Innlit…

…annað dásamlega heillandi innlit, í þetta sinn frá Lapplandi.

Smellið hér til þess að skoða alla greinina og lesa:

…ofsalega falleg litapallettan í húsinu öllu, mildir náttúrutónar sem leiða mann blíðlega rými úr rými…

…einfaldleikinn allsráðandi hér…

…dásamlega fallegt bóhó svefnherbergi…

Nokkur sniðug ráð úr greininni:

Veldu litasamsetningu. Búðu til rólegan grunn með því að velja þrjá liti úr sama litamettunarkvarða og notaðu þá um allt heimili þitt. Emma notar ljósgrátt, dökkgrátt og grænt á veggi og húsgögn og blandar beige tónum í púðum og annari vefnaðarvöru.

Vinna með tón í tón . Málaðu húsgögn í sama lit og vegginn, til að fá róleg áhrif. En prufaðu líka að mála í nokkrum tónum dekkri eða ljósari, það fær húsgögnin til þess að vera meira áberandi og standa betur upp úr.

Blandið viðarhúsgögnum með . Viðurinn brýtur svo mikið upp og veitir innri hlýju. Ekki þurfa öll húsgögn að vera í sama viðnum, en að velja annað hvort dökka eða ljósa viðartóna til þess að blanda með.

Endurnýjum og breytum . Endurnýjaðu heimilið eftir skapi þínu með hjálp púða, vefnaðarvöru, motta og smáatriða sem auðvelt er að skipta um. Ekki gleyma að það má finna margt á nytjamörkuðum.

Einföld og sniðug lausn, mála grein og hengja upp til þess að útbúa fatahengi!

Smella hér til þess að skoða greina hjá Sköna hem!
Fotos: Tomas Bergman

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *