Komin heim…

…ahhh það var svo kózý um daginn þegar jólasnjórinn kom. Ég naut þess alveg að koma heim að húsinu og sjá það uppljómað í jólaljósum, stjörnur í eldhúsglugganum og hvítur snjór um allt…

…enn fremur þegar að þessir hérna tveir fluttu inn í framgarðinn, eftir að sonurinn fór í smá snjókallauppbyggingu með pabba sínum…

…og svo þegar maður kemur að hurðinni, þá er það þessi hér sem tekur á móti manni…

…en hann elskar það að sitja á bekknum og horfa út, og fylgjast með þegar einhver er að koma…

…en ég tók smá sveigju í að skreyta snagabrettið í forstofunni í þetta sinn. En ég hef vanalega haft jólasokkana úr línunni hennar Joanna Gaines úr Target, sjá hér – smella, en núna er ég með bland í poka af jólasokkum sem ég keypti í USA…

…ég er með gervigreni með smá snjó í, gömul lengja sem kemur held ég frá Blómaval, og í hana setti ég eina seríu með hvítum perum…

…gylltu kúabjöllurnar sem voru keyptar á Spani koma svo fallega út með, og sokkablætið mitt hefur nú borgað sig að næstum öllu leyti…

…en vá hvað ég vildi að ég hefði keypt mér fleiri svona bjöllur 🙂

…gamla stjörnuljósið mitt úr MyConceptstore fékk að koma aftur fram…

…enda finnst mér það eiga svo vel heima þarna…

…en mér finnst svo gaman að það taki svona jólastemming á móti fólki um leið og það kemur heim…

…stundum er gott að kona safni trébrettum og á því auka til þess að setja á ganginn líka, eru ekki annars alllir með trébretti á ganginum…

Litli bílinn – Húsgagnahöllin (smella)
Tré – Rúmfatalagerinn (smella)

…dásamlegu gylltu trélengjurnar fengust í Húsgagnahöllinni, en eru því miður uppseldar…

…en ég er alveg ótrúlega ánægð með þær, finnst þær svo vintage og setja alveg punktinn yfir i-ið…

…ég fæ oft fyrirspurnir um snagabrettið okkar, en ég keypti mitt í Góða hirðinum fyrir löngu síðan. Ég sá síðan að þau eru til núna í Heimili og Hugmyndir – smella hér til þess að skoða!

…þannig að hér hafið þið jólaforstofuna, eins og hún lítur út í dag. Hvað svo verður veit nú enginn 😉

…en hún er alltaf áberandi fallegust þegar Molinn situr á bekknum og fæ að horfa út ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *