Something old, something blue…

…þegar að við fluttum inn í húsið okkar, fyrir einum tólf árum, þá var ég með snagabretti inni í svefnherbergi (sjá hér). Á þessi snagabretti hékk brúðarkjóllinn hennar mömmu minnar og skírnarkjóllinn minn (fjölskyldukjóllinn)…

36-www.skreytumhus.is-030 (FILEminimizer)

Kjóllinn hennar mömmu er eins og sést þarna, þessi ljósblái, en hún var í honum á gamlársdag 1962…

img202

Svo þegar það kom að því að finna fermingarkjól fyrir dótturina, í byrjun árs, þá gekk ekki neitt. Við fórum í margar verslanir en hún fann ekkert sem var að heilla hana og við vorum alveg í vandræðum. Eftir eina slíka bæjarferð þá komum við hingað heim og mér varð allt í einu hugsað til kjólsins góða, sem hékk inni í skáp hjá okkur og bauð dömunni að máta. Hún var alveg til í það og viti menn, hann passaði eins og draumur. Það eina sem þyrfti að gera var að laga aðeins axlirnar, en að mestu leyti var hann eins og sniðinn á hana. Mér datt í hug að koma mömmu á óvart í fermingunni, en af því að við þyrftum að gera smá lagfæringar þá vildi ég frekar fá hennar samþykki og við fórum því í heimsókn, síðastliðin febrúar…

…eins og gefur að skilja, þá var amman fljót að gefa samþykki sitt fyrir notkun á kjólnum…

…14 ár á milli mynda…

…og því var það að 58 árum síðar notaði barnabarnið brúðarkjólinn fyrir fermingarkjól…

…alveg hreint dásamleg…

…og ég verð að segja að ég get varla ímyndað mér fallegri kjól fyrir hana…

…eða þá kjól sem myndi klæða hana betur…

…eins og sést þarna vel, þá er þetta efni alveg hreint einstaklega fallegt…

…og þegar hún var komin út í haga með Refinn sinn…

…þá var hún orðin alveg eins og klippt út úr ævintýri…

…ekki sammála?

…ég ætla að deila fleiri myndum síðar úr myndatökunni – þetta var svo dásamlegur dagur

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

3 comments for “Something old, something blue…

  1. Björg
    06.09.2020 at 11:34

    Vá, hvað þetta var yndislegur póstur.
    Ævintýralega fallegar myndir af þessari ungu dömu og kjóllinn eins og saumaður á hana. <3

  2. Heiða
    06.09.2020 at 14:42

    Dásamlegt alveg hreint! Yndislega falleg fermingartelpa í yndislega fallegum kjól. Takk fyrir að deila.

  3. Alda
    09.09.2020 at 06:21

    Vá en fallegt ❤️❤️❤️❤️

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *