Sitt lítið af hverju…

…mér finnst ég varla hafa verið heima hjá mér undanfarnar vikur, og af þeim sökum líður mér eins og húsið mitt sé komið með ljótuna 🙂 Svona þegar ég hef ekki fengið tækifæri til þess að dúllast aðeins hérna heima og breyta og raða og skreyta eins og mér líður best að gera. Ég held að það sé satt sem ég las einhversstaðar, að þegar maður breytir heima hjá mér, þá fer ný orka af stað og ég þrífst vel á þeirri orku…

…þannig að einfaldlega með því að þrífa og þurrka af, auðvitað fyrst af öllu, og svo bara með að skella nýjum löber undir og kaupa sér blóm í vasa – vá hvað það er góð tilfinning að fara inn í helgina svoleiðis…

…og eins og alltaf, að skreyta með fallegum nytjahlutum er alltaf uppáhalds…

…ég á það líka til að skella mér í leiðangur og fá mér nýtt púðaver, eða tvö, teppi, og t.d. vasa – eins og hér sést. Svona er maður óþekkur…

…en þetta er líka eitthvað sem ýtir mér af stað að breyta og bæta, þannig að hér sjáið þið t.d fallega vasann í “action”, en mér finnst hann æði í eldhúsinu…

…svo er það þetta með að kveikja á kertunum sem er alltaf möst, jafnvel þó að enn sé dagbjart úti við.
Svarti diskurinn á fæti er frá Fakó/Salt

…hér er hins vegar annar diskur sem fékst í Húsgagnahöllinni, en kertastjakarnir eru frá Myrkstore.is

…ég flutti síðan Maríustyttuna inn í eldhús í veikri von um að það að hafa verndarengil í eldhúsinu myndi hvetja mig til dáða, skemmst er frá því að segja að það virkaði alls ekki…

…svo að lokum lítil hugmynd, sem ég hef reyndar deilt áður, en það er skemmtilegt að nota gömlu sykurkörin fyrir lítil blóm og afklippur…

…af því að ég fæ alltaf ótal spurningar um krukkurnar, þá er hér póstur (smella)

…vona að þið eigið dásamlega helgi framundan ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *