Annar í aðventukransi…

…ég var búin að lofa upp í ermina á mér, um að sýna ykkur kransinn sem ég vafði með lifandi greni og var með hérna heima (ég segi var með, því ég er búin að breyta honum síðan þá). En ég naut þess að gera einn krans úr lifandi efni og hafa hann frekar villtan og skemmtilegan…

…mér fannst líka gaman að sjá hvað það breytti miklu að setja stjörnurnar þrjár að framan, það gerði svo mikið…

…það er örlítil skekkja á kertunum, en það kemur nú ekki mikið að sök – þau er bara svona smá rallandi…

…og eins og alltaf – nett stjörnuþema í gangi…

…kransinn sjálfur stendur á Broste kökudisk úr Húsgagnahöllinni, sem er því miður uppseldur, og ofan í kransinum er minni kökudiskur til þess að lyfa upp kertunum…

…nú og fyrir þá sem eru að fylgjast með, þá eru þetta aðventuskreytingarnar sem hafa nú þegar komið inn á bloggið í ár…

…annar í aðventu í dag, svakalega líður tíminn hratt núna – ekki satt?
Njótið dagsins ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *