já takk…

…klassísku glösin úr þykka glerinu…

…alls konar ljós…

…þessi lampi fannst mér svo fallegur – svona rómó…

…gylltur lampafótur – þessi væri flottur með t.d. flauelsskermi…

…svoldið spennandi útiljós…

…alls konar sápupumpur og tannburstaglös…

…inn á baðið í bústaðinum t.d.?

…þessi eru nú alltaf nauðsynleg…

…miniskálar með ljónshausum…

…hr.Gustavsberg mættur á útsöluna…

…sko til, meira segja baðkar…

…langaði líka að sýna ykkur nokkrar vörur, sem eru EKKI á Markaðsdögunum, en bara einstaklega fallegar – eins og t.d. þessir fallegu svörtu bakkar…

…ég er alltaf einstaklega svag fyrir bökkum á hæðum og þessi finnst mér geggjaður…

…skemmtilegar bogadregnar vegghillur…

…og önnur týpa með gleri í bakið, kemur í tveimur stærðum…

…svo finnst mér þessi marmarabatterýskerti æðisleg…

…svo ég mæli með að rölta hring og sjá hvort að það sé eitthvað sem þú hefur leitað að á Markaðsdögum! Sjálf fann ég útiljós eins og við erum með á bílskúrnum og vantaði fleiri – þarf bara að spreyja þau í réttum lit 🙂

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *